Erlent

Kona sem kvaðst vera 132 ára gömul er látin

Kona í afskekktu þropi í Georgíu sem kvaðst vera elsti íbúi jarðarinnar er látin. Sú sem hér um ræðir hét Antisa Khvichava og hún kvaðst vera 132 ára gömul, fædd þann 8. júlí árið 1880.

Antisa átti vegabréf frá tímum Sovétríkjanna sálugu en í vegabréfinu er að finna fyrrgreindan fæðingardag hennar. Það var hinsvegar aldrei opinberlega sannað að Antisa væri þetta gömul og að vegabréfið tilheyrði henni í raun.

Antsia sagði að lykillinn að langlífi hennar væri sá að hún hefði drukkið staup af brandí á hverjum degi en brandí þetta er bruggað í héraðinu þar sem hún bjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×