Innlent

Grafarvogsbúar fá heitt vatn á ný

Frá viðgerðinni í dag.
Frá viðgerðinni í dag.
Nú um klukkan 18:00 var byrjað að hleypa heitu vatni að nýju á þann hluta byggðarinnar í Grafarvogi, sem verið hefur vatnslaus frá í morgun vegna viðgerðar samkvæmt tilkynningu frá orkuveitunni.

Búast má við að það taki allt að tvær klukkustundir að koma á fullum þrýstingi í öllum húsum. Viðgerð gekk samkvæmt áætlun en skipta þurfi út hluta af stofnlögn, sem hafði skemmst.

Starfsfólk Orkuveitunnar þakkar fjölmiðlum fyrir aðstoð við að koma boðum til íbúa og íbúunum sem vatnslausir urðu þolinmæðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×