Fleiri fréttir

Tjón af völdum eldsvoða nam um 1,5 milljörðum króna

Eignartjón af völdum eldsvoða nam 1434 milljónum króna á síðasta ári og var 468 milljónum króna undir meðaltali áranna 1981-2011, eftir því sem fram kemur í ársskýrslu Mannvirkjastofununar fyrir síðasta ár. Enginn fórst í eldsvoða á síðasta ári.

Modern Family hlaut fern Emmy verðlaun

Skemmtiþátturinn Modern Family sem sýndur er hér á Stöð 2 fékk fern verðlaun á Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Hollywood í gærkvöldi en þátturinn þykir með þeim skemmtilegri í sjónvarpi í dag.

Fátækum fer fjölgandi í Danmörku

Fátækum fjölgaði í Danmörku á árunum 2002 og fram til 2010. Hlutfallslega fjölgaði þeim mest á Sjálandi og í höfuðborginni Kaupmannahöfn.

Neitar öllu í ákæru um sprengjusmíði

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 28 ára Keflvíkingi, sem sat vikum saman í gæsluvarðhaldi á fyrri hluta þessa árs eftir að á heimili hans fundust skotvopn og sprengiefni. Grunur hafði fallið á manninn eftir að hann birti myndir og myndbönd á Facebook sem gáfu lögreglu tilefni til að ætla að hann væri hættulegur. Á einu myndskeiðinu sást hann sprengja fiskikar í tætlur.

Miklar truflanir á umferðinni um Stórabeltisbrúna

Miklar truflanir voru á umferðinni um Stórabeltisbrúna í nótt eftir að stór rúta valt þar á hliðina við brúarsporðinn í kjölfar áreksturs við vörubíl. Um tíma í morgun þurfti að loka brúnni alveg þegar rútan var fjarlægð af vettvangi.

Obama fær byr undir vængina

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur bætt við sig töluverðu fylgi í nokkrum þeirra ríkja þar sem fylgismunur hans og Mitt Romneys hefur verið hvað minnstur.

Þrettán hreindýr náðust ekki

Ekki náðist að fella þrettán hreindýr af útgefnum veiðikvóta í sumar, en veiðum lauk á föstudag. Kvótinn var 1.009 dýr. Helsta ástæðan er sú að veiðimenn skiluðu leyfum sínum þar sem þeir höfðu ekki þreytt skotpróf, sem er skilyrði.

Pussy Riot fá friðarverðlaun

Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot hlýtur friðarverðlaun sem kennd eru við John heitinn Lennon og ekkju hans Yoko Ono. Verðlaunin verða afhent á afmælisdegi Lennons, 9. október, í Viðey. Þá verður einnig kveikt á friðarsúlu Yoko Ono.

Lánamálin í forgrunni hjá Framsókn

Tvö af þremur forgangsmálum þingflokks Framsóknarflokksins snúa að lánamálum. Flokkurinn vill að gefinn verði frádráttur af tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum. Þá hefur hann lagt fram frumvarp um þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta. Þriðja forgangsmálið snýr að sókn í atvinnumálum.

Enn finnast sauðkindur á lífi

Töluvert fannst af lifandi fé í sköflum á Norðausturlandi um helgina. Talið er að um eitt hundrað kindur hafi fundist.

Schwarzenegger viðurkennir syndir sínar

Daginn eftir að Arnold Schwarzenegger lét af embætti ríkisstjóra í Kaliforníu, eða 4. janúar í fyrra, viðurkenndi hann fyrir Mariu Shriver, eiginkonu sinni, að húsfreyja þeirra hjóna hefði alið barn hans. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Schwarzeneggers sem kemur út í næsta mánuði.

Erlendur skipbrotsmaður jafnar sig á Sauðárkróki

Karlmaður sem komst einn lífs af þegar skip sökk við Nýja Sjáland í vor hefur dvalist á Sauðárkróki undanfarinn mánuð og unnið í sláturhúsinu á Sauðárkróki. Hann segir veruna hér hafa hjálpað sér að takast á við atburðinn.

Hvetur fólk til að mótmæla breytingum á Hjartagarðinum

Hjartagarðurinn er samkomustaður fólks af öllum stéttum og þar hefur menningin blómstrað í sumar segir tónlistarkona sem gagnrýnir nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar sem gerir ráð fyrir verslunum og íbúðum á svæðinu.

Öldurótið var erfitt viðureignar

Sex Íslendingar luku um helgina boðsundi yfir Ermasundið fyrstir íslendinga. Einn sundmanna segir að öldurótið í sjónum hafa verið erfitt viðureignar en það hafi verð sætt að sigrast á sundinu.

Flestum íbúum lýst ágætlega á sameiningu

Íbúar í Garðabæ og á Álftanesi eru flestir jákvæðir gagnvart mögulegri sameiningu sveitafélaganna og segja hana geta verið öllum í hag. Kosið verður um sameiningu tuttugasta október næstkomandi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók púlsinn á íbúum sveitarfélaganna í dag og í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hvernig fólk brást við.

Hugnast ekki að hafa posa við fossa landsins

Stór hluti vinsælla ferðamannastaða á landinu eru í einkaeigu. Umhverfisráðherra segir að þörf sé á heildarúttekt á þessum málum og hugnast ekki að hafa posa við alla fossa landsins til að innheimta gjald.

Heitavatnslaust í Grafarvogi á morgun

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í hluta Grafarvogs frá klukkan 8 í fyrramálið. Búast má við því að lokunin standi fram á kvöld.

Svisslendingar að hafna reykingabanni

Svisslendingar kjósa í dag um reykingabann innandyra og fyrstu tölur benda til þess að banninu verði hafnað. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Eltu ökufant á ógnarhraða

Lögreglan á Eskifirði veitti ökufanti sem ók á ógnarhraða eftirför í nótt. Eftirförinni lauk með því að lögregla beitti svonefndri þvingaðri stöðvun og ók utan í bifreiðina til að stöðva för hennar.

Lykilorð franska seðlabankans var 123456

Ætla mætti að Seðlabanka Frakklands væri ekki sérlega annt um öryggi sitt því á dögunum kom í ljós að lykilorðið að vefsvæði bankans var það einfaldasta sem um getur.

Kynferðisbrotamál eru það erfiðasta við starf dómara

Héraðsdómur Suðurlands er orðinn þriðji stærsti dómastóll landsins af átta dómstólum með um tólfhundruð og fimmtíu mál á ári. Þrír héraðsdómarar starfa við dómstólinn. Dómstjórinn segir kynferðisafbrotamál erfiðustu málin, sem koma inn á borð dómara.

Pussy Riot verðlaunaðar á Íslandi

Rússneska pönksveitin Pussy Riot verður verðlaunuð í Viðey 9. október næstkomandi. Stúlkurnar hljóta friðarverðlaun sem kennd eru við Bítilinn John Lennon og ekkju hans Yoko Ono. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu.

Flokksval um efstu sætin hjá Samfylkingunni

Samfylkingin hefur ákveðið að hafa flokksval um í efstu sæti lista flokksins í norðvestur og norðaustur kjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Opin prófkjör hafa verið bönnuð.

Fórust í snjóflóði

Þýskur fjallgöngumaður og leiðsögumaður hans fórust í snjóflói í Himalaja fjöllunum í morgun. Þrettán fjallgöngumanna er saknað. Snjóflóðið fór niður hlíðar Maanslu fjallsins þar sem hópurinn var á ferð. Í hópnum voru aðallega evrópskir fjallgöngumenn, frá frakklandi og Þýskalandi ásamt nepöslum leiðsögumönnum. Tíu úr hópnum komust lífs af. Björgunarsveitir leita nú þeirra sem saknað er.

Þjónusta mun aukast með sameiningu

Formaður bæjarráðs Álftaness segir það skipta Álftnesinga miklu máli að þjónusta við bæjarbúa muni aukast með sameiningu við Garðabæ. Hann segir viðhorf til sameiningar sé mjög jákvætt meðal bæjarbúa nú ólíkt því þegar fyrri kosningar um sameiningu áttu sér stað.

Stal Apple klukkunni?

Apple sendi nýverið frá sér stýrikerfið iOS 6 sem nýi iPhone-inn keyrir á. Þar var fjölda nýjunga að finna, m.a. glænýtt útlit fyrir klukkuna. Nú hefur hins vegar komið á daginn að útlitið er ekki jafnglænýtt og fyrst var talið.

