Víkingur Heiðar spilar fyrir fréttakonu Fox News Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2013 16:51 Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er meðal þeirra listamanna sem koma fram á hinni mánaðarlöngu Nordic Cool listahátíð sem hófst í Kennedy Center í Washington í Bandaríkjunum í gær. Yfir 700 listamenn koma fram á hátíðinni og er að finna fulltrúa frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum auk Íslandi. Í frétt bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox er Víkingur Heiðar tekinn tali og spurður ýmissa spurninga. Fram kemur að Víkingur hafi byrjað að spila á píanó tveggja ára gamall og að móðir hans, Svana Víkingsdóttir, sé píanóleikari. Þá er vitnað í afar góða umsögn London Times á Víkingi Heiðari sem upprennandi stjörnu og hann spurður hver hans viðbrögð séu við slíkri umsögn.Víkingur svarar spurningum fréttakonu Fox.Skjáskot„Engin eiginlega. Þetta snýst bara um tónlistina og ég reyni að njóta hennar," segir Víkingur af sinni alkunnu hógværð. Sýnt er frá tónleikum Víkings með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hann spurður út í hvernig hann nálgist tónleika frammi fyrir fullum sal af fólki. Víkingur fagnar þeirri staðreynd að öll Norðurlöndin eigi fulltrúa á hátíðinni. Að lokum spilar Víkingur Ave Maria úr smiðju Sigvalda Kaldalóns sem Víkingur útsetti sjálfur fyrir píanó. „Þannig þarf ég ekki að treysta á íslenskan söngvara þegar ég er á ferðalagi," segir Víkingur í gamansömum tón.Viðtalið við Víking og flutning hans má sjá hér. Víkingur spilaði Ave Maria einnig á opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu sumarið 2011. Flutningin í heild sinni má sjá hér. Fulltrúar ÍslandsAuk Víkings Heiðars koma Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenski dansflokkurinn, leikhópurinn Vesturport, hljómsveit Sunnu Gunnlaugsdóttur djasspíanóleikara og Duo Harpverk fram á hátíðinni. Dagskrá hennar og nánari upplýsingar má nálgast hér. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er meðal þeirra listamanna sem koma fram á hinni mánaðarlöngu Nordic Cool listahátíð sem hófst í Kennedy Center í Washington í Bandaríkjunum í gær. Yfir 700 listamenn koma fram á hátíðinni og er að finna fulltrúa frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum auk Íslandi. Í frétt bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox er Víkingur Heiðar tekinn tali og spurður ýmissa spurninga. Fram kemur að Víkingur hafi byrjað að spila á píanó tveggja ára gamall og að móðir hans, Svana Víkingsdóttir, sé píanóleikari. Þá er vitnað í afar góða umsögn London Times á Víkingi Heiðari sem upprennandi stjörnu og hann spurður hver hans viðbrögð séu við slíkri umsögn.Víkingur svarar spurningum fréttakonu Fox.Skjáskot„Engin eiginlega. Þetta snýst bara um tónlistina og ég reyni að njóta hennar," segir Víkingur af sinni alkunnu hógværð. Sýnt er frá tónleikum Víkings með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hann spurður út í hvernig hann nálgist tónleika frammi fyrir fullum sal af fólki. Víkingur fagnar þeirri staðreynd að öll Norðurlöndin eigi fulltrúa á hátíðinni. Að lokum spilar Víkingur Ave Maria úr smiðju Sigvalda Kaldalóns sem Víkingur útsetti sjálfur fyrir píanó. „Þannig þarf ég ekki að treysta á íslenskan söngvara þegar ég er á ferðalagi," segir Víkingur í gamansömum tón.Viðtalið við Víking og flutning hans má sjá hér. Víkingur spilaði Ave Maria einnig á opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu sumarið 2011. Flutningin í heild sinni má sjá hér. Fulltrúar ÍslandsAuk Víkings Heiðars koma Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenski dansflokkurinn, leikhópurinn Vesturport, hljómsveit Sunnu Gunnlaugsdóttur djasspíanóleikara og Duo Harpverk fram á hátíðinni. Dagskrá hennar og nánari upplýsingar má nálgast hér.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira