Innlent

Ögmundur sáttur við nýjar fangareglur

Erla Hlynsdóttir skrifar
Innanríkisráðherra líst vel á hertar reglur í fangelsum vegna fanga sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum. Hann segir þær alls ekki mismuna föngum.

Páll Vinkel, fangelsismálastjóri, greindi fyrst frá nýjum verklagsreglum í fréttum Stöðvar 2 í gær. Ögmundur Jónasson átti viðræður við fangelsismálayfirvöld vegna reglnanna í morgun.

„Mér líst mjög vel á þær. Þær ganga út á það að einstaklingar sem heyra til hópum sem sannast hefur að stunda skipulagða glæpastarfsemi verði ekki látnir afplána í opnum fangelsum og að ef þeir fái reynslulausn þá verði það samkvæmt tilteknum skilyrðum. Þetta finnst mér fullkomlega eðlilegar reglur af hálfu fangelsismálastjórnar," segir Ögmundur.

En er ekki verið að mismuna föngum með þessum hættum?

„Ég hef nú sagt að fangar hafa mismunað gróflega gegn sínu samfélagi. Það er ekki hægt að alhæfa um alla sem sitja í fangelsum. En sumir hafa framið glæpi sem eru þess eðlis að það er eðlilegt að meðhöndla þá með öðrum hætti en aðra, og þá er ég að tala um þá sem hafa beitt annað fólk ofbeldi," segir Ögmundur.


Tengdar fréttir

Meðlimir skipulagðra glæpasamtaka ekki í almenn fangelsi

Fangelsismálayfirvöld ætla að taka hart á föngum sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum. Verið er að taka í gagnið nýjar verklagsreglur sem fela meðal annars í sér að fangar sem tilheyra slíkum samtökum fá ekki að afplána í opnum fangelsum og stífari skilyrði eru fyrir reynslulausn.

Hlutlægar reglur verða að gilda um fanga

Almennt verða að gilda hlutlægar reglur um fanga að mati Brynjars Níelssonar, lögmanns. Hann er því efins um verklagsreglur sem fangelsismálayfirvöld eru að útfæra til að taka á föngum sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum og greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Slíkir fangar eiga til að mynda ekki að fá að afplána í opnum fangelsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×