Innlent

Framsókn stefnir á fjóra menn í Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að Framsóknarflokkurinn ætti að vera stærsti flokkurinn í Norðausturkjördæmi. Þá telur hann að flokkurinn ætti að ná tveimur mönnum inn í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

„Í þessu kjördæmi ætti framsókn að vera stærsti flokkurinn. Við þurfum að endurheimta þá stöðu, annað er eiginlega óásættanlegt og við þurfum að grípa tækifærið núna," segir Sigmundur um stöðu flokksins í Norðausturkjördæmi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir að þarna séu mikil sóknarfæri framundan, olía og norðursiglingar.

Þá segir Sigmundur að staða flokksins í Reykjavík sé ágæt miðað við það sem oft hefur verið. „Mælingin er nú bara nokkuð góð miðað við það sem oft hefur verið og við stefnum á það að taka alla vega tvo þingmenn í hvoru kjördæmanna," segir hann.

Þá fullyrðir Sigmundur að Höskuldur hafi verið upplýstur um fyrirætlanir sínar áður en hann tilkynnti að hann myndi bjóða sig fram í Norðausturkjördæmi. Framkvæmdastjóri flokksins hafi séð um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×