Sífellt fleiri þurfa fjárstuðning Karen Kjartansdóttir skrifar 13. nóvember 2012 19:52 Fjöldi fólks í Reykjavík sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð hefur nær tvöfaldast frá árinu 2006. Formaður velferðarráðs óttast að langvarandi atvinnuleysi fjölgi sjúklingum. Velferðarkerfið megi ekki sýna of mikla aumingjagæsku því þá skerði það lífsgæði fólks. Undanfarin ár hefur þeim sem þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg til að hafa í sig og á fjölgað verulega. Í desember árið 2006 þáðu 688 slíka aðstoð en á sama tíma í fyrra voru þeir orðnir 1.337. Ljóst er að enn mun fjölga í þessum hópi um næstu áramót en þá missir mikill fjöldi fólks rétt til atvinnuleysisbóta þar sem það hefur verið í fjögur ár án atvinnu. Samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun missa alls 3.300 manns rétt til atvinnuleysisbóta á næsta ári og verða því á framfærslu sveitarfélaganna. En um helmingur þeirra kemur úr Reykjavík. En fleira kemur í ljós ef rýnt er í tölurnar. Þannig sést að árið 2006 voru 287 manns með vottorð um að vera óvinnufærir en þess að teljast öryrkjar. Í fyrra var fjöldi þeirra orðinn 438. Lítið virðist geta hægt á fjölda þeirra sem reiðir sig á aðstoð sveitarfélaganna. En þeir sem fréttastofa ræddi við sögðu að lykilatriðið væri að virkja fólk til náms og vinnu. Annars gæti vandinn haldið áfram að vaxa. „Það er þannig að þeir sem eru lengi á svona lægstu tekjum samfélagsins og eru hvorki í vinnu né námi eða annarri virkni, þeir missa heilsuna smám saman," segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs. „Allar rannsóknir sýna það að bæði andleg og líkamleg heilsa fer mjög hratt versnandi eftir því sem fólk er lengur til dæmis á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna eða á atvinnuleysisbótum." Hún segir hættuna á að fólk festist á bótum og missi heilsuna raunverulegt vandamál. Það skerði lífsgæði fólksins og sé samfélaginu gríðarlega dýrt. Því verði að bjóða fólki upp á atvinnutækifæri, nám eða endurhæfingu. „Fyrst og fremst verðum við að bjóða upp á þessi tækifæri. Ef að við bjóðum fólki bara upp á bætur festist það í fátækragildru, missir heilsuna og það er það hættulega." Á fólk erfitt með að horfast í augu við þennan vanda? „Já, fólk trúir því að það sé allt í lagi að vera í nokkra mánuði, til dæmis á fjárhagsaðstoð, og heldur að það hafi ekki slæmar afleiðingar. En það sýnir sig að mjög fljótt fellur fólk í depurð sem þróast svo yfir í þunglyndi og mjög slæm lífsgæði. Þá festist fólk í því og þá segi ég að velferðarkerfið sé orðið of gott og að það hafi sýnt of mikla aumingjagæsku þegar fólk festist í kerfinu." Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Fjöldi fólks í Reykjavík sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð hefur nær tvöfaldast frá árinu 2006. Formaður velferðarráðs óttast að langvarandi atvinnuleysi fjölgi sjúklingum. Velferðarkerfið megi ekki sýna of mikla aumingjagæsku því þá skerði það lífsgæði fólks. Undanfarin ár hefur þeim sem þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg til að hafa í sig og á fjölgað verulega. Í desember árið 2006 þáðu 688 slíka aðstoð en á sama tíma í fyrra voru þeir orðnir 1.337. Ljóst er að enn mun fjölga í þessum hópi um næstu áramót en þá missir mikill fjöldi fólks rétt til atvinnuleysisbóta þar sem það hefur verið í fjögur ár án atvinnu. Samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun missa alls 3.300 manns rétt til atvinnuleysisbóta á næsta ári og verða því á framfærslu sveitarfélaganna. En um helmingur þeirra kemur úr Reykjavík. En fleira kemur í ljós ef rýnt er í tölurnar. Þannig sést að árið 2006 voru 287 manns með vottorð um að vera óvinnufærir en þess að teljast öryrkjar. Í fyrra var fjöldi þeirra orðinn 438. Lítið virðist geta hægt á fjölda þeirra sem reiðir sig á aðstoð sveitarfélaganna. En þeir sem fréttastofa ræddi við sögðu að lykilatriðið væri að virkja fólk til náms og vinnu. Annars gæti vandinn haldið áfram að vaxa. „Það er þannig að þeir sem eru lengi á svona lægstu tekjum samfélagsins og eru hvorki í vinnu né námi eða annarri virkni, þeir missa heilsuna smám saman," segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs. „Allar rannsóknir sýna það að bæði andleg og líkamleg heilsa fer mjög hratt versnandi eftir því sem fólk er lengur til dæmis á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna eða á atvinnuleysisbótum." Hún segir hættuna á að fólk festist á bótum og missi heilsuna raunverulegt vandamál. Það skerði lífsgæði fólksins og sé samfélaginu gríðarlega dýrt. Því verði að bjóða fólki upp á atvinnutækifæri, nám eða endurhæfingu. „Fyrst og fremst verðum við að bjóða upp á þessi tækifæri. Ef að við bjóðum fólki bara upp á bætur festist það í fátækragildru, missir heilsuna og það er það hættulega." Á fólk erfitt með að horfast í augu við þennan vanda? „Já, fólk trúir því að það sé allt í lagi að vera í nokkra mánuði, til dæmis á fjárhagsaðstoð, og heldur að það hafi ekki slæmar afleiðingar. En það sýnir sig að mjög fljótt fellur fólk í depurð sem þróast svo yfir í þunglyndi og mjög slæm lífsgæði. Þá festist fólk í því og þá segi ég að velferðarkerfið sé orðið of gott og að það hafi sýnt of mikla aumingjagæsku þegar fólk festist í kerfinu."
Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira