Erlent

Nató lýsir yfir stuðningi við Tyrki

Sýrlenskur uppreisnarmaður.
Sýrlenskur uppreisnarmaður. Mynd/AFP
Atlantshafsbandalagið lýsti í dag yfir stuðningi við aðgerðir Tyrkja á landamærum Tyrklands og Sýrlands en þeir hafa gripið til vopna og svara nú skothríðum og sprengjum sem rata frá átökunum í Sýrlandi inn á tyrkneskt land.

„Tyrkir hefur auðvitað rétt til að verja sjálfa sig innan marka þjóðaréttarreglna. Og ég vil bæta því við að Tyrkir geta treyst á Nato. Við erum reiðubúnir að verja Tyrki ef nauðsyn krefur," sagði Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.

Kínverjar báðu í dag báða aðila um að sýna stillingu.

„Við hvetjum báða aðila til að sýna gagnkvæma virðingu og virða fullveldi hvors annars, hafa taumhald á sjálfum sér og grípa ekki til aðgerða sem auka enn á deilurnar," sagði Hong Lei, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×