Til efnahagslegs helvítis og til baka Þórður Snær Júlíusson skrifar 6. október 2012 09:00 Í dag eru liðin fjögur ár síðan Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, setti neyðarlög í landinu og bað guð að blessa Ísland. Af því tilefni mun Fréttablaðið birta greinaflokk í átta hlutum um það sem hefur á daga þjóðarinnar drifið frá þeim afdrifar. Hinn 1. október 2008 kynnti fjármálaráðuneytið nýja þjóðhagsspá. Hún gerði ráð fyrir að "eftir áralanga kröftuga uppsveiflu" væri aðlögun að jafnvægi hafin í þjóðarbúinu. Samkvæmt henni myndi hagvöxtur verða 1,7 prósent á Íslandi árið 2008 og 1,1 prósent árið 2009. Spáð var að atvinnuleysi myndi aukast á því ári og verða 2,7 prósent. Reiknað var með að 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans myndi nást á seinni hluta ársins 2010 og var þá gengið út frá því að krónan væri enn á floti. Spáin gerði ráð fyrir því að ríkissjóður yrði rekinn í jafnvægi og að halli myndi myndast árið 2009 sem næmi fimm prósentum af landsframleiðslu. Óvissuþættir í þjóðhagsspánni vörðuðu ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og sveiflur í gengi krónunnar. Í skýrslunni sagði: "Íslenskt efnahagslíf hefur sýnt getu til að ráða við stórar slíkar sveiflur." Fimm dögum eftir útgáfu hennar hrundi Landsbankinn og neyðarlög voru sett í landinu. Glitnir og Kaupþing fylgdu í kjölfarið. Krónan féll um 40 prósent á stuttum tíma og verðbólga fór ískyggilega nálægt 20 prósentum þegar verst lét. Hörð magalendingNýr veruleiki blasti við Íslendingum. Neyðarlög voru sett sem gerðu innstæðueigendur að forgangskröfuhöfum í bú bankanna og tryggðu þar með tilverugrundvöll nýrra viðskiptabanka sem stofnaðir voru á grunni hinna föllnu. Kröfuhafar þeirra voru hins vegar látnir taka á sig tap sem hleypur á þúsundum milljarða króna. Stærð íslenska bankakerfisins fór frá því að vera níföld landsframleiðsla í eina og hálfa. Samhliða reyndist nauðsynlegt að setja gjaldeyrishöft með lagasetningu hinn 29. nóvember 2008. Á augabragði breyttist rekstur ríkisins frá því að vera jákvæður yfir í að gjöld ársins 2008 urðu 216 milljörðum krónum hærri en tekjur ríkisins. Hrein lánsfjárþörf ársins 2008 nam 398 milljörðum króna, sem var 27 prósent af landsframleiðslu. Hún skýrðist aðallega af þremur þáttum: yfirtöku á veðlánum Seðlabanka Íslands, en 175 milljarðar króna af þeim voru síðan afskrifaðir, tapi á tryggingabréfum vegna aðalmiðlara upp á 17 milljarða króna og verulegri hækkun á lífeyrisskuldbindingum. Til viðbótar vofði Icesave-málið yfir ásamt vilyrði íslenskra stjórnvalda um að fjármagna nýju bankana. Staðan var ekki beysin. AGS kemur innHinn 27. október 2008 óskaði ríkisstjórn Íslands formlega eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um að koma á efnahagslegum stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda og endurreisn fjármálakerfisins og finna lausnir á skuldavanda heimila og fyrirtækja. Stjórn AGS samþykkti efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda 19. nóvember 2008. Alls fékk Ísland lán frá AGS og vinaþjóðum vegna áætlunarinnar sem jafngilti 3,4 milljörðum evra. Það samsvarar ríflega 540 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Til viðbótar kom lántökuréttur frá Norðurlandaríkjum og Póllandi upp á 150 milljarða króna. Í kjölfarið fylgdi mikið erfiðleikatímabil. Samanlagður halli ríkissjóðs á árunum 2008 til 2011 var 592,3 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Samdráttur var 6,6 prósent árið 2009 og fjögur prósent árið eftir. Atvinnuleysi náði tæplega tólf prósentum þegar verst lét og síðan reglulegar mælingar Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur hlutfall starfandi aldrei mælst minna né atvinnuleysi meira en árið 2010. Stöðugleiki og batiEfnahagsáætlun AGS og Íslands lauk í ágúst 2011. Á þeim tíma hafði náðst mjög góður, að sumra mati undraverður, árangur við að ná fram stöðugleika á Íslandi. Íslensk stjórnvöld höfðu þá ráðist í mikinn niðurskurð sem miðaðist þó við að mynda varðstöðu um velferðarkerfið. Samhliða hafði ríkissjóður aukið tekjuöflun sína umtalsvert með auknum álögum. Fjárlagagatið fór frá því að vera risavaxið í að verða líkast til lokað á árinu 2014. Hagvöxtur varð jákvæður um 2,6 prósent í fyrra, en búist er við því að hann verði 3,2 prósent í ár og svipaður næstu tvö árin eftir það. Í nýjustu spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), frá því í maí, kemur fram að einungis fimm aðildarríki hennar séu talin verða með meiri hagvöxt en Ísland á þessu ári. Endurskoðuð spá mun líkast til gera stöðu Íslands enn betri. Þessi bætta staða hefur leitt til þess að stjórnvöld ætla, í fyrsta sinn frá hruni, að auka útgjöld sín að raungildi á næsta ári. Fiskur og ferðamennMargt annað en ráðdeild í ríkisfjármálum hefur þó spilað inn í efnahagsbata Íslands. Aflaverðmæti hefur til að mynda tæplega tvöfaldast frá árinu 2007 og var 154 milljarðar króna í fyrra. Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst síðan um 14,2 prósent, og var 80,5 milljarðar króna, á fyrri hluta þessa árs. Á þessu tímabili sem vitnað er til hér að ofan hefur þorskkvóti verið aukinn, makrílveiðar hafa skilað ótrúlegum tekjum sem áður voru ekki til og loðna hefur snúið aftur á Íslandsmið í miklu magni. Samhliða hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið og tekjur vegna þeirra margfaldast. Heildarfjöldi þeirra í fyrra var 565 þúsund, 15,8 prósentum meira en árið á undan. Í ár hefur fjöldi þeirra aukist aftur um 17,2 prósent. Til samanburðar heimsóttu 303 þúsund ferðamenn Ísland um aldamótin. Ekki komin í varSkuldir ríkissjóðs eru enn mjög miklar. Alls skuldaði ríkið 1.482 milljarða króna í ágúst síðastliðnum, sem er um 90 prósent af vergri landsframleiðslu síðasta árs. Áætlað er að ríkissjóður greiði 88 milljarða króna í vaxtagjöld vegna skulda á næsta ári. Enn ríkir óvissa um afdrif Icesave-málsins sem gæti haft afdrifarík áhrif á ríkissjóð tapist það. Enn eru í gildi gjaldeyrishöft sem virðast ekki á leið í burtu og erlend fjárfesting hefur ekki verið jafnmikil og þörf er á. Þá gætu neikvæðar sviptingar á alþjóðavettvangi, aflabrestur eða samdráttur í ferðamennsku mjög snögglega haft neikvæð áhrif á íslenska batann. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Í dag eru liðin fjögur ár síðan Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, setti neyðarlög í landinu og bað guð að blessa Ísland. Af því tilefni mun Fréttablaðið birta greinaflokk í átta hlutum um það sem hefur á daga þjóðarinnar drifið frá þeim afdrifar. Hinn 1. október 2008 kynnti fjármálaráðuneytið nýja þjóðhagsspá. Hún gerði ráð fyrir að "eftir áralanga kröftuga uppsveiflu" væri aðlögun að jafnvægi hafin í þjóðarbúinu. Samkvæmt henni myndi hagvöxtur verða 1,7 prósent á Íslandi árið 2008 og 1,1 prósent árið 2009. Spáð var að atvinnuleysi myndi aukast á því ári og verða 2,7 prósent. Reiknað var með að 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans myndi nást á seinni hluta ársins 2010 og var þá gengið út frá því að krónan væri enn á floti. Spáin gerði ráð fyrir því að ríkissjóður yrði rekinn í jafnvægi og að halli myndi myndast árið 2009 sem næmi fimm prósentum af landsframleiðslu. Óvissuþættir í þjóðhagsspánni vörðuðu ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og sveiflur í gengi krónunnar. Í skýrslunni sagði: "Íslenskt efnahagslíf hefur sýnt getu til að ráða við stórar slíkar sveiflur." Fimm dögum eftir útgáfu hennar hrundi Landsbankinn og neyðarlög voru sett í landinu. Glitnir og Kaupþing fylgdu í kjölfarið. Krónan féll um 40 prósent á stuttum tíma og verðbólga fór ískyggilega nálægt 20 prósentum þegar verst lét. Hörð magalendingNýr veruleiki blasti við Íslendingum. Neyðarlög voru sett sem gerðu innstæðueigendur að forgangskröfuhöfum í bú bankanna og tryggðu þar með tilverugrundvöll nýrra viðskiptabanka sem stofnaðir voru á grunni hinna föllnu. Kröfuhafar þeirra voru hins vegar látnir taka á sig tap sem hleypur á þúsundum milljarða króna. Stærð íslenska bankakerfisins fór frá því að vera níföld landsframleiðsla í eina og hálfa. Samhliða reyndist nauðsynlegt að setja gjaldeyrishöft með lagasetningu hinn 29. nóvember 2008. Á augabragði breyttist rekstur ríkisins frá því að vera jákvæður yfir í að gjöld ársins 2008 urðu 216 milljörðum krónum hærri en tekjur ríkisins. Hrein lánsfjárþörf ársins 2008 nam 398 milljörðum króna, sem var 27 prósent af landsframleiðslu. Hún skýrðist aðallega af þremur þáttum: yfirtöku á veðlánum Seðlabanka Íslands, en 175 milljarðar króna af þeim voru síðan afskrifaðir, tapi á tryggingabréfum vegna aðalmiðlara upp á 17 milljarða króna og verulegri hækkun á lífeyrisskuldbindingum. Til viðbótar vofði Icesave-málið yfir ásamt vilyrði íslenskra stjórnvalda um að fjármagna nýju bankana. Staðan var ekki beysin. AGS kemur innHinn 27. október 2008 óskaði ríkisstjórn Íslands formlega eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) um að koma á efnahagslegum stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda og endurreisn fjármálakerfisins og finna lausnir á skuldavanda heimila og fyrirtækja. Stjórn AGS samþykkti efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda 19. nóvember 2008. Alls fékk Ísland lán frá AGS og vinaþjóðum vegna áætlunarinnar sem jafngilti 3,4 milljörðum evra. Það samsvarar ríflega 540 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Til viðbótar kom lántökuréttur frá Norðurlandaríkjum og Póllandi upp á 150 milljarða króna. Í kjölfarið fylgdi mikið erfiðleikatímabil. Samanlagður halli ríkissjóðs á árunum 2008 til 2011 var 592,3 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Samdráttur var 6,6 prósent árið 2009 og fjögur prósent árið eftir. Atvinnuleysi náði tæplega tólf prósentum þegar verst lét og síðan reglulegar mælingar Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur hlutfall starfandi aldrei mælst minna né atvinnuleysi meira en árið 2010. Stöðugleiki og batiEfnahagsáætlun AGS og Íslands lauk í ágúst 2011. Á þeim tíma hafði náðst mjög góður, að sumra mati undraverður, árangur við að ná fram stöðugleika á Íslandi. Íslensk stjórnvöld höfðu þá ráðist í mikinn niðurskurð sem miðaðist þó við að mynda varðstöðu um velferðarkerfið. Samhliða hafði ríkissjóður aukið tekjuöflun sína umtalsvert með auknum álögum. Fjárlagagatið fór frá því að vera risavaxið í að verða líkast til lokað á árinu 2014. Hagvöxtur varð jákvæður um 2,6 prósent í fyrra, en búist er við því að hann verði 3,2 prósent í ár og svipaður næstu tvö árin eftir það. Í nýjustu spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), frá því í maí, kemur fram að einungis fimm aðildarríki hennar séu talin verða með meiri hagvöxt en Ísland á þessu ári. Endurskoðuð spá mun líkast til gera stöðu Íslands enn betri. Þessi bætta staða hefur leitt til þess að stjórnvöld ætla, í fyrsta sinn frá hruni, að auka útgjöld sín að raungildi á næsta ári. Fiskur og ferðamennMargt annað en ráðdeild í ríkisfjármálum hefur þó spilað inn í efnahagsbata Íslands. Aflaverðmæti hefur til að mynda tæplega tvöfaldast frá árinu 2007 og var 154 milljarðar króna í fyrra. Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst síðan um 14,2 prósent, og var 80,5 milljarðar króna, á fyrri hluta þessa árs. Á þessu tímabili sem vitnað er til hér að ofan hefur þorskkvóti verið aukinn, makrílveiðar hafa skilað ótrúlegum tekjum sem áður voru ekki til og loðna hefur snúið aftur á Íslandsmið í miklu magni. Samhliða hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið og tekjur vegna þeirra margfaldast. Heildarfjöldi þeirra í fyrra var 565 þúsund, 15,8 prósentum meira en árið á undan. Í ár hefur fjöldi þeirra aukist aftur um 17,2 prósent. Til samanburðar heimsóttu 303 þúsund ferðamenn Ísland um aldamótin. Ekki komin í varSkuldir ríkissjóðs eru enn mjög miklar. Alls skuldaði ríkið 1.482 milljarða króna í ágúst síðastliðnum, sem er um 90 prósent af vergri landsframleiðslu síðasta árs. Áætlað er að ríkissjóður greiði 88 milljarða króna í vaxtagjöld vegna skulda á næsta ári. Enn ríkir óvissa um afdrif Icesave-málsins sem gæti haft afdrifarík áhrif á ríkissjóð tapist það. Enn eru í gildi gjaldeyrishöft sem virðast ekki á leið í burtu og erlend fjárfesting hefur ekki verið jafnmikil og þörf er á. Þá gætu neikvæðar sviptingar á alþjóðavettvangi, aflabrestur eða samdráttur í ferðamennsku mjög snögglega haft neikvæð áhrif á íslenska batann.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent