Innlent

Þingflokksformenn vilja umræðu um vantraustið í dag

Þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Vinstri græna munu leggja fram dagskrártillögu á Alþingi um að tillaga Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina verði tekin til umræðu og afgreiðslu í dag. Leita þarf afbrigða fyrir þessu.

Þetta hefur Oddný Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar staðfest í samtali við fréttastofu. Hún og Álfheiður Ingadóttir þingflokksformaður Vinstri grænna hafa sent forseta þingsins bréf um dagskrártillögu sína.

Þór Saari gerði hinsvegar ráð fyrir að tillaga sín yrði tekin til umræðu á þriðjudaginn kemur. Ekki var reiknað með að þingstörf stæðu lengi í dag þar sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×