Innlent

Fjölskylda læstist úti á Akureyri

Fjögurra manna fjölskylda, kona og þrjú börn, komst í hann krappann á Akureryi um kvöldmatarleitið í gærkvöldi, þegar allir læstust óvart úti, en innandyra logaði glatt undir pottum á eldavélinni.

Konan leitaði aðstoðar á lögreglustöðinni, sem er í næsta nágrenni. Lögreglumenn brugðust skjótt við og héldu á vettavang með stiga og komust inn í íbúðina í gegnum svaladyr í tæka tíð, áður en eldamennskan breyttist í eldsvoða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×