Stefnir í hörð átök - Höskuldur segir formanninn fara með rangt mál Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. september 2012 19:00 Það stefnir í hörð átök á milli þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Höskuldar Þórhallssonar þingmanns. Höskuldur segir framkvæmdastjóra flokksins fara með rangt mál og þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Sigmundar um að skipta um kjördæmi. Það kom mörgum á óvart þegar Reykvíkingurinn Sigmundur Davíð lýsti því yfir um helgina að hann ætli fram í einu helsta vígi framsóknarmanna, í Norðausturkjördæmi. Höskuldur Þórhallsson hafði degi áður, á föstudeginum lýst því yfir að hann sæktist eftir fyrsta sætinu og þá leit út fyrir baráttu á milli hans og Birkis Jóns Jónssonar varaformanns. Af því verður þó ekki því Birkir Jón ætlar að hætta á þingi og Sigmundur vill taka oddvitasætið í kjördæminu. Í yfirlýsingu sem Höskuldur sendi frá sér í morgun lýsir hann því hvernig þessi flétta hafi komið sér verulega á óvart. Hann hafi vissulega heyrt vangaveltur í þessa veruna, en taldi ekki ástæðu til að ætla að þær væru á rökum reistar. Þessi orð Höskuldar stangast reyndar á við fullyrðingar Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins sem í samtali við fréttastofu í dag segist hafa rætt við Höskuld Þór á fimmtudagskvöldið, degi áður en hann lýsti yfir framboði. Í því samtali hafi Hrólfur sagt honum frá fyrirætlunum þeirra Birkis Jóns og Sigmundar. Höskuldur segir í skeyti til fréttastofu í dag að þessi fullyrðing Hrólfs sé röng. Hann bætti því við að sér þætti leitt að Sigmundur sé að setja málið í þennan farveg, eins og hann orðaði það. Fréttastofan hefur raunar heimildir fyrir því að málið hafi komið fleiri forvígismönnum flokksins í Norðausturkjördæmi í opna skjöldu. Eiríkur Hauksson, formaður kjördæmisráðs á svæðinu, vildi ekkert tjá sig um málið í dag en sagði von á yfirlýsingu á næstu dögum. Höskuldur og Sigmundur hittust á fundi í dag þar sem Höskuldur lagði hart að formanni sínum að hætta við vistaskiptin. Betur færi á því að formaðurinn byði fram í Reykjavík þar sem á brattan sé að sækja, í stað þess að fara fram í kjördæmi þar sem staða flokksins sé sterk. Sigmundur Davíð hefur enn ekki séð sér fært að veita fréttastofu viðtal vegna málsins en hann hefur þó boðað í viðtölum í dag að fólk verði ánægt með þann "hóp* sem muni mynda framboðslista flokksins í Reykjavík. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag hafa þó ekki heyrt nein nöfn nefnd í því samhengi. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Það stefnir í hörð átök á milli þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Höskuldar Þórhallssonar þingmanns. Höskuldur segir framkvæmdastjóra flokksins fara með rangt mál og þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Sigmundar um að skipta um kjördæmi. Það kom mörgum á óvart þegar Reykvíkingurinn Sigmundur Davíð lýsti því yfir um helgina að hann ætli fram í einu helsta vígi framsóknarmanna, í Norðausturkjördæmi. Höskuldur Þórhallsson hafði degi áður, á föstudeginum lýst því yfir að hann sæktist eftir fyrsta sætinu og þá leit út fyrir baráttu á milli hans og Birkis Jóns Jónssonar varaformanns. Af því verður þó ekki því Birkir Jón ætlar að hætta á þingi og Sigmundur vill taka oddvitasætið í kjördæminu. Í yfirlýsingu sem Höskuldur sendi frá sér í morgun lýsir hann því hvernig þessi flétta hafi komið sér verulega á óvart. Hann hafi vissulega heyrt vangaveltur í þessa veruna, en taldi ekki ástæðu til að ætla að þær væru á rökum reistar. Þessi orð Höskuldar stangast reyndar á við fullyrðingar Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins sem í samtali við fréttastofu í dag segist hafa rætt við Höskuld Þór á fimmtudagskvöldið, degi áður en hann lýsti yfir framboði. Í því samtali hafi Hrólfur sagt honum frá fyrirætlunum þeirra Birkis Jóns og Sigmundar. Höskuldur segir í skeyti til fréttastofu í dag að þessi fullyrðing Hrólfs sé röng. Hann bætti því við að sér þætti leitt að Sigmundur sé að setja málið í þennan farveg, eins og hann orðaði það. Fréttastofan hefur raunar heimildir fyrir því að málið hafi komið fleiri forvígismönnum flokksins í Norðausturkjördæmi í opna skjöldu. Eiríkur Hauksson, formaður kjördæmisráðs á svæðinu, vildi ekkert tjá sig um málið í dag en sagði von á yfirlýsingu á næstu dögum. Höskuldur og Sigmundur hittust á fundi í dag þar sem Höskuldur lagði hart að formanni sínum að hætta við vistaskiptin. Betur færi á því að formaðurinn byði fram í Reykjavík þar sem á brattan sé að sækja, í stað þess að fara fram í kjördæmi þar sem staða flokksins sé sterk. Sigmundur Davíð hefur enn ekki séð sér fært að veita fréttastofu viðtal vegna málsins en hann hefur þó boðað í viðtölum í dag að fólk verði ánægt með þann "hóp* sem muni mynda framboðslista flokksins í Reykjavík. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag hafa þó ekki heyrt nein nöfn nefnd í því samhengi.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira