Vilja stytta námstíma til stúdentsprófs Höskuldur Kári Schram skrifar 13. nóvember 2012 19:31 Lagt er til að námstími til stúdentsprófs verði styttur um tvö ár og að gripið verði til sérstakra aðgerða strax í grunnskólum til að draga úr brotthvarfi framhaldsskólanemenda. Þetta kemur fram í niðurstöðu starfshóps um samþættingu mennta- og atvinnumála sem kynnt var í dag. Hlutverk hópsins var meðal annars að móta aðgerðaráætlun sem sameinar áherslur í mennta- og atvinnustefnu stjórnvalda og finna leiðir til að auka vægi starfsnáms í íslensku menntakerfi. Hópurinn, sem tók til starfa í september á síðasta ári, var skipaður fulltrúum úr skólasamfélaginu, ráðuneytum, samtökum atvinnurekenda og launamanna. Tæpur þriðjungur Íslendinga á vinnumarkaði hefur ekki lokið námi á framhaldsskólastigi og er þetta hlutfall mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Brotthvarf er viðvarandi vandamál og námstími óvenju langur hér á landi. Hópurinn vil bæta úr þessu meðal annars með því að stytta námstíma til stúdentsprófs um tvö ár. „Við erum með óskilvirkt menntakerfi," segir Skúli Helgason, formaður starfshópsins. „Við erum með langan námstíma í íslenska skólakerfinu. Við teljum að við eigum að færa okkur nær því að námstíminn verði svipaður því sem hann er annars staðar þannig að nemendur geta verið að klára framhaldsskólann við 18 eða 19 ára aldur. Það mun losa um þá fjármuni sem við getum notað til að fjármagna ýmsar að þeim aðgerðum sem við leggjum til í þessu plaggi." Hópurinn vill draga úr brotthvarfi með markvissum forvörnum í grunnskóla og leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám. Auka samstarfs milli skóla og atvinnulífs og leggja meiri áherslu á tækni- og verkmenntun. Þetta hefur ekki verið fjármagnað, kostnaðarmat liggur eiginlega ekki fyrir, hvernig ætlið þið að ná þessum markmiðum? „Ég held að við sem samfélag verðum að átta okkur á því að meiri fjármunir verða að koma inn í menntamálin í framtíðinni. Ef við ætlum að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf í framtíðinni þá gerist það ekki nema með því að styrkja menntamálin. Þau hafa kannski verið afgangsstærð of lengi og of oft í stjórnmálabaráttunni, það verður að breytast núna." Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Lagt er til að námstími til stúdentsprófs verði styttur um tvö ár og að gripið verði til sérstakra aðgerða strax í grunnskólum til að draga úr brotthvarfi framhaldsskólanemenda. Þetta kemur fram í niðurstöðu starfshóps um samþættingu mennta- og atvinnumála sem kynnt var í dag. Hlutverk hópsins var meðal annars að móta aðgerðaráætlun sem sameinar áherslur í mennta- og atvinnustefnu stjórnvalda og finna leiðir til að auka vægi starfsnáms í íslensku menntakerfi. Hópurinn, sem tók til starfa í september á síðasta ári, var skipaður fulltrúum úr skólasamfélaginu, ráðuneytum, samtökum atvinnurekenda og launamanna. Tæpur þriðjungur Íslendinga á vinnumarkaði hefur ekki lokið námi á framhaldsskólastigi og er þetta hlutfall mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Brotthvarf er viðvarandi vandamál og námstími óvenju langur hér á landi. Hópurinn vil bæta úr þessu meðal annars með því að stytta námstíma til stúdentsprófs um tvö ár. „Við erum með óskilvirkt menntakerfi," segir Skúli Helgason, formaður starfshópsins. „Við erum með langan námstíma í íslenska skólakerfinu. Við teljum að við eigum að færa okkur nær því að námstíminn verði svipaður því sem hann er annars staðar þannig að nemendur geta verið að klára framhaldsskólann við 18 eða 19 ára aldur. Það mun losa um þá fjármuni sem við getum notað til að fjármagna ýmsar að þeim aðgerðum sem við leggjum til í þessu plaggi." Hópurinn vill draga úr brotthvarfi með markvissum forvörnum í grunnskóla og leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám. Auka samstarfs milli skóla og atvinnulífs og leggja meiri áherslu á tækni- og verkmenntun. Þetta hefur ekki verið fjármagnað, kostnaðarmat liggur eiginlega ekki fyrir, hvernig ætlið þið að ná þessum markmiðum? „Ég held að við sem samfélag verðum að átta okkur á því að meiri fjármunir verða að koma inn í menntamálin í framtíðinni. Ef við ætlum að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf í framtíðinni þá gerist það ekki nema með því að styrkja menntamálin. Þau hafa kannski verið afgangsstærð of lengi og of oft í stjórnmálabaráttunni, það verður að breytast núna."
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira