173 atkvæði ranglega úrskurðuð ógild 14. nóvember 2012 06:00 Þann 20. október var gengið til kosninga um ráðgefandi tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Nú hefur komið í ljós að ósamræmi er í matsreglum kjörstjórna í kjördæmunum sex. fréttablaðið/pjetur Ósamræmi er í matsreglum kjörstjórna í kjördæmunum sex og misjafnt hvenær atkvæði eru úrskurðuð ógild. Landskjörstjórn segir 173 kjörseðla, sem dæmdir voru ógildir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá, hafa verið gilda. 173 atkvæði sem dæmd voru ógild í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá 20. október síðastliðinn voru í raun gild. Þetta er mat landskjörstjórnar, en umboðsmenn kjósenda í Reykjavíkurkjördæmi norður óskuðu eftir því að úrskurðað yrði um gildi kjörseðlanna. „Á 127 kjörseðlum gerir kjósandi leiðréttingu á svari sínu við einni spurningu eða fleiri og atkvæðaseðillinn er metinn ógildur í heild af yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ segir í bókun þeirra Ásdísar J. Rafnar lögfræðings og Huldu R. Rúriksdóttur hæstaréttarlögmanns, sem voru umboðsmenn kjósenda í kjördæminu. Á hinum 52 kjörseðlunum höfðu ein eða fleiri spurningar verið ógiltar með öðrum hætti. Landskjörstjórn hefur í þjóðaratkvæðagreiðslum skipað umboðsmenn fyrir þá kjósendur sem segja já annars vegar og nei hins vegar í hverju kjördæmi. Ásdís og Hulda bentu á að samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eigi ekki að úrskurða atkvæði ógilt ef greinilegt er hvernig það eigi að falla. Þá töldu þær að meta ætti svörin við hverri og einni spurningu eins og um sérstakan kjörseðil væri að ræða. Þessu er landskjörstjórn sammála. Hins vegar voru sex kjörseðlar þannig að merki eða orð höfðu verið sett við einhverjar spurningar og það taldi landskjörstjórn brjóta í bága við lög. Því ættu þau sex atkvæði að vera ógild í heild sinni. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ósamræmi er í matsreglum kjörstjórna í kjördæmunum sex og misjafnt hvenær atkvæði eru úrskurðuð ógild. Landskjörstjórn segir 173 kjörseðla, sem dæmdir voru ógildir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá, hafa verið gilda. 173 atkvæði sem dæmd voru ógild í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá 20. október síðastliðinn voru í raun gild. Þetta er mat landskjörstjórnar, en umboðsmenn kjósenda í Reykjavíkurkjördæmi norður óskuðu eftir því að úrskurðað yrði um gildi kjörseðlanna. „Á 127 kjörseðlum gerir kjósandi leiðréttingu á svari sínu við einni spurningu eða fleiri og atkvæðaseðillinn er metinn ógildur í heild af yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ segir í bókun þeirra Ásdísar J. Rafnar lögfræðings og Huldu R. Rúriksdóttur hæstaréttarlögmanns, sem voru umboðsmenn kjósenda í kjördæminu. Á hinum 52 kjörseðlunum höfðu ein eða fleiri spurningar verið ógiltar með öðrum hætti. Landskjörstjórn hefur í þjóðaratkvæðagreiðslum skipað umboðsmenn fyrir þá kjósendur sem segja já annars vegar og nei hins vegar í hverju kjördæmi. Ásdís og Hulda bentu á að samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eigi ekki að úrskurða atkvæði ógilt ef greinilegt er hvernig það eigi að falla. Þá töldu þær að meta ætti svörin við hverri og einni spurningu eins og um sérstakan kjörseðil væri að ræða. Þessu er landskjörstjórn sammála. Hins vegar voru sex kjörseðlar þannig að merki eða orð höfðu verið sett við einhverjar spurningar og það taldi landskjörstjórn brjóta í bága við lög. Því ættu þau sex atkvæði að vera ógild í heild sinni. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira