Fleiri fréttir

Séra Sigurður segist ekki hafa brotið af sér

"Ég hafna því alfarið að störf mín þar hafi orkað tvímælis. Því fagna ég því ef gerð verður úttekt á rekstri hjúkrunarheimilisins. Hún mun væntanlega leiða í ljós hvort eitthvað hafi verið athugavert við störf mín sem framkvæmdastjóri eða við störf stjórnar heimilisins á þessum tíma," segir séra Sigurður Helgi Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Hjúkrunarheimilisins Eirar. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í dag.

ASÍ ætlar í mál við ríkið

Alþýðusamband Íslands ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna skattlagningar á lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði. ASÍ segir að þessi skattlagning brjóti gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og því sé óhjákvæmilegt annað en að miðstjórn ASÍ láti reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum. Jafnframt hvetur miðstjórn ASÍ lífeyrissjóðina til að skoða lögfræðilega hvort forsendur eru fyrir því að fá dómstóla til að skera úr um ágreining varðandi samkomulag fjármálaráðherra við lífeyrissjóðina frá því í febrúar um þátttöku þeirra í sérstökum gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands.

Ung stúlka datt og rotaðist

Ung stúlka datt af reiðhjóli í Keflavík í fyrradag og rotaðist. Töluverð hálka var á götum bæjarins þegar óhappið varð. Lögregla og sjúkralið á Suðurnesjum voru kvödd á slysstað. Stúlkan var ekki með öryggishjálm þegar hún datt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar var ákveðið að flytja hana á Landspítalann vegna höfuðáverka sem hún hafði hlotið við fallið.

Öryrkjar sóttu 28 milljóna króna vinning

Það voru lukkuleg hjón sem komu til Íslenskrar getspár með vinningsmiða uppá rúmar 28 milljónir og að vonum í skýjunum með vinninginn. Miðinn var keyptur í Aðalbraut í Grindavík og er annar af tveimur vinningsmiðunum sem fyrsti vinningur kom á síðasta laugardag, eftir því sem fram kemur á vef Íslenskrar getspár.

Eðlilegt að fólk velti kostnaðinum fyrir sér

Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það sé hluti af starfi bandalagsins að fara í auglýsingaherferðir, eins og þá sem var farið í í gær í sambandi við gjörning á Austurvelli þar sem markmiðið var að vekja athygli á fáttækt í landinu. Hann segist ekki vera með það á hreinu hver kostnaðurinn í sambandi við gjörninginn sé.

Flutti inn kókaín en fór svo í meðferð

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að flytja inn tæplega 120 grömm af kókíni hingað til lands. Hann kom hingað til lands með flugi frá Lundúnum í janúar á þessu ári. Við ákvörðun refsingar leit dómari til þess að eftir gæsluvarðhaldsvist hafi hann farið í áfengismeðferð og leitað sér hjálpar. Kvaðst hann hafa verið í rugli, eins og það er orðað í dómnum, og innflutningurinn hafi tengst því.

Síbrotamaður dæmdur fyrir leigubílasvindl

Karlmaður játaði í dag að hafa framið fjölmörg brot fyrr á árinu. Hann fékk meðal annars leigubílstjóra til að aka sér frá Mjóddinni í Reykjavík að Heiðarskóla í Reykjanesbæ í ágúst síðastliðnum, án þess að greiða fyrir þá ferð. Ferðin kostaði rúmar 16 þúsund krónur. Þá stal hann brennivínsflösku úr Vínbúðinni í Reykjanesbæ nokkrum dögum síðar.

Sjö mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl

Rúmlega þrítugur karlmaður var í dag dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa flutt inn tæplega tvö hundruð grömm af kókaíni frá Danmörku til Íslands í apríl á þessu ári. Kókaínið var með 70 prósent styrkleika sem unnt var að framleiða um 650 grömm af efni úr.

Hlakkar til að fara á Hróarskeldu

Orri Páll Dýrason, trommuleikari í Sigur Rós, segist vera farinn að hlakka til þess að spila á Hróarskeldunni á næsta ári. Tilkynnt var í morgun um fyrstu hljómsveitirnar sem hafa staðfest mætingu og er Sigur Rós ein þeirra. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem Sigur Rós spilar á hátíðinni. "Já, það er mjög langt síðan við höfum verið þar," segir Orri Páll sem segir jafnframt að það sé alltaf gaman að vera á hátíðinni.

