Fleiri fréttir

Vill jafna stöðu manna

Réttarstaða þeirra sem hafa verið á leigumarkaði hefur verið mjög veik, segir Lúðvík Geirsson, formaður hóps sem endurskoðaði húsnæðisbætur. Tilgangur vinnunar er að finna leiðir til þess að jafna rétt þeirra sem þiggja húsaleigubætur og þeirra sem þiggja vaxtabætur.

Er möguleiki að steypa fleiri götur á Íslandi?

"Við erum með bergtegundir sem við höfum aðgang að, það er svo lítil hersla að þau efni duga mun verr en þau efni sem eru í nágrannalöndunum okkar. En klárlega er steypta slitlagið mjög gott. Menn eru að leggja saman og skoða hvað það kosti í upphafi. Þá er aðallega verið að hugsa um hvernig er hægt að setja slitlagið á, á sem ódýrastan hátt," segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.

Gríðarlegt öskumistur á Suðurlandi

Gríðarlegt öskumistur var yfir fjöllunum austan við Vík í Mýrdal í dag. Á köflum var skyggnið á þjóðveginum ekki nema nokkrir metrar á milli Víkur og Skaftárfells og þurftu ökumenn að hægja á sér til að lenda ekki í ógöngum.

Bjölluóður utanbæjarmaður eyddi öllu í vín og villtar meyjar

Bjölluónæði er hvimleitt og ekki síst ef það á sér stað að næturlagi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er stundum kölluð til í slíkum málum, og svo var einmitt raunin þegar íbúum fjölbýlishúss í Kópavogi var nóg boðið á dögunum.

Segir Íslendinga þurfa að undirbúa sig undir hrun evrunnar

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, upplýsi um það hvað gert hafi verið til að undirbúa Ísland undir hrun evrunnar. Sagði Illugi á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að veruleg hætta væri á að Grikkir myndu þurfa að yfirgefa evrusamstarfið.

Varðstjóri sýknaður - mátti aflífa hreindýr og skera úr því kjöt

Varðstjóri lögreglunnar var sýknaður í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku en hann var ákærður fyrir að hafa gerst brotlegur í opinberu starfi með því að hafa misnotað stöðu sína sem aðalvarðstjóri og komið því til leiðar, er hann var á frívakt, að hann sinnti sjálfur aflífun særðs hreindýrs, sem tilkynnt hafði verið um að væri fast í girðingu við, undir því yfirskini að hann væri að sinna verkefni lögreglu, en í þeim tilgangi að komast yfir kjöt af dýrinu til eigin nota, og notfært sér í því skyni lögreglubifreið, skotvopn og annan búnað og aðstöðu lögreglu í eigin þágu.

Dómsmálaráðherra Breta segir Íslendinga einangraða

Ég get ekki ímyndað mér neitt meira óviðeigandi í núverandi aðstæðum, né heldur get ég hugsað mér neitt verra en að Bretar yfirgefi Evrópusambandið og ákveddu að nú væri tími til að einangra sig algerlega með Íslendingum og öðrum," segir Kenneth Clarke, dómsmálaráðherra Breta.

Dorrit verður viðstödd skírn sænsku prinsessunnar

Dorrit Moussaieff forsetafrú hélt áleiðis til Svíþjóðar í dag til að sækja skírn prinsessunnar Stellu, dóttur Viktoríu krónprinsessu og Daníels prins, í boði sænsku konungshjónanna. Athöfnin fer fram á morgun, klukkan tólf að staðartíma, í kapellu konungshallarinnar í Stokkhólmi. Í kjölfarið sækir forsetafrúin móttöku og situr hádegisverð í konungshöllinni. Sænsku konungshjónin, Karl Gústav XVI og Silvía drottning, buðu