Aukin útgjöld tryggja ekki endilega gæði

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir að Landspítalinn mælist með mjög góða mælingu á öllum þjónustuþáttum þrátt fyrir niðurskurð undanfarinna ára. Ráðherrann segir að öryggi og gæði þjónustu verði ekki endilega tryggð með auknum útgjöldum til spítalans.

Segir Jóhönnu færa Samfylkinguna til hliðar í stjórnmálum

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra sé að færa Samfylkinguna til hliðar í íslenskum stjórnmálum með yfirlýsingum sínum. Forsætisráðherra útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í viðtali um helgina.

Hasar í Framsókn

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Höskuldur Þórhallsson, framsóknarmaður, eigi í átökum sem lítið sé reynt að fela.

Stjórnlaus bíll lagði af stað

Fólksbíll lagði stjórnlaus af stað niður brekku með farþega í aftursætinu eftir að ökumaður hafði stigið út úr honum. Bíllinn er talsvert skemmdur eftir ferðalagið að sögn lögreglunnar á Húsavík.

"Eitthvað mikið að ráðgjöf Hafró"

Hafrannsóknarstofnun mældi í vor ástand ýsustofnsins og komst að því að það væri svo alvarlegt að hugsanlega þyrfti að stöðva ýsuveiðar með öllu. Línuveiðimenn á smábátum hafa aftur á móti orðið varir við mikla ýsugengd á grunnslóð víða við landið.

Þyrla sótti sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan sjómann á íslensku rannsóknarskipi sem statt var um 95 sjómílur vestur af landinu.

Romney safnaði milljónum dollara

Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana vestanhafs, safnaði milljónum dollara á tveimur fjáröflunarsamkomum í Kaliforníu í gær til að fjármagna síðustu vikur kosningabarátunnar. 650 stuðningsmenn borguðu á bilinu 1 þúsund til 25 þúsund dollara hver til að hlusta á Romney flytja 40 mínútna ræðu á Grand Del Mar hótelinu í Del Mar í Kaliforníu, skammt frá strandhýsi sem Romney á sjálfur á svæðinu.

Handtekinn fyrir að látast vera flugmaður

Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið mann sem þóttist vera atvinnuflugmaður og hafði tekist að svíkja sér far um borð í flugstjórnunarklefa að minnsta kosti einu sinni með flugfélaginu Air Dolomiti sem er hluti af þýska flugfélaginu Lufthansa. Hann var stöðvaður á flugvellinum í Turin á Ítalíu klæddur í flugmannsbúning með fölsuð skilríki, þá hafði hann einnig stofnað facebook síðu undir fölsku nafni og var þar með gervi flugfreyjuvini. Hann mun hafa setið um borð í flugvél á leið frá Munchen til Turin í apríl síðastliðnum en lögregla rannsakar hvort hann hafi verið um borð í öðrum flugvélum. Hann hefur verið kærður fyrir að stofna flugöryggi í hættu og eftirlíkingu.

Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslu

Þingkonurnar Lilja Mósesdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir vita hvorugar hvernig þær eiga að svara fyrstu spurningunni í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Þær hafa efasemdir um framsetningu spurningarinnar.

Tína sveppi í stað þess að kjósa

Þingkosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag en tveir megin stjórnarandstöðuflokkar landsins hafa ákveðið að sniðganga kosningarnar og hvetja kjósendur til þess að mæta ekki á kjörstað heldur fara frekar að tína sveppi eða elda rauðrófusúpu.

Veittust að lögreglumönnum

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir menn voru handteknir í Pósthússtræti eftir að þeir veittust að lögreglumönnum. Mennirnir höfðu verið að slást hvor við annann og þegar lögreglan skarst í leikinn til að stilla til friðar snerust þeir báðir gegn lögreglumönnunum. Einn lögreglumaðurinn fékk högg í höfuðið og var sendur á slysadeild. Þegar búið var að koma mönnunum í járn bar þriðja aðilann að garði. Sá réðist að þeim handtekna sem var í tökum lögreglu. Þriðji maðurinn var því handtekinn líka, en mennirnir þekktust allir.

Bílvelta á Vatnsleysustrandarvegi

Bílvelta var á Vatnsleysustrandarvegi laust fyrir klukkan fimm í nótt. Tveir einstaklingar voru í bílnum og var annar sendur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Líðan hans er stöðug eftir atvikum.

Sjá næstu 50 fréttir