Erlent

Barack Obama hyllir son Íslands

BBI skrifar
Barack Obama, bandaríkjaforseti.
Barack Obama, bandaríkjaforseti. Mynd/AFP
Barack Obama, bandaríkjaforseti, gerði í dag 9. október að „Degi Leifs Eiríkssonar" og bað Bandaríkjamenn að halda hann hátíðlegan með viðeigandi hætti og minnast sinnar norrænu arfleiðar. Þetta kom fram í ávarpi sem hann birti í dag.

„Leifur Eiríksson - sonur Íslands og sonarsonur Noregs - sigldi yfir Norður-Atlantshafið fyrir rúmlega þúsund árum og tók land þar sem nú er Kanada. Koma hans markaði fyrstu þekktu kynni Evrópumanna af Norður-Ameríku og var upphafið að arfleifð djarflegrar landkönnunar sem hefur stuðlað að því að skilgreina þjóðarsál okkar," sagði í ávarpinu.

Dagur Leifs Eiríkssonar mun ekki aðeins standa fyrir minningu Leifs Eiríkssonar heldur allra þeirra manna sem sækja fram að hinu óþekkta í átt til uppgötvana og afreka. „Um þessar mundir hafa Bandaríkin forystu um óvenjulega nýsköpun á öllum sviðum vísinda og tækni (...) og senda jafnvel könnunarvélmenni til Mars. Megi innblástur frá hinni harðgerðu staðfestu sem hvatti forfeður okkar áfram einnig hvetja okkur á meðan við stefnum að sífellt bjartari framtíð," sagði í ávarpinu.

Árið 1964 samþykktu báðar deildir Bandaríkjaþings að heimila bandaríkjaforsetaað lýsa 9. október á hverju ári „Dag Leifs Eiríkssonar“. Þá heimild nýtt Obama í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×