Hulunni svipt af stórfelldum fjársvikum Vítisengla 24. september 2012 15:18 Frá aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hlé hefur verið gert á aðalmeðferð í Íbúðalánasjóðsmálinu. Þinghald hófst snemma í morgun þar sem fjórir af fimm sakborningum gáfu vitnisburð. Um er að ræða stórfellt fjársvikamál en sakborningum er gefið að sök að hafa svikið hátt í fimmtíu milljónir út úr Íbúðalánasjóði á sumarmánuðum 2009. Þetta var gert með því að breyta prófkúruhöfum og stjórn félaganna og það með fölsuðu undirskriftum. Greint hefur verið frá því að svikin voru prófraun fyrir inngöngu vélhjólasamtakanna Fáfnis í alþjóðlegu glæpasamtökin Vítisengla (e. Hells Angels). Hinir ákærðu eru: Vilhjálmur Símon Hjartarson, Jón Ólafur Róbertsson, Hans Aðalsteinn Helgason og Helgi Ragnar Guðmundsson. Jens Tryggvi Jensson er einnig sakborningur í málinu en hann gefur vitnisburð sinn á föstudag. Vilhjálmur og Jón hafa báðir játað sína aðild að málinu. Jón heldur því hins vegar fram að hann hafi ekki vitað að um ólöglegt athæfi hafi verið að ræða. Hans Aðalsteinn tekur í saman streng en neitar sök engu síður. Helgi Ragnar er sagður hafa stjórnað svikunum. Í vitnisburði sínum sagði Vilhjálmur að Helgi hafi leiðbeint honum, bent honum á að fela húðflúr sín þegar hann tók út peningana og kennt sér að „orða hlutina." Helgi Ragnar vildi lítið tjá sig um sakargiftirnar. Hann vildi ekki kannast við þau gögn sem saksóknari setti fram – þar á meðal smáskilaboð sem fundust í farsíma hans en þar stóð: „Við verðum að þrýsta á Íbúðalánasjóð." Við húsleit á heimili Helga Ragnars í Hafnarfirði fannst mikið magn gagna sem benda til þess að einhver hafi safnað upplýsingum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. Þá bera Vilhjálmur, Jón og Hans því fyrir sig að þeir hafi verið í mikilli neyslu þegar umrædd atburðarrás átti sér stað árið 2009. Svikin þykja afar yfirgripsmikil og flókin. Falsa þurfti undirskriftir prófkúruhafa og stjórnarmanna félaganna Saffran ehf. og Guðmund Kristinsson ehf. Í ákæru saksóknara kemur fram að Vilhjálmur og Hans hafi skráð sig í stjórnir félaganna. Í krafti prófkúruhafa gátu hinir ákærðu stofnað reikninga, slegið lán hjá Íbúðalánasjóði og falsað kauptilboð í fasteignir. Eins og áður segir hefur nú verið gert hlé á þinghaldinu. Eftir að Vilhjálmur, Jón, Hans og Helgi Ragnar höfðu gefið vitnisburð voru stjórnarmenn úr Saffran ehf. og Guðmund Kristinsson ehf. kallaðir til. Saksóknari bar fyrir þá samþykktir um breytingar á stjórnum félaganna. Enginn af þeim kannaðist við að hafa skrifað undir plöggin. Tengdar fréttir "Það hljómar fáránlega en ég hélt að þetta væri löglegt" "Ég var bara nítján ára gamall og var ekkert að pæla í neinu. Man í raun ansi lítið eftir þessu öllu." Þetta sagði Hans Aðalsteinn Helgason í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 13:00 "Ég á lítinn strák núna - ég hef snúið við blaðinu" Vilhjálmur Símon Hjartarson var fyrstur sakborninga til að gefa vitnisburð í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann hefur játað sinn hlut í málinu. Vilhjálmur er einn af fimm sakborningum í málinu en það tengist fjársvikum mótorhjólasamtakanna Fáfni og Vítisenglum. 24. september 2012 10:31 Segist ekki hafa haft hugmynd um að hann væri að fremja lögbrot "Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri ólöglegt. Ég var bara unglingur á þessum tíma." Þetta sagði Jón Ólafur Róbertsson í vitniburði sínum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 11:16 "Við verðum að þrýsta á Íbúðalánasjóð" Helgi Ragnar Guðmundsson, einn af fimm sakborningum sem sakaðir eru um að hafa svikið tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009, var þögull sem gröfin í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 13:53 Vítisenglar í Héraðsdómi - fjárdráttur og fjársvik Aðalmeðferð í máli fimm manna sem ákærðir eru fyrir stórfelld fjársvik hófst í Héraðsdómi Reykjaness nú í morgun. Fimmmeningunum er gefið að sök að hafa haft með blekkingum milljónir af Íbúðalánasjóði. 24. september 2012 09:40 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
