Verknám verði eflt og námstími til stúdentsprófs styttur 14. nóvember 2012 09:00 Í nýrri skýrslu um stefnu í mennta- og atvinnumálum er kynnt það markmið að nemendum á framhaldsskóla- og háskólastigi fjölgi verulega á næstu árum. Fréttablaðið/Anton Starfshópur forsætisráðuneytisins um aukna samþættingu í mennta- og atvinnumálum hefur kynnt tillögur sínar. Í skýrslu hópsins kemur fram að óvenjumargir Íslendingar hafa bara lokið grunnskólaprófi. Aukin áhersla verður lögð á verknám og tæknigreinar í íslenska skólakerfinu auk þess sem grunn- og framhaldsskólinn verður styttur ef tillögur starfshóps um samþættingu mennta- og atvinnumála ná fram að ganga. Hópurinn kynnti í gær tillögur um hvernig auka má samþættingu menntakerfisins og atvinnulífsins. Vinna starfshópsins byggði á þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi í júní 2011 og fjallaði um mikilvægi þess að samþætta áherslur stjórnvalda í mennta- og atvinnumálum. Var starfshópurinn skipaður í kjölfarið en í honum áttu sæti fulltrúar úr skólasamfélaginu, ráðuneytum og samtökum atvinnurekenda og launamanna. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, leiddi starf hópsins. Á kynningarfundi vegna útgáfu skýrslunnar í gær sagði hann vinnuna ekki síst hafa tekið mið af því að skömmu eftir bankahrun þegar atvinnuleysi var í sögulegu hámarki hefði borist ákall frá atvinnulífinu um að tilfinnanlegur skortur væri á starfsfólki með verk- og tæknimenntun. Í skýrslunni kemur fram að hlutfall Íslendinga á virkum vinnualdri sem hafa ekki lokið framhaldsskólanámi er talsvert hærra en gengur og gerist í nágrannalöndum Íslands. Þá ljúka færri íslenskir nemendur framhaldsskólanámi á réttum tíma en almennt gerist í OECD-ríkjunum auk þess sem námstími á grunn- og framhaldsskólastigi er óvenjulangur hér á landi. Starfshópurinn leggur því meðal annars áherslu á að einstaklingsmiðað nám og starfs- og verknám fái aukna áherslu í grunn- og framhaldsskólum til að tryggja að allir hafi námsmöguleika við sitt hæfi. Þá mælir hópurinn með því að unnin verði tímasett áætlun um eflingu verk- og tæknináms á framhaldsskóla- og háskólastigi með það að markmiði að hlutfall nemenda í þess konar námi hækki úr 33% árið 2011 í 40% árið 2020. Hópurinn telur jafnframt æskilegt að stytta námstíma í grunn- og framhaldsskóla úr fjórtán árum í þrettán og jafnvel tólf. Skúli Helgason sagði þó á fundinum í gær að stytting á námstíma væri róttæk aðgerð og krefðist því undirbúnings og samtals innan skólakerfisins. Þá benti hann á að stytting námstíma um eitt ár myndi spara á bilinu einn til tvo milljarða króna á ári sem hægt væri að nýta til að styrkja menntakerfið. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu verður falið að hrinda tillögum starfshópsins í framkvæmd í samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og velferðarráðuneytið.magnusl@frettabladid.is Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Starfshópur forsætisráðuneytisins um aukna samþættingu í mennta- og atvinnumálum hefur kynnt tillögur sínar. Í skýrslu hópsins kemur fram að óvenjumargir Íslendingar hafa bara lokið grunnskólaprófi. Aukin áhersla verður lögð á verknám og tæknigreinar í íslenska skólakerfinu auk þess sem grunn- og framhaldsskólinn verður styttur ef tillögur starfshóps um samþættingu mennta- og atvinnumála ná fram að ganga. Hópurinn kynnti í gær tillögur um hvernig auka má samþættingu menntakerfisins og atvinnulífsins. Vinna starfshópsins byggði á þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi í júní 2011 og fjallaði um mikilvægi þess að samþætta áherslur stjórnvalda í mennta- og atvinnumálum. Var starfshópurinn skipaður í kjölfarið en í honum áttu sæti fulltrúar úr skólasamfélaginu, ráðuneytum og samtökum atvinnurekenda og launamanna. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, leiddi starf hópsins. Á kynningarfundi vegna útgáfu skýrslunnar í gær sagði hann vinnuna ekki síst hafa tekið mið af því að skömmu eftir bankahrun þegar atvinnuleysi var í sögulegu hámarki hefði borist ákall frá atvinnulífinu um að tilfinnanlegur skortur væri á starfsfólki með verk- og tæknimenntun. Í skýrslunni kemur fram að hlutfall Íslendinga á virkum vinnualdri sem hafa ekki lokið framhaldsskólanámi er talsvert hærra en gengur og gerist í nágrannalöndum Íslands. Þá ljúka færri íslenskir nemendur framhaldsskólanámi á réttum tíma en almennt gerist í OECD-ríkjunum auk þess sem námstími á grunn- og framhaldsskólastigi er óvenjulangur hér á landi. Starfshópurinn leggur því meðal annars áherslu á að einstaklingsmiðað nám og starfs- og verknám fái aukna áherslu í grunn- og framhaldsskólum til að tryggja að allir hafi námsmöguleika við sitt hæfi. Þá mælir hópurinn með því að unnin verði tímasett áætlun um eflingu verk- og tæknináms á framhaldsskóla- og háskólastigi með það að markmiði að hlutfall nemenda í þess konar námi hækki úr 33% árið 2011 í 40% árið 2020. Hópurinn telur jafnframt æskilegt að stytta námstíma í grunn- og framhaldsskóla úr fjórtán árum í þrettán og jafnvel tólf. Skúli Helgason sagði þó á fundinum í gær að stytting á námstíma væri róttæk aðgerð og krefðist því undirbúnings og samtals innan skólakerfisins. Þá benti hann á að stytting námstíma um eitt ár myndi spara á bilinu einn til tvo milljarða króna á ári sem hægt væri að nýta til að styrkja menntakerfið. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu verður falið að hrinda tillögum starfshópsins í framkvæmd í samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og velferðarráðuneytið.magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira