Erlent

Frí ökukennsla fyrir eldri nema

IBS skrifar
Íslenskir nemendur æfa sig í ökugerði við Borgartún í Reykjavík.
Fréttablaðið/GVA
Íslenskir nemendur æfa sig í ökugerði við Borgartún í Reykjavík. Fréttablaðið/GVA
Það myndi mögulega borga sig fyrir samfélagið ef þeir sem bíða með að taka bílpróf þar til þeir eru 25 ára fengju ökukennsluna gjaldfrjálsa. Þetta er mat Ulfs Björnstig, sænsks prófessors í skurðlækningum, sem rannsakað hefur umferðarslys. Björnstig segir kostnaðinn vegna þess skaða sem ungir ökumenn valda gríðarlega háan.

Vísindamaðurinn Nils-Petter Gregersen segir í viðtali við Västerbottens-Kuriren að ein af orsökunum fyrir fjölda slysa sé sú að heilinn sé ekki fullþroskaður fyrr en við 25 ára aldur, auk þess sem ungmenni eigi erfitt með að standast hópþrýsting.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×