Fleiri fréttir

Sextíu börn látist af völdum óþekkts sjúkdóms

Heilbrigðisyfirvöld í Kambódíu eru að leita að orsökum óþekkts sjúkdóms sem hefur orðið meira en 60 börnum að bana á síðustu þremur mánuðum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin greindi frá þessu í morgun, samkvæmt frásögn AP fréttastofunnar.

Harmleikurinn í Fukushima af manna völdum

Harmleikurinn í Fukushima kjarnorkuverinu var að miklu leyti af manna völdum. Slysið átti að vera fyrirsjáanlegt og hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Þetta segir japönsk þingmannanefnd í nýbirtri skýrslu.

Skyttur í viðbragðsstöðu að Geitafelli

Skyttur fóru að Geitafelli við Húnaflóa í gær til þess að vera í viðbragðsstöðu ef björn finnst á svæðinu. Eins og kunnugt er tilkynntu erlendir ferðamenn í gær að þeir hefðu séð dýr í flóanum sem talið er að hafi verið bjarndýr. Þá fundust spor í Vatnsnesi sem talin eru vera eftir björn. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í gær yfir svæðið en fann ekkert. Ráðgert var að halda leit áfram í dag. Leitarmenn fundu í gær spor neðan við Geitafell og er talið nær öruggt að þau séu eftir bjarndýr. Gert var hlé á leitinni í nótt, en búist er við því að hún hefjist fljótlega aftur.

Baráttan fyrir fækkun dauðaslysa skilar árangri

Ísland er fimmta landið í röð þeirra sem eru með lægstu dánartíðni í umferðinni þegar tíðnin er borin saman við 28 önnur Evrópulönd. Þetta sýnir ný athugun sem Umferðarstofa segir frá.

Leitin að hvítabirninum heldur áfram í dag

Leitin að hvítabirninum sem menn telja sig hafa séð á Húnaflóa í gær verður haldið áfram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði á svæðinu fram til að ganga tólf í gærkvöldi og er reiknað með að leit hefjist að nýju um klukkan tíu í dag.

Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu

Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn.

Meiri líkur á að vinna í lottói en að finna ísbjörninn

Kjartan Sveinsson, sem gerir út selskoðunarbátinn Brimil á Hvammstanga, segir að hverfandi líkur séu á því að ísbjörninn sem menn urðu varir við fyrir norðan í gær sé hér ennþá. Kjartan var á leið í selskoðun með sextán ferðamenn þegar Vísir sló á þráðinn til hans í dag.

Hafnarfjörður gerir auknar kröfur til dýraeigenda

Hafnarfjarðarbær setti sér í gær samþykkt um húsdýrahald og gæludýrahald fyrir bæjarfélagið. Að sögn Guðmundar H. Einarssonar, framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, er þetta víðtækasta samþykkt sinnar tegundar sem sett hefur verið á landinu öllu.

Clinton baðst loks afsökunar

Pakistanar hafa opnað á ný flutningaleið fyrir bandarísk hergögn til Afganistans, sem hefur verið lokuð í sjö mánuði, eða síðan Bandaríkjamenn felldu 24 pakistanska hermenn í loftárás.

Fimmtán ára stúlka tekin undir stýri

Fimmtán ára stúlka var undir stýri þegar lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði bifreið í bænum í nótt. Hún er eins og gefur að skilja ekki með bílpróf en þar sem hún er orðin fimmtán ára má hún búast við sekt fyrir athæfið.

Strandvörður rekinn fyrir að bjarga lífi sundmanns

Strandvörður í Flórída hefur verið rekinn úr starfi sínu sökum þess að hann fór og bjargaði sundmanni frá drukknum en sundmaðurinn var þá staddur utan þess öryggissvæðis sem strandvörðurinn átti að gæta.

Þangið í fangið og svo í andlitið

Sprotafyrirtækið Marinox hefur hannað húðkrem úr íslenskum sjávarþörungum. Húðkremið, sem meðal annars dregur úr hrukkumyndun, kom á markað í síðustu viku.

Konunglegt brúðkaup er framundan í Mónakó

Konunglegt brúðkaup er framundan í furstadæminu Mónakó. Andrea Casiraghi elsti sonur Karólínu prinsessu og kólumbíska fegurðardísin Tatiana Domingo ætla að gifta sig á næsta ári að því er segir í tilkynningu frá Karólínu.

Verne greiði ríkinu 220 milljónir

Verne gagnaver þarf að endurgreiða íslenska ríkinu 220 milljónir króna, samkvæmt ákvörðun ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Stofnunin segir að um ríkisaðstoð hafi verið að ræða sem brjóti í bága við EES-samninginn og gerir ríkinu að endurheimta féð.

Íslensk selalátur gætu lokkað sundfima hvítabirni

Staðfesting sem fékkst á síðasta ári á ótrúlegu sundþreki ísbjarna sýnir að þeir geta synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn fylgdust þá með birnu í hafinu norður af Alaska synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra leið á níu dögum án þess að nærast.

ACTA hafnað á Evrópuþingi

Evrópuþingið hafnaði í gær upptöku hins umdeilda ACTA-samnings sem settur hefur verið til höfuðs höfundarlagabrotum.

Krefjast rökstuðnings fyrir gjaldi á farþega

Eigendur Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar efast um lögmæti 44,50 króna gjalds sem lagt er á farþega í Ísafjarðarhöfn. Hafnarstjórinn segir ekki óeðlilegt að greidd séu afkomutengd gjöld í farþegasiglingum eins og gerist með fiskiskip.

Frágangur vegriða víða dauðagildra

Frágangi vegriða á Íslandi er mjög ábótavant að mati Ólafs Guðmundssonar, fulltrúa EuroRAP á Íslandi. Sé ekki rétt gengið frá þeim geta þau verið dauðagildra. Stjórnvöld fylgjast ekki nógu vel með þróuninni í nágrannalöndunum.

Fjarðaál flutti út vörur fyrir 95 milljarða

Alcoa Fjarðaál flutti á síðasta ári út vörur fyrir 95 milljarða íslenskra króna. Ekkert annað fyrirtæki á Íslandi flytur út meira magn af vörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarðaáli um helstu tölur úr rekstri fyrirtækisins á síðasta ári.

Blíðan varnaði því að eldurinn bærist víðar

Bílaverkstæði í Kópavogi gereyðilagðist í eldi. Mildi þykir að eldurinn hafi ekki náð að læsa sig í nálæg hús. Reykskemmdir urðu í nágrenninu og íbúar þurftu að loka gluggum og kynda heimili sín. Rannsókn er hafin á eldsupptökunum.

Bæjarstjóri lætur fjarlægja slysagildru

Húsið þar sem Bryndísarsjoppa var starfrækt til ársins 2008 stendur yfirgefið við Hringbraut 16 í Hafnarfirði. Mikill sóðaskapur er á lóðinni þar sem sjoppan stóð og húsið sjálft er í niðurníðslu og útkrotað.

Aukin hætta með gjaldi í Silfru

„Gjaldtaka í Silfru breytir engu um öryggi og eykur það ekki, heldur þvert á móti getur stuðlað að því að rekstraraðilar fari að spara við sig starfsmenn og auki þar með hættu á slysum frekar en að draga úr henni,“ segir Anna María Einarsdóttir, gjaldkeri Sportkafarafélags Íslands.

Samið við alla háskólana

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur nú undirritað samninga við alla háskóla í landinu. Nú síðast voru gerðir samningar við Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Hólaskóla.

Játa aðeins sök að hluta til

Þrír Pólverjar sem sæta ákæru fyrir að hafa flutt til landsins tæp níu kíló af amfetamíni í sjampóbrúsum neita þeim sökum sem bornar eru á þá í ákæru. Þetta kom fram við þingfestingu málsins í gær.

Fagna tímamótum í leit sinni að guðseindinni

Vísindamenn í Sviss hafa eftir margra ára leit fundið bóseind, sem þeir segja líklega vera Higgs-bóseindina. Tilvist hennar er talin geta útskýrt bæði efnismassa hlutanna og þyngdaraflið sem honum fylgir.

"Finnst hvorki tangur né tetur af bangsa"

Lögreglan á Blönduósi hefur hætt leit að hvítabirninum í Húnaflóa. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar er farin í hvíld en leit verður haldið áfram á morgun.

Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi

Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist.

Át 68 pylsur á 10 mínútum

Bandaríkjamaðurinn Joey Chestnut sannaði á ný ágæti sitt í pylsuáti í dag. Hann torgaði 68 pylsum og bætti þar með sitt eigið met.

Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá

Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá.

"Þjóðhátíðin er að breytast"

Skipuleggjendur Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum þurfa nú að horfast í augu við breytta tíma. Á síðustu árum hefur hátíðin vaxið ört og þessar breyttu aðstæður kalla á nýjar áherslur.

Spor fannst í sandinum

"Við erum bara að leita, þetta er sannarlega stórt svæði." Þetta segir varðstjóri lögreglunnar á Blönduósi en leit stendur nú yfir að ísbirni á Húnaflóa.

Íslenskur maður handtekinn í Brasilíu

Íslenskur karlmaður hefur verið handtekinn í höfuðborg Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann er grunaður um að vera viðriðin stórt fíkniefnamál.

Sjávarútvegsráðherrar funduðu um brottkast

Matvælastofnun Sameinuðu Þjóðanna áætlar að brottkast fiskafla í heiminum gæti numið rúmlega 7 milljónum tonna á ári hverju. Þetta kom fram á fundi sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsríkjanna í gær.

Vinnan á Búðarhálsi í hámarki

Yfir þrjúhundruð manns eru að störfum á hálendinu við smíði Búðarhálsvirkjunar þar sem framkvæmdir eru nú í hámarki. Búið er að steypa upp stöðvarhúsið og flest bendir til þess að virkjunin verði kláruð á tilsettum tíma. Búðarháls er langstærsti nýbyggingarstaður á Íslandi um þessar mundir, þarna starfa um 310 manns í sumar, langflestir á vegum aðalverktakans, Ístaks, en þorri starfsmanna eru Íslendingar.

Framleiðandi Oblivion ánægður með tökurnar

Duncan Henderson hefur framleitt kvikmyndir á borð við Harry Potter og Dead Poets Society. Nýjasta verkefni hans er myndin Oblivion með Tom Cruise en eins og flestir vita var hún m.a. tekin upp á Íslandi. Hann segir tökurnar hafa gengið vel.

Svipast um eftir ísbirni

Lögreglumenn og þyrla Landhelgisgæslunnar svipast nú um eftir ísbirni sem talin er vera á sundi við Geitafell á Vatnsnesi. Ferðamenn tilkynntu um dýrið á sjötta tímanum í dag.

Misræmi í framkvæmd kosninga

Öryrkjabandalag Íslands hyggst láta kæra forsetakosningarnar og krefjast ógildingar á þeim. Formaður öryrkjabandalagsins segir að ekki megi gefa neinn afslátt af mannréttindum.

Segir endurgreiðsluna skipta sköpum

Eftirlitsstofnun EFTA samþykkti í dag tillögur íslenskra stjórnvalda um breytingar á ríkisaðstoð vegna kvikmyndagerðar hér á landi. Helga Margrét Reykdal hjá True North segir niðurstöðuna vera afar jákvæða fyrir íslenskra kvikmyndagerð.

Sjá næstu 50 fréttir