Innlent

Þór Saari dregur vantrauststillöguna til baka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þór Saari hefur ákveðið að draga vantrauststillögu, sem hann lagði fram í gær, til baka. Hann sendi tilkynningu um þetta til fjölmiðla rétt fyrir klukkan tíu. Ástæðan er sú að stjornarflokkarnir fóru fram á að tillagan yrði rædd í dag en ekki á þriðjudag eins og upphaflega stóð til.

„Forystumenn stjórnaflokkana hafa tilkynnt mér um kröfu sína um að vantrauststillaga mín verði tekin á dagskrá þingsins í dag. Þar sem slíkt er í andstöðu við þingsköp og þá reglu að þingmál eigi að liggja frammi í a.m.k. tvær nætur áður en þau eru rædd hef ég ákveðið að draga málið til baka frekar en að una flýtimeðferð á því. Ef stjórnarmeirihlutinn getur ekki komið fram með raunhæfa tímasetta áætlun um hvernig á að ljúka stjórnarskrármálinu nú á allra næstu dögum er þó augljóst að þau ráða ekki við málið inna sinna raða og ber því að fara frá," segir Þór í tilkynningu til fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×