Innlent

Ræktuðu kannabis í ósamþykktri íbúð

Myndin er úr safni
Myndin er úr safni
Fíkniefnaræktun fannst í ósamþykktri íbúð í fjölbýlishúsi á Selfossi síðdegis á fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi voru þrír karlmenn, tuttugu og tveggja ára til þrjátíu og fimm ára, handteknir og leit gerð í íbúðinni. Þar fundust 28 kannabisplöntur í ræktun, fræ og lítils háttar af hvítu dufti sem talið er vera amfetamín. Plönturnar, fíkniefni, lampar og annað sem notað var við ræktunina var gert upptækt. Mennirnir viðurkenndu að hafa staðið að ræktuninni. Málið telst upplýst og verður sent til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×