Erlent

Útlendir fangar í sérfangelsi

IBS skrifar
Norska ríkisstjórnin hyggst gera Kongsvinger-fangelsið, þar sem nú eru tuttugu erlendir fangar, að fyrsta sérfangelsinu fyrir útlendinga. Alls verður þar rými fyrir 97 erlenda fanga. Gert er ráð fyrir að túlkaþjónusta auk annars verði auðveldari og reksturinn hagkvæmari.

Markmið stjórnvalda er að sem flestir erlendu fanganna verði fluttir til heimalands síns til þess að afplána hluta refsingarinnar þar. Dómsmálaráðherra Noregs, Grete Faremo, segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að útlendir fangar, sem vísa eigi úr landi, eigi ekki að tengjast aftur norsku samfélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×