Erlent

Gífurlegar öryggisráðstafnir í Aþenu vegna komu Merkel

Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Aþenu í dag vegna opinberrar heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands til Grikklands.

Um 7.000 lögreglumenn verða á vakt í borginni, búið er að banna alla útifundi í miðborginni, þyrlur munu sveima yfir bílalest kanslarans og leyniskyttur verða til staðar á húsþökum við þá leið sem kanslaranum verður ekið frá flugvellinum og til fundar við gríska ráðamenn.

Angela Merkel er hötuð víða í Grikklandi en almenningur þar kennir Þjóðverjum að stórum hluta til um efnahagsþrengingar sínar. Sjálf segir Merkel að hún vilji sýna Grikkjum samstöðu sína með heimsókninni sem vara mun um sex klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×