Innlent

Kallar eftir sýnum frá öllum kúabúum landsins

BBI skrifar
Mynd/Stefán Karlsson
Matvælastofnun hefur ákveðið að kalla eftir sýnum frá öllum kúabúum landsins á næstu dögum vegna sjúkdóms sem greindist á kúabúi á Egilsstöðum. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.

Sjúkdómurinn smitandi barkabólga greindist á Egilsstaðabúinu á Völlum við reglubundna skimun. Það er í fyrsta sinn sem sjúkdómurinn greinist í kúm á Íslandi. Fólk getur ekki smitast af veirunni, hvorki í gegnum mjólk né kjöt.

Landssamband kúabænda óskaði eftir að Matvælastofnun tæki sýni á öllum kúabúum landsins til að kanna hvernig rétt er að bregðast við sjúkdómnum. Matvælastofnun tók vel í það og hefur þegar gert ráðstafanir til að fá sýni af Austurlandi. Auk þess mun stofnunin taka fleiri sýni á Egilsstaðabúinu til að rannsaka eðli sýkingarinnar. Eins og stendur er öll sala lífdýra frá búinu bönnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×