Hlé hefur verið gert á aðalmeðferð í Íbúðalánasjóðsmálinu. Þinghald hófst snemma í morgun þar sem fjórir af fimm sakborningum gáfu vitnisburð. Um er að ræða stórfellt fjársvikamál en sakborningum er gefið að sök að hafa svikið hátt í fimmtíu milljónir út úr Íbúðalánasjóði á sumarmánuðum 2009. Þetta var gert með því að breyta prófkúruhöfum og stjórn félaganna og það með fölsuðu undirskriftum. Greint hefur verið frá því að svikin voru prófraun fyrir inngöngu vélhjólasamtakanna Fáfnis í alþjóðlegu glæpasamtökin Vítisengla (e. Hells Angels). Hinir ákærðu eru: Vilhjálmur Símon Hjartarson, Jón Ólafur Róbertsson, Hans Aðalsteinn Helgason og Helgi Ragnar Guðmundsson. Jens Tryggvi Jensson er einnig sakborningur í málinu en hann gefur vitnisburð sinn á föstudag. Vilhjálmur og Jón hafa báðir játað sína aðild að málinu. Jón heldur því hins vegar fram að hann hafi ekki vitað að um ólöglegt athæfi hafi verið að ræða. Hans Aðalsteinn tekur í saman streng en neitar sök engu síður. Helgi Ragnar er sagður hafa stjórnað svikunum. Í vitnisburði sínum sagði Vilhjálmur að Helgi hafi leiðbeint honum, bent honum á að fela húðflúr sín þegar hann tók út peningana og kennt sér að „orða hlutina." Helgi Ragnar vildi lítið tjá sig um sakargiftirnar. Hann vildi ekki kannast við þau gögn sem saksóknari setti fram – þar á meðal smáskilaboð sem fundust í farsíma hans en þar stóð: „Við verðum að þrýsta á Íbúðalánasjóð." Við húsleit á heimili Helga Ragnars í Hafnarfirði fannst mikið magn gagna sem benda til þess að einhver hafi safnað upplýsingum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. Þá bera Vilhjálmur, Jón og Hans því fyrir sig að þeir hafi verið í mikilli neyslu þegar umrædd atburðarrás átti sér stað árið 2009. Svikin þykja afar yfirgripsmikil og flókin. Falsa þurfti undirskriftir prófkúruhafa og stjórnarmanna félaganna Saffran ehf. og Guðmund Kristinsson ehf. Í ákæru saksóknara kemur fram að Vilhjálmur og Hans hafi skráð sig í stjórnir félaganna. Í krafti prófkúruhafa gátu hinir ákærðu stofnað reikninga, slegið lán hjá Íbúðalánasjóði og falsað kauptilboð í fasteignir. Eins og áður segir hefur nú verið gert hlé á þinghaldinu. Eftir að Vilhjálmur, Jón, Hans og Helgi Ragnar höfðu gefið vitnisburð voru stjórnarmenn úr Saffran ehf. og Guðmund Kristinsson ehf. kallaðir til. Saksóknari bar fyrir þá samþykktir um breytingar á stjórnum félaganna. Enginn af þeim kannaðist við að hafa skrifað undir plöggin.
Tengdar fréttir "Það hljómar fáránlega en ég hélt að þetta væri löglegt" "Ég var bara nítján ára gamall og var ekkert að pæla í neinu. Man í raun ansi lítið eftir þessu öllu." Þetta sagði Hans Aðalsteinn Helgason í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 13:00 "Ég á lítinn strák núna - ég hef snúið við blaðinu" Vilhjálmur Símon Hjartarson var fyrstur sakborninga til að gefa vitnisburð í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann hefur játað sinn hlut í málinu. Vilhjálmur er einn af fimm sakborningum í málinu en það tengist fjársvikum mótorhjólasamtakanna Fáfni og Vítisenglum. 24. september 2012 10:31 Segist ekki hafa haft hugmynd um að hann væri að fremja lögbrot "Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri ólöglegt. Ég var bara unglingur á þessum tíma." Þetta sagði Jón Ólafur Róbertsson í vitniburði sínum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 11:16 "Við verðum að þrýsta á Íbúðalánasjóð" Helgi Ragnar Guðmundsson, einn af fimm sakborningum sem sakaðir eru um að hafa svikið tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009, var þögull sem gröfin í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 13:53 Vítisenglar í Héraðsdómi - fjárdráttur og fjársvik Aðalmeðferð í máli fimm manna sem ákærðir eru fyrir stórfelld fjársvik hófst í Héraðsdómi Reykjaness nú í morgun. Fimmmeningunum er gefið að sök að hafa haft með blekkingum milljónir af Íbúðalánasjóði. 24. september 2012 09:40 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
"Það hljómar fáránlega en ég hélt að þetta væri löglegt" "Ég var bara nítján ára gamall og var ekkert að pæla í neinu. Man í raun ansi lítið eftir þessu öllu." Þetta sagði Hans Aðalsteinn Helgason í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 13:00
"Ég á lítinn strák núna - ég hef snúið við blaðinu" Vilhjálmur Símon Hjartarson var fyrstur sakborninga til að gefa vitnisburð í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann hefur játað sinn hlut í málinu. Vilhjálmur er einn af fimm sakborningum í málinu en það tengist fjársvikum mótorhjólasamtakanna Fáfni og Vítisenglum. 24. september 2012 10:31
Segist ekki hafa haft hugmynd um að hann væri að fremja lögbrot "Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri ólöglegt. Ég var bara unglingur á þessum tíma." Þetta sagði Jón Ólafur Róbertsson í vitniburði sínum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 11:16
"Við verðum að þrýsta á Íbúðalánasjóð" Helgi Ragnar Guðmundsson, einn af fimm sakborningum sem sakaðir eru um að hafa svikið tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009, var þögull sem gröfin í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. september 2012 13:53
Vítisenglar í Héraðsdómi - fjárdráttur og fjársvik Aðalmeðferð í máli fimm manna sem ákærðir eru fyrir stórfelld fjársvik hófst í Héraðsdómi Reykjaness nú í morgun. Fimmmeningunum er gefið að sök að hafa haft með blekkingum milljónir af Íbúðalánasjóði. 24. september 2012 09:40