Innlent

Þau spila á Aldrei fór ég suður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá hátíðinni í fyrra.
Frá hátíðinni í fyrra.
Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram í tíunda skipti á Ísafirði um páskana. Tilkynnt hefur verið um þriðjung þeirra listamanna sem fram koma á hátíðinni.

Líkt og undanfarin ár fer hátíðin fram í skemmu við Grænagarð á föstudegi og laugardegi um páskahelgina. Páskana ber uppi síðustu helgina í mars í ár. Á heimasíðu hátíðarinnar er greint frá átta listamönnum/hljómsveitum sem koma fram á hátíðinni í ár.

Strákarnir í Borko verða á sínum stað eins og svo oft áður og þá munu heimamenn í Duro stíga á stokk. Tálknfirðingurinn Árni Grétar í Futuregrapher kemur fram auk Jónasar Sig sem fór mikinn á síðasta ári.

Þá munu Langi Seli, Oyama, Prinspóló og tríóið Ylja mæta vestur. Hér fyrir neðan má hlusta á lög úr smiðju listamannanna.





Borko - Born to be free


Futuregrapher - Think


Jónas Sig - Hafið er svart


Langi Seli


Oyama


Prinspólo - Tipp Topp


Ylja - Konan Með Sjalið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×