Miklir óvissuþættir fyrir hendi

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að staða efnahagsmaála hér á landi sé í stórum dráttum sú sama og bankinn hafi spáð strax eftir hrunið fyrir rúmum fjórum árum. Verðbólgan sé ennþá há og miklir óvissuþættir séu enn fyrir hendi. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig og eru stýrivextir nú sex prósent. Verðbólga mældist í október síðastliðnum 4,2 prósent.

Þúsundir mótmæla víða í Evrópu

Þúsundir launþega, víða að úr Evrópu, taka þátt í verkföllum og opinberum mótmælum í dag til þess að mótmæla auknu atvinnuleysi og niðurskurði á fjárlögum víða í ríkjum.

Um 1000 bókatitlar gefnir út

Mögulegt er að yfir 1000 bókatitlar verði teknir í sölu í verslunum Eymundsson á árinu. Nú þegar 40 dagar eru til jóla hefur verslunin tekið á móti 859 titlum, þar af eru 272 barnabækur og 587 bækur fyrir fullorðna. Talið er líklegt að um 100-150 titlar eigi enn eftir að berast í hús.

Magnús Jóhannesson til Norðurskautsráðsins

Á fundi embættismannanefndar Norðurskautsráðsins, sem fram fer í Haparanda í Norður-Svíþjóð í dag, var Magnús Jóhannesson valinn framkvæmdastjóri fastaskrifstofu ráðsins sem stofna á í Tromsø Noregi á næsta ári.

Brotist inn í 20 spilakassa á Ránni

Brotist var inn á veitingastaðinn Rána í Keflavík aðfararnótt mánudags. Hinir óboðnu gestir brutust jafnframt inn í alla spilakassana á staðnum, á annan tug talsins Verksummerki þykja benda til þess að þeir sem þarna voru að verki hafi notað barefli. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og biður þá, sem kunna að geta veitt upplýsingar, að hafa samband við lögregluna í síma 420-1800.

Mál Styrmis tekið fyrir í dag

Mál Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálftólf í dag. Styrmir er einn þeirra þriggja sem ákærðir voru í Exetermálinu svokallaða. Hinir tveir fengu fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti, en Hæstiréttur vísaði máli Styrmis aftur í hérað.

Sigur Rós spilar á Hróarskeldu í fyrsta sinn í sjö ár

Hljómsveitin Sigur Rós mun koma fram á Hróarskelduhátíðinni næsta sumar í fyrsta skipti síðan árið 2006. Forsvarsmenn hátíðarinnar tilkynntu í morgun fyrstu hljómsveitirnar sem munu koma fram þar næsta sumar. Þá tilkynnti hátíðin einnig að danska hljómsveitin Volbeat, Kvelertak frá Noregi og hljómsveitin Goat frá Svíþjóð munu einnig koma fram. Hátíðin verður haldin 29. júní-7. júlí næsta sumar og hefst miðasala 1. desember næstkomandi.

Kveiktu upp í arninum - slökkviliðið mætti á staðinn

Slökkviliðinu barst tilkynning rétt fyrir klukkan átta í morgun um að mikill reykur bærist frá þaki íbúðarhúsnæðis í vesturbæ Reykjavíkur. Dælubílar fóru á staðinn en þegar þangað var kominn reyndist ekki um neinn eld að ræða. Íbúar í húsinu höfðu nefnilega kveikt upp í arninum enda farið að kólna í veðri. Það var nágranni sem sá þykkan svartan reyk upp úr skorsteininum og hringdi á slökkvilið.

Fjöldi sykursjúkra muni tvöfaldast

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að 346 milljónir manna um allan heim séu sykursjúkir. Þessi tala mun líklega meir en tvöfaldast fyrir 2030 ef ekki er að gert. Á hverju ári látast 3.4 milljónir manna vegna of hás blóðsykurs. Nærri 80% þeirra sem látast af völdum sykursýki búa í mið- eða lágtekjuríkjum.

Rannsaka fjölda óleystra morðmála á ný

Dönsk lögregluyfirvöld eru vongóð um að ná að leysa mörg óleyst morðmál frá fyrri árum. Rannsókn hefur verið hafin á ný í tólf málum hið minnsta eftir að ný tækni varpaði ljósi á nothæf lífsýni í málsgögnum í geymslu. Af mörgum þeirra mátti greina erfðaefni sem gæti varpað nýju ljósi á mál, eða sannað sekt grunaðra.

Ófært misræmi, segir Ögmundur

Ósamræmi er í matsreglum kjörstjórna í kjördæmum landsins og misjafnt hvenær atkvæði eru úrskurðuð ógild. Ekki hefur verið brugðist við gagnrýni sem sett var fram á málið að loknum síðustu alþingiskosningum.

Brotið og bramlað hjá listamönnum

Brotist var inn á Korpúlfsstaði í annað skiptið á nokkrum mánuðum. Lítil verðmæti eru geymd þar en miklar skemmdir voru unnar á vinnustofum listamanna. Erfitt er fyrir listamennina að verjast, segir Sigurður Valur Sigurðsson.

Þyrla flutti slasaðan mann frá Staðarskála

Þyrla Gæslunnar var í gærkvöldi send til móts við sjúkrabíl, sem flutti slasaðan mann áleiðis til Reykjavíkur eftir bílveltu við bæinn Enniskot í Vestur-Húnavatnssýslu. Þyrlan og sjúkrabíllinn mættust við Staðarskála, þar sem hinn slasaði var tekinn um borð í þyrluna og fluttur á slysadeild Landsspítalans.

173 atkvæði ranglega úrskurðuð ógild

Ósamræmi er í matsreglum kjörstjórna í kjördæmunum sex og misjafnt hvenær atkvæði eru úrskurðuð ógild. Landskjörstjórn segir 173 kjörseðla, sem dæmdir voru ógildir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá, hafa verið gilda.

Bíða eftir plássi á Landspítala

Hátt í 50 einstaklingar liggja á Landspítalanum og bíða vistunar á hjúkrunarheimili en meðferð á spítalanum er lokið. Þar að auki eru margir sem eru í öldrunarendurhæfingu eða bíða hennar og því nýtast rýmin ekki fyrir bráðasjúklinga. Þetta, auk þess sem sífellt fleiri sækja þjónustu á LSH, veldur því að gangainnlagnir færast aftur í vöxt, en vandamálið var umtalað fyrir þremur til fjórum árum.

Framhjáhald veldur fjaðrafoki í hernum

John Allen, yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan, sætir nú rannsókn í tengslum við framhjáhald Davids Petraeus. Í síðustu viku sagði Petraeus af sér sem yfirmaður CIA vegna framhjáhaldsins.

Greiðslu úr neyðarsjóði frestað

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa samþykkt að Grikkir fái frest til ársins 2016, eða tveimur árum lengur en áður hafði verið krafist, til þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir í efnahagsmálum svo hægt verði að hefjast handa við að draga úr skuldabyrði gríska ríkisins.

Gillzenegger: Ömurlegt að vera ranglega sakaður um svívirðilegan glæp

Egill "Gillzenegger“ Einarsson segir að þó hann sé ánægður með að nú liggi fyrir ákvörðun þess efnis að lögreglan muni rannsaka sérstaklega rangar sakagiftir á hendur sér og unnusti sinni, megi ekki gleyma því að það sé ömurlegt hlutskipti að vera ranglega sakaður um svívirðilegan glæp.

Skattar lækka í Kópavogi

Áhersla er lögð á lækkun skulda í tillögu meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs að fjárhagsáætlun fyrirárið 2013.

Sífellt fleiri þurfa fjárstuðning

Fjöldi fólks í Reykjavík sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð hefur nær tvöfaldast frá árinu 2006. Formaður velferðarráðs óttast að langvarandi atvinnuleysi fjölgi sjúklingum. Velferðarkerfið megi ekki sýna of mikla aumingjagæsku því þá skerði það lífsgæði fólks.

Vilja stytta námstíma til stúdentsprófs

Lagt er til að námstími til stúdentsprófs verði styttur um tvö ár og að gripið verði til sérstakra aðgerða strax í grunnskólum til að draga úr brotthvarfi framhaldsskólanemenda.

Kannað verði hvort Egill hafi verið hafður fyrir rangri sök

Ríkissaksóknari hefur fyrirskipað lögreglu að rannsaka hvort Egill Einarsson hafi verið hafður fyrir röngum sakargiftum og hvort framburður vitna í máli hans hafi verið rangur. Lögreglan hafði áður vísað málinu frá en Ríkissaksóknari fellst ekki á það.

Sjá næstu 50 fréttir