Lögfestingu Barnasáttmálans fagnað Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. febrúar 2013 11:12 "Þetta er mikil réttarbót fyrir börn á Íslandi," segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Mynd úr safni. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast kallaður var lögfestur á Alþingi í gær. Umboðsmaður barna fagnar þessum gleðitíðindindum enda hefur lögfesting sáttmálans verið mikið baráttumál embættisins á undanförnum árum. Vonar umboðsmaður að lögfestingin verði til þess að réttindi og hagsmunir barna á Íslandi verði betur tryggð. Þó að Barnasáttmálinn hafi verið fullgiltur hér á landi árið 1992 og íslenska ríkið hafi verið skuldbundið að þjóðarétti til að uppfylla ákvæði sáttmálans hefur sjaldan verið vitnað í ákvæði hans við úrlausn mála hjá stjórnvöldum og dómstólum. Hingað til hefur Barnasáttmálinn því ekki haft bein réttaráhrif hér á landi og dæmi eru um að dómar hafi beinlínis verið í andstöðu við ákvæði hans. Er lögfesting Barnasáttmálans því mikilvæg til að tryggja að honum verði í auknum mæli beitt í framkvæmd og réttindum barna þannig gefið aukið vægi. Umboðsmaður barna vonar ennfremur að lögfesting Barnasáttmálans muni fela í sér kynningu á sáttmálanum og verða til þess að börn og fullorðnir þekki betur þau réttindi sem hann hefur að geyma. Er þetta ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hefur gert athugasemdir við fræðslu og kynningu á sáttmálanum hér á landi. Góð þekking á Barnasáttmálanum eykur líkurnar á því að réttindi barna séu virt og að brugðist sé fyrr við þegar brotið er á þeim.Mikil réttarbót „Þetta er mikil réttarbót fyrir börn á Íslandi," segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Frá stofnun Barnaheilla hefur sáttmálinn verið leiðarljós samtakanna og barist hefur verið fyrir lögfestingu hans hér á landi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé Barnasáttmálinn loksins orðinn löggiltur og að hægt sé að beita ákvæðum hans fyrir íslenskum dómstólum sem settum lögum." „Þingmenn eiga hrós skilið fyrir að standa vörð um réttindi íslenskra barna með þessum hætti," segir Erna. „Nú er baráttu Barnaheilla - Save the Children fyrir löggildingu Barnasáttmálans lokið, en áfram heldur starf okkar með barnasáttmálann að leiðarljósi og að standa áfram vörð um að réttindi barna séu virt í hvívetna." Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast kallaður var lögfestur á Alþingi í gær. Umboðsmaður barna fagnar þessum gleðitíðindindum enda hefur lögfesting sáttmálans verið mikið baráttumál embættisins á undanförnum árum. Vonar umboðsmaður að lögfestingin verði til þess að réttindi og hagsmunir barna á Íslandi verði betur tryggð. Þó að Barnasáttmálinn hafi verið fullgiltur hér á landi árið 1992 og íslenska ríkið hafi verið skuldbundið að þjóðarétti til að uppfylla ákvæði sáttmálans hefur sjaldan verið vitnað í ákvæði hans við úrlausn mála hjá stjórnvöldum og dómstólum. Hingað til hefur Barnasáttmálinn því ekki haft bein réttaráhrif hér á landi og dæmi eru um að dómar hafi beinlínis verið í andstöðu við ákvæði hans. Er lögfesting Barnasáttmálans því mikilvæg til að tryggja að honum verði í auknum mæli beitt í framkvæmd og réttindum barna þannig gefið aukið vægi. Umboðsmaður barna vonar ennfremur að lögfesting Barnasáttmálans muni fela í sér kynningu á sáttmálanum og verða til þess að börn og fullorðnir þekki betur þau réttindi sem hann hefur að geyma. Er þetta ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hefur gert athugasemdir við fræðslu og kynningu á sáttmálanum hér á landi. Góð þekking á Barnasáttmálanum eykur líkurnar á því að réttindi barna séu virt og að brugðist sé fyrr við þegar brotið er á þeim.Mikil réttarbót „Þetta er mikil réttarbót fyrir börn á Íslandi," segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Frá stofnun Barnaheilla hefur sáttmálinn verið leiðarljós samtakanna og barist hefur verið fyrir lögfestingu hans hér á landi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé Barnasáttmálinn loksins orðinn löggiltur og að hægt sé að beita ákvæðum hans fyrir íslenskum dómstólum sem settum lögum." „Þingmenn eiga hrós skilið fyrir að standa vörð um réttindi íslenskra barna með þessum hætti," segir Erna. „Nú er baráttu Barnaheilla - Save the Children fyrir löggildingu Barnasáttmálans lokið, en áfram heldur starf okkar með barnasáttmálann að leiðarljósi og að standa áfram vörð um að réttindi barna séu virt í hvívetna."
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira