Fleiri fréttir

Játaði innflutning á 1000 alsælutöflum

Karlmaður á þrítugsaldri játaði í dag að hafa flutt inn 970 alsælutöflur og 13 grömm af alsæludufti sem talið er að hann hafi ætlað að selja hér á landi. Ákæra gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Nítján ára stúlka laug til nafn

Tæplega tvítugur ökumaður, sem var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut um helgina laug til nafns þegar lögregla ræddi við hann.

Samþykktu tillögu Íslands um stuðning við Palestínu

Tillaga Íslands um að veita Palestínu sérstakt framlag úr tæknisjóði EFTA í tilefni erfiðleika Palestínumanna á að fullnýta fríverslunarsamning EFTA vegna hernáms Ísraelsmanna var formlega staðfest á ráðherrafundi EFTA í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður ráðherraráðs EFTA, stýrði fundinum. Framlagið nemur 40% alls þess fjár sem EFTA hefur til ráðstöfunar í þessu skyni, eða 200 þúsund svissneskum frönkum.

Eftirlýstur maður braut rúðu

Tveir menn brutu rúðu í húsi við Laugaveg gegnt Hlemmi á ellefta tímanum í morgun. Mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn voru teknir, mjög ölvaðir, skömmu eftir atvikið á Baronstíg. Þeir voru færðir á lögreglustöð og kom þar í ljós að annar þeirra var eftirlýstur af rannsóknarlögreglumanni. Rætt verður við þá þegar af þeim rennur.

Gera efnislegar athugasemdir við frumvarp stjórnlagaráðs

Sérfræðinganefnd sem hafði það hlutverk að fara yfir frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá gerir töluverðar efnislegar athugasemdir við frumvarpið. Nefndin kynnti sjónarmið sín á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Samkvæmt umboði frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafði nefndin einkum það hlutverk að fara lagatæknilega yfir tillögur stjórnlagaráðs. Meðal annars að gæta þess að texti ákvæða væri skýr og í samræmi við hefðbundið lagamál og að hugtök væri skýr í greinargerð.

Faldi fíkniefni í ljósakrónu

Tveir fíkniefnasalar voru á dögunum handteknir og lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á umtalsvert magn kannabisefna í tengslum við það. Í húsleit, sem gerð var í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ fannst poki með kannabisefnum í loftljósi í stofunni. Talsvert var af umbúðum utan af kannabisefnum á stofuborðinu. Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar fann svo til viðbótar tuttugu poka með kannabisefnum í stigagangi hússins.

Pit Stop-málið: Aðalmeðferðinni frestað - dómurinn verður fjölskipaður

Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn fimm mönnum, sem eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á verkstæði í Hafnarfirði í september árið 2010, var frestað þegar hún átti að hefjast í morgun. Ákveðið hefur verið að dómurinn verði fjölskipaður og gert er ráð fyrir því að aðalmeðferðin fari fram um miðjan janúar á næsta ári.

Björk frumsýndi myndband við Mutual Core

Björk Guðmundsdóttir hefur gefið frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Mutual Core. Myndbandið var framleitt af Sagafilm og leikstýrt af virta, bandaríska leikstjóranum Andrew Thomas Huang. Myndbandið var frumsýnt á nútímalistasafninu í Los Angeles í gærkvöldi.

Líkamsleifar Yasser Arafat grafnar upp í dag

Vinna er hafin við að grafa upp líkamsleifar Yasser Arafat fyrrum leiðtoga Palestínu í Ramallah á Vesturbakkanum. Ástæðan fyrir þessu er að mikil vafi leikur á dánarorsök Arafats og raunar hefur hún aldrei fengist á hreint.

Reyndi að henda lögreglumanni fram af svölum

Karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í gær fyrir að hafa veist að lögreglumanni á þáverandi heimili sínu á Egilsstöðum þann 15 febrúar 2010. Hann ýtti lögreglumanninum að svalahandriði framan við íbúðina og reyndi að hrinda honum fram yfir handriðið. Þá hótaði hann lögreglumanninum og öðrum lögreglumanni sem var með honum lífláti.

Nova nánast jafn stórt og Vodafone

Allir viðskiptavinir sem bættust við íslenska farsímamarkaðinn á fyrri hluta árs fóru til Nova. Markaðshlutdeild Nova og Vodafone verður jöfn um áramót. Síminn bætir við sig í fyrsta sinn í mörg ár.

Ómar fékk fyrstu teygjuna

Hin árlega athafnavika, hátíð athafnasemi og framkvæmdagleði, hófst formlega með hringingu Kauphallarbjöllunnar í gærmorgun. Athafnavikan er haldin hátíðleg í 120 löndum í öllum heimsálfum.

Aðeins hársbreidd frá stórslysi á Reykjanesbraut

Aðeins munaði hársbreidd, að sögn vitna, að stórslys yrði þegar jepplingur með fimm manns um borð á leið frá Keflavík, fór ofan í geilina á milli akbrautanna á Reykjanesbraut í Kúagerði í gærkvöldi, og valt upp á akbrautina fyrir umferð úr gagnstæðri átt.

Herjólfur á áætlun í fyrstu ferðum dagsins

Herjólfur er á áætlun í fyrstu ferðum dagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að brottför Herjólfs sé staðfest í fyrstu ferð dagsins frá Vestmannaeyjum kl. 08:00 og frá Landeyjahöfn kl. 10:00.

Kalla eftir mati á áhrifum stjórnarskrárbreytinganna

Sérfræðinganefnd segir skorta heildstætt mat á áhrifum stjórnarráðsbreytinga. Nefndin skilaði skýrslu í gær þar sem farið var yfir lagatæknileg atriði. Von er á frumvarpi um stjórnarskrá á næstu dögum.

Mega ekki spila frítt í Kastljósi

"Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi,“ segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins í Ríkissjónvarpinu.

Fangar á Litla Hrauni hætta að taka við matarpeningum

Fangar á Litla Hrauni ætla að hætta að taka við matarpeningum og þar með hætta að elda sjáflir frá og með næstu mánaðamótum, í mótmælaskyni við það sem þeir telja allt of hátt verðlag í versluninni, sem fangelsið rekur.

Stal díselolíu af stórum bíl

Í gærkvöldi var enn og aftur tilkynnt um þjófnað á dísilolíu af stórum bíl, sem stóð við Lokinhamra. Talið er að þjófurinn hafi dælt um 50 lítrum af bílnum og komst hann undan.

Snarræði húsráðenda kom í veg fyrir eldsvoða

Skjót og rétt viðbrögð húsráðanda komu í veg fyrir að verr færi, þegar eldur kom upp í viftu á baðherbergi í fjölbýlishúsi í Njarðvík í gærkvöldi. Hann greip til slökkvitækis og var búinn að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Mikill fjöldi atvinnulausra ungra kennara í Danmörku

Fjöldi ungra atvinnulausra grunnskólakennara í Danmörku hefur tvöfaldast milli ára. Í fyrrahaust voru 350 af grunnskólakennurum undir þrítugu atvinnulausir í Danmörku en í haust er þessi tala komin upp í 750 kennara.

Grikkir fá tveggja ára frest í viðbót

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins hafa samþykkt að gefa Grikkjum tveggja ára frest í viðbót, eða til ársins 2016, til að mæta kröfunum um niðurskurð í rekstri hins opinbera í Grikklandi.

Íslenska Watergate verður vistvænt hús

Norræna ráðherraráðið hefur blásið til samnorrænnar hönnunarkeppni þar sem markmiðið er að hanna vistvænar endurbætur á byggingum á Norðurlöndunum. Ein bygginganna er á Íslandi en fyrstu verðlaun eru 22,5 milljónir.

Fangelsin í Prag engin paradís

"Ég veit bara um einn Íslending sem hefur setið inni hérna í Prag, í öðruvísi fangelsi. Hann sagði að þetta væri engin paradís,“ segir Þórir Gunnarsson, ræðismaður Íslands í Tékklandi, um aðbúnað í þarlendum fangelsum. Tvær átján ára íslenskar stúlkur sitja nú í gæsluvarðhaldi í Prag eftir að kókaín í kílóavís fannst í farangri þeirra við komuna þangað í síðustu viku.

Vinaþjóðir græða á neyðarlánum til Íslands

Helgi Hjörvar er formaður Íslandsdeildar Norðulandaráðs en nýlega lauk 64. þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Af þessu tilefni settist Þorbjörn Þórðarson niður með Helga og fór yfir það sem helst bar á góma á þinginu og ýmislegt sem sem hefur verið í deiglunni í pólitíkinni hér heima. Helgi hefur barist fyrir því að Norðurlöndin endurskoði vaxtakjör á lánum til Íslands sem hann telur ósanngjörn og beindi hann meðal annars fyrirspurn um þetta til forsætisráðherra ríkjanna á þinginu í Helsinki.

Gagnrýni á 92 milljóna starfslokasamning

Helen Boaden, fréttastjóri breska ríkisútvarpsins BBC, og Stephen Mitchell, aðstoðarmaður hennar, hafa vikið tímabundið úr starfi vegna mistaka í fréttaflutningi.

Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar

Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017.

Þeir sem skulda mest sleppa best

Þeir sem afplána dómsektir vegna skattalagabrota geta unnið af sér allt að tvö hundruð þúsund krónur á klukkustund með því að sinna samfélagsþjónustu. Skattrannsóknastjóri segir núverandi kerfi skila sér í vægari refsingum fyrir þá sem mest skulda.

Styttist í þekktustu loftsteinadrífu jarðar

Loftsteinadrífan Leonídar nær hápunkti sínum um næstu helgi. Nokkrir tugir loftsteina munu þá sjást á klukkustund er þeir brenna upp í andrúmslofti jarðarinnar.

Nýjasta bók Yrsu kemur út í kvöld

Kuldi, nýjasta glæpsasaga Yrsu Sigurðardóttur, verður fyrst um sinn aðeins fáanleg sem rafbók. Hún fer í sölu á vefnum eBækur.is í kvöld klukkan 23.59.

Hátt í 800 höluðu niður 112 appinu

Rétt tæplega 800 manns höluðu niður 112 appinu, eftir að Neyðarlínan var sýnd á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. "Þetta er stærsti dagurinn síðan að þetta fór í loftið, sem var einhvern tímann fyrr í sumar," segir Hreinn Gústafsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Stokks, sem hannaði forritið. Hreinn var í viðtali við Reykjavík síðdegis á föstudag.

Mikil ölduhæð í Landeyjahöfn - Herjólfur fer hvergi

Rúmlega fjögurra metra ölduhæð er nú í Landeyjahöfn og fellur því næsta ferð Herjólfs niður frá Vestmannaeyjum klukkan hálf sex, og frá Landeyjahöfn klukkan sjö. Næsta tilkynning verður gefin út klukkan sex, varðandi ferðir frá Vestmannaeyjum kl. hálf níu og Landeyjahöfn kl. hálf tíu í kvöld. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Facebook-síðu Herjólfs. <

Sjá næstu 50 fréttir