"Við verðum að þrýsta á Íbúðalánasjóð" 24. september 2012 13:53 Frá Héraðsdómi Reykjaness í dag. Helgi Ragnar Guðmundsson, einn af fimm sakborningum sem sakaðir eru um að hafa svikið tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009, var þögull sem gröfin í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Aðalmeðferð hófst í sakamálinu í dag. Fimmmenningunum er gefið að sök að hafa með fölsunum svikið um fimmtíu milljónir frá Íbúðalánasjóði. Verknaðurinn er talinn hafa verið inngöngupróf sem Vítisenglar lögðu fyrir nokkra meðlimi Fáfnis. Helgi Ragnar kannast ekki við þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Í vitnisburði þeirra Vilhjálms Símonar Hjartarsonar og Jóns Ólafs Róbertssonar, meðsakborninga, kom fram að Helgi Ragnar hafi í raun stjórnað blekkingaleiknum. Hann vildi ekki tjá sig um tengsl sín við sakborninga. Þá kannaðist hann ekki við þau gögn sem lögregla lagði hald á í húsleit á heimili hans í Hafnarfirði. Á meðal gagna eru samþykktir um breytingar á prókúruhöfum og stjórn félaganna Saffran ehf. og Guðmund Kristinsson ehf. Með breytingum á stjórnum þessara félaga voru peningar dregnir út úr Íbúðalánasjóði. Þá var Helgi Ragnar einnig spurður út í fjölda smáskilaboða sem hann fékk á sumarmánuðum 2009. Í einu skilaboðanna stóð: „við verðum að þrýsta á Íbúðalánasjóð." Helgi Ragnar vildi hvorki tjá sig um skilaboðin né varpa ljósi á af hverju hann fékk þau sent. Þinghald heldur áfram fram eftir degi. Stjórnarmenn Saffran ehf. hafa nú þegar lýst því yfir þeir kannist ekki við samþykktir um breytingar á stjórn félagsins. Tengdar fréttir "Það hljómar fáránlega en ég hélt að þetta væri löglegt" "Ég var bara nítján ára gamall og var ekkert að pæla í neinu. Man í raun ansi lítið eftir þessu öllu." Þetta sagði Hans Aðalsteinn Helgason í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 13:00 "Ég á lítinn strák núna - ég hef snúið við blaðinu" Vilhjálmur Símon Hjartarson var fyrstur sakborninga til að gefa vitnisburð í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann hefur játað sinn hlut í málinu. Vilhjálmur er einn af fimm sakborningum í málinu en það tengist fjársvikum mótorhjólasamtakanna Fáfni og Vítisenglum. 24. september 2012 10:31 Segist ekki hafa haft hugmynd um að hann væri að fremja lögbrot "Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri ólöglegt. Ég var bara unglingur á þessum tíma." Þetta sagði Jón Ólafur Róbertsson í vitniburði sínum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 11:16 Vítisenglar í Héraðsdómi - fjárdráttur og fjársvik Aðalmeðferð í máli fimm manna sem ákærðir eru fyrir stórfelld fjársvik hófst í Héraðsdómi Reykjaness nú í morgun. Fimmmeningunum er gefið að sök að hafa haft með blekkingum milljónir af Íbúðalánasjóði. 24. september 2012 09:40 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Helgi Ragnar Guðmundsson, einn af fimm sakborningum sem sakaðir eru um að hafa svikið tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009, var þögull sem gröfin í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Aðalmeðferð hófst í sakamálinu í dag. Fimmmenningunum er gefið að sök að hafa með fölsunum svikið um fimmtíu milljónir frá Íbúðalánasjóði. Verknaðurinn er talinn hafa verið inngöngupróf sem Vítisenglar lögðu fyrir nokkra meðlimi Fáfnis. Helgi Ragnar kannast ekki við þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Í vitnisburði þeirra Vilhjálms Símonar Hjartarsonar og Jóns Ólafs Róbertssonar, meðsakborninga, kom fram að Helgi Ragnar hafi í raun stjórnað blekkingaleiknum. Hann vildi ekki tjá sig um tengsl sín við sakborninga. Þá kannaðist hann ekki við þau gögn sem lögregla lagði hald á í húsleit á heimili hans í Hafnarfirði. Á meðal gagna eru samþykktir um breytingar á prókúruhöfum og stjórn félaganna Saffran ehf. og Guðmund Kristinsson ehf. Með breytingum á stjórnum þessara félaga voru peningar dregnir út úr Íbúðalánasjóði. Þá var Helgi Ragnar einnig spurður út í fjölda smáskilaboða sem hann fékk á sumarmánuðum 2009. Í einu skilaboðanna stóð: „við verðum að þrýsta á Íbúðalánasjóð." Helgi Ragnar vildi hvorki tjá sig um skilaboðin né varpa ljósi á af hverju hann fékk þau sent. Þinghald heldur áfram fram eftir degi. Stjórnarmenn Saffran ehf. hafa nú þegar lýst því yfir þeir kannist ekki við samþykktir um breytingar á stjórn félagsins.
Tengdar fréttir "Það hljómar fáránlega en ég hélt að þetta væri löglegt" "Ég var bara nítján ára gamall og var ekkert að pæla í neinu. Man í raun ansi lítið eftir þessu öllu." Þetta sagði Hans Aðalsteinn Helgason í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 13:00 "Ég á lítinn strák núna - ég hef snúið við blaðinu" Vilhjálmur Símon Hjartarson var fyrstur sakborninga til að gefa vitnisburð í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann hefur játað sinn hlut í málinu. Vilhjálmur er einn af fimm sakborningum í málinu en það tengist fjársvikum mótorhjólasamtakanna Fáfni og Vítisenglum. 24. september 2012 10:31 Segist ekki hafa haft hugmynd um að hann væri að fremja lögbrot "Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri ólöglegt. Ég var bara unglingur á þessum tíma." Þetta sagði Jón Ólafur Róbertsson í vitniburði sínum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 11:16 Vítisenglar í Héraðsdómi - fjárdráttur og fjársvik Aðalmeðferð í máli fimm manna sem ákærðir eru fyrir stórfelld fjársvik hófst í Héraðsdómi Reykjaness nú í morgun. Fimmmeningunum er gefið að sök að hafa haft með blekkingum milljónir af Íbúðalánasjóði. 24. september 2012 09:40 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
"Það hljómar fáránlega en ég hélt að þetta væri löglegt" "Ég var bara nítján ára gamall og var ekkert að pæla í neinu. Man í raun ansi lítið eftir þessu öllu." Þetta sagði Hans Aðalsteinn Helgason í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 13:00
"Ég á lítinn strák núna - ég hef snúið við blaðinu" Vilhjálmur Símon Hjartarson var fyrstur sakborninga til að gefa vitnisburð í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann hefur játað sinn hlut í málinu. Vilhjálmur er einn af fimm sakborningum í málinu en það tengist fjársvikum mótorhjólasamtakanna Fáfni og Vítisenglum. 24. september 2012 10:31
Segist ekki hafa haft hugmynd um að hann væri að fremja lögbrot "Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri ólöglegt. Ég var bara unglingur á þessum tíma." Þetta sagði Jón Ólafur Róbertsson í vitniburði sínum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 11:16
Vítisenglar í Héraðsdómi - fjárdráttur og fjársvik Aðalmeðferð í máli fimm manna sem ákærðir eru fyrir stórfelld fjársvik hófst í Héraðsdómi Reykjaness nú í morgun. Fimmmeningunum er gefið að sök að hafa haft með blekkingum milljónir af Íbúðalánasjóði. 24. september 2012 09:40