Brotið og bramlað hjá listamönnum 14. nóvember 2012 07:00 Búið var að berja í sundur hengilása á Korpúlfsstöðum til að komast þangað inn. fréttablaðið/gva Brotist var inn á Korpúlfsstaði í annað skiptið á nokkrum mánuðum. Lítil verðmæti eru geymd þar en miklar skemmdir voru unnar á vinnustofum listamanna. Erfitt er fyrir listamennina að verjast, segir Sigurður Valur Sigurðsson. „Við erum í losti, það er búið að brjótast inn um allar hurðir. Skemmdarvargar ganga um eyðileggjandi, brjótandi, rífandi og tætandi,“ segir Sigurður Valur Sigurðsson listamaður, sem er með vinnustofu á Korpúlfsstöðum. Þar var brotist inn um helgina, í annað skiptið á nokkrum mánuðum. Hengilásar voru brotnir upp og klifrað yfir mjög háa veggi í innbrotinu, sem varð sennilega aðfaranótt mánudags. Málið er í rannsókn. „Við erum í miðju kafi að undirbúa opið hús sem við ætluðum að hafa undir lok mánaðarins og þetta er náttúrulega algjör viðbjóður, að lenda í þessu. Þeir hafa ekki haft neitt upp úr krafsinu, sem betur fer skilur enginn eftir neinn dýran tölvubúnað eða neitt slíkt hérna,“ segir Sigurður Valur. Hann segir að þó litlu hafi verið stolið hafi margt verið eyðilagt. „Það er verið að brjóta og bramla og skemma fyrir okkur dót. Það var vaðið hér í gegnum alla hluti og svo eru listamenn hérna sem sjá að menn hafa verið að henda málverkum fram og til baka, eins og einhver hafi bara verið að velja sér málverk. Þá var búið að taka málningartúpur og pensla, sem er dýr búnaður en gagnast engum nema listamönnunum.“ Fyrir nokkrum mánuðum var rúða í húsinu brotin og farið var inn um hana. Þá var glerlistaverkum og öðru stolið auk þess sem skemmdarverk voru unnin. „Við höfum orðið fyrir ýmsum áföllum hérna. Fyrir nokkrum árum varð rosalegt flóð og allir sem voru með vinnustofu í kjallaranum misstu allt sitt. Svo erum við að fá þetta yfir okkur núna. Húsið er líka verndað, það er einfalt gler og við megum ekki setja sterkara gler. Það er erfitt fyrir okkur að verjast þessu, þótt það sé sáralítið sem hægt er að hafa hérna inni.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Brotist var inn á Korpúlfsstaði í annað skiptið á nokkrum mánuðum. Lítil verðmæti eru geymd þar en miklar skemmdir voru unnar á vinnustofum listamanna. Erfitt er fyrir listamennina að verjast, segir Sigurður Valur Sigurðsson. „Við erum í losti, það er búið að brjótast inn um allar hurðir. Skemmdarvargar ganga um eyðileggjandi, brjótandi, rífandi og tætandi,“ segir Sigurður Valur Sigurðsson listamaður, sem er með vinnustofu á Korpúlfsstöðum. Þar var brotist inn um helgina, í annað skiptið á nokkrum mánuðum. Hengilásar voru brotnir upp og klifrað yfir mjög háa veggi í innbrotinu, sem varð sennilega aðfaranótt mánudags. Málið er í rannsókn. „Við erum í miðju kafi að undirbúa opið hús sem við ætluðum að hafa undir lok mánaðarins og þetta er náttúrulega algjör viðbjóður, að lenda í þessu. Þeir hafa ekki haft neitt upp úr krafsinu, sem betur fer skilur enginn eftir neinn dýran tölvubúnað eða neitt slíkt hérna,“ segir Sigurður Valur. Hann segir að þó litlu hafi verið stolið hafi margt verið eyðilagt. „Það er verið að brjóta og bramla og skemma fyrir okkur dót. Það var vaðið hér í gegnum alla hluti og svo eru listamenn hérna sem sjá að menn hafa verið að henda málverkum fram og til baka, eins og einhver hafi bara verið að velja sér málverk. Þá var búið að taka málningartúpur og pensla, sem er dýr búnaður en gagnast engum nema listamönnunum.“ Fyrir nokkrum mánuðum var rúða í húsinu brotin og farið var inn um hana. Þá var glerlistaverkum og öðru stolið auk þess sem skemmdarverk voru unnin. „Við höfum orðið fyrir ýmsum áföllum hérna. Fyrir nokkrum árum varð rosalegt flóð og allir sem voru með vinnustofu í kjallaranum misstu allt sitt. Svo erum við að fá þetta yfir okkur núna. Húsið er líka verndað, það er einfalt gler og við megum ekki setja sterkara gler. Það er erfitt fyrir okkur að verjast þessu, þótt það sé sáralítið sem hægt er að hafa hérna inni.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira