Bættu hámarkinu aftur inn eftir athugasemdir tollstjóra Þorgils Jónsson skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Rauða eða græna hliðið? Eftir að ný tollalög taka gildi um næstu mánaðamót verður leyfilegt að taka með sér að utan tollfrjálsan varning að upphæð 88.000 krónur, en hver hlutur má ekki kosta meira en 44.000. FRéttablaðið/Anton Tollalög sem voru samþykkt á þingi fyrir jólafrí og taka gildi um næstu mánaðamót fela enn í sér hámarksverðmæti fyrir stakan hlut sem ferðamenn taka með sér tollfrjálst til landsins. Það er þrátt fyrir að á fyrri stigum málsins hafi þess verið sérstaklega getið að slíks væri ekki þörf. Frumvarpið var samþykkt á lokaspretti fyrir jólafrí þingsins. Fréttablaðið tók málið til umfjöllunar fyrr í vetur og vakti athygli á því að ákvæði tollalaga um verðmæti tollfrjáls varnings hefðu ekki breyst í samræmi við gengisþróun. Í kjölfar þess var málið tekið upp í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem meirihlutinn lagði til í áliti sínu hinn 19. desember að fjárhæðarviðmið vegna tollfrjáls innflutnings myndi hækka úr 65.000 krónum upp í 88.000 og hámark á verðmæti staks hlutar, sem áður var 32.500, yrði afnumið. Taldi meirihlutinn „ekki þörf á að hafa sérstök mörk fyrir verðmæti einstaks hlutar". Þannig hélst málið í gegnum aðra umræðu á þingi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, kom hins vegar fram með breytingartillögu fyrir þriðju umræðu, sem fór fram eftir miðnætti sama dag, þar sem leyfilegt verðmæti er hækkað fyrir fyrrnefnda hópa, en almennt hámarksverðmæti einstaks hlutar tekið inn á ný og þá að upphæð 44.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt og þingi var frestað daginn eftir. Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar, en Magnús Orri Schram, samflokksmaður hans sem situr einnig í nefndinni, sagði spurður að breytingin hefði átt sér skamman aðdraganda. „Tollstjóraembættið áleit að brottfall hámarks á verðmæti einstaks hlutar úr lögunum gæti leitt til óskýrleika í framkvæmd. Því var ákveðið að færa mörkin aftur inn, en það var hins vegar ákveðið að breyta ákvæðinu við næstu endurskoðun laganna." Inntur eftir því hvenær af því gæti orðið sagði Magnús það óvíst, en stefnt væri að því að það yrði á yfirstandandi þingi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, deilir bæði á málið sjálft og meðferð þess. „Það segir sig alveg sjálft að hámarksverð fyrir stakan hlut er kjánalegt, en þetta er enn ein staðfestingin um að við þurfum að breyta vinnubrögðum í þinginu, því að það er ekki skynsamlegt að vera að vinna svona mál í tímaþröng um miðjar nætur. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Tollalög sem voru samþykkt á þingi fyrir jólafrí og taka gildi um næstu mánaðamót fela enn í sér hámarksverðmæti fyrir stakan hlut sem ferðamenn taka með sér tollfrjálst til landsins. Það er þrátt fyrir að á fyrri stigum málsins hafi þess verið sérstaklega getið að slíks væri ekki þörf. Frumvarpið var samþykkt á lokaspretti fyrir jólafrí þingsins. Fréttablaðið tók málið til umfjöllunar fyrr í vetur og vakti athygli á því að ákvæði tollalaga um verðmæti tollfrjáls varnings hefðu ekki breyst í samræmi við gengisþróun. Í kjölfar þess var málið tekið upp í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem meirihlutinn lagði til í áliti sínu hinn 19. desember að fjárhæðarviðmið vegna tollfrjáls innflutnings myndi hækka úr 65.000 krónum upp í 88.000 og hámark á verðmæti staks hlutar, sem áður var 32.500, yrði afnumið. Taldi meirihlutinn „ekki þörf á að hafa sérstök mörk fyrir verðmæti einstaks hlutar". Þannig hélst málið í gegnum aðra umræðu á þingi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, kom hins vegar fram með breytingartillögu fyrir þriðju umræðu, sem fór fram eftir miðnætti sama dag, þar sem leyfilegt verðmæti er hækkað fyrir fyrrnefnda hópa, en almennt hámarksverðmæti einstaks hlutar tekið inn á ný og þá að upphæð 44.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt og þingi var frestað daginn eftir. Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar, en Magnús Orri Schram, samflokksmaður hans sem situr einnig í nefndinni, sagði spurður að breytingin hefði átt sér skamman aðdraganda. „Tollstjóraembættið áleit að brottfall hámarks á verðmæti einstaks hlutar úr lögunum gæti leitt til óskýrleika í framkvæmd. Því var ákveðið að færa mörkin aftur inn, en það var hins vegar ákveðið að breyta ákvæðinu við næstu endurskoðun laganna." Inntur eftir því hvenær af því gæti orðið sagði Magnús það óvíst, en stefnt væri að því að það yrði á yfirstandandi þingi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, deilir bæði á málið sjálft og meðferð þess. „Það segir sig alveg sjálft að hámarksverð fyrir stakan hlut er kjánalegt, en þetta er enn ein staðfestingin um að við þurfum að breyta vinnubrögðum í þinginu, því að það er ekki skynsamlegt að vera að vinna svona mál í tímaþröng um miðjar nætur.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira