Lögfestingu Barnasáttmálans fagnað Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. febrúar 2013 11:12 "Þetta er mikil réttarbót fyrir börn á Íslandi," segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Mynd úr safni. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast kallaður var lögfestur á Alþingi í gær. Umboðsmaður barna fagnar þessum gleðitíðindindum enda hefur lögfesting sáttmálans verið mikið baráttumál embættisins á undanförnum árum. Vonar umboðsmaður að lögfestingin verði til þess að réttindi og hagsmunir barna á Íslandi verði betur tryggð. Þó að Barnasáttmálinn hafi verið fullgiltur hér á landi árið 1992 og íslenska ríkið hafi verið skuldbundið að þjóðarétti til að uppfylla ákvæði sáttmálans hefur sjaldan verið vitnað í ákvæði hans við úrlausn mála hjá stjórnvöldum og dómstólum. Hingað til hefur Barnasáttmálinn því ekki haft bein réttaráhrif hér á landi og dæmi eru um að dómar hafi beinlínis verið í andstöðu við ákvæði hans. Er lögfesting Barnasáttmálans því mikilvæg til að tryggja að honum verði í auknum mæli beitt í framkvæmd og réttindum barna þannig gefið aukið vægi. Umboðsmaður barna vonar ennfremur að lögfesting Barnasáttmálans muni fela í sér kynningu á sáttmálanum og verða til þess að börn og fullorðnir þekki betur þau réttindi sem hann hefur að geyma. Er þetta ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hefur gert athugasemdir við fræðslu og kynningu á sáttmálanum hér á landi. Góð þekking á Barnasáttmálanum eykur líkurnar á því að réttindi barna séu virt og að brugðist sé fyrr við þegar brotið er á þeim.Mikil réttarbót „Þetta er mikil réttarbót fyrir börn á Íslandi," segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Frá stofnun Barnaheilla hefur sáttmálinn verið leiðarljós samtakanna og barist hefur verið fyrir lögfestingu hans hér á landi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé Barnasáttmálinn loksins orðinn löggiltur og að hægt sé að beita ákvæðum hans fyrir íslenskum dómstólum sem settum lögum." „Þingmenn eiga hrós skilið fyrir að standa vörð um réttindi íslenskra barna með þessum hætti," segir Erna. „Nú er baráttu Barnaheilla - Save the Children fyrir löggildingu Barnasáttmálans lokið, en áfram heldur starf okkar með barnasáttmálann að leiðarljósi og að standa áfram vörð um að réttindi barna séu virt í hvívetna." Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast kallaður var lögfestur á Alþingi í gær. Umboðsmaður barna fagnar þessum gleðitíðindindum enda hefur lögfesting sáttmálans verið mikið baráttumál embættisins á undanförnum árum. Vonar umboðsmaður að lögfestingin verði til þess að réttindi og hagsmunir barna á Íslandi verði betur tryggð. Þó að Barnasáttmálinn hafi verið fullgiltur hér á landi árið 1992 og íslenska ríkið hafi verið skuldbundið að þjóðarétti til að uppfylla ákvæði sáttmálans hefur sjaldan verið vitnað í ákvæði hans við úrlausn mála hjá stjórnvöldum og dómstólum. Hingað til hefur Barnasáttmálinn því ekki haft bein réttaráhrif hér á landi og dæmi eru um að dómar hafi beinlínis verið í andstöðu við ákvæði hans. Er lögfesting Barnasáttmálans því mikilvæg til að tryggja að honum verði í auknum mæli beitt í framkvæmd og réttindum barna þannig gefið aukið vægi. Umboðsmaður barna vonar ennfremur að lögfesting Barnasáttmálans muni fela í sér kynningu á sáttmálanum og verða til þess að börn og fullorðnir þekki betur þau réttindi sem hann hefur að geyma. Er þetta ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hefur gert athugasemdir við fræðslu og kynningu á sáttmálanum hér á landi. Góð þekking á Barnasáttmálanum eykur líkurnar á því að réttindi barna séu virt og að brugðist sé fyrr við þegar brotið er á þeim.Mikil réttarbót „Þetta er mikil réttarbót fyrir börn á Íslandi," segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Frá stofnun Barnaheilla hefur sáttmálinn verið leiðarljós samtakanna og barist hefur verið fyrir lögfestingu hans hér á landi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé Barnasáttmálinn loksins orðinn löggiltur og að hægt sé að beita ákvæðum hans fyrir íslenskum dómstólum sem settum lögum." „Þingmenn eiga hrós skilið fyrir að standa vörð um réttindi íslenskra barna með þessum hætti," segir Erna. „Nú er baráttu Barnaheilla - Save the Children fyrir löggildingu Barnasáttmálans lokið, en áfram heldur starf okkar með barnasáttmálann að leiðarljósi og að standa áfram vörð um að réttindi barna séu virt í hvívetna."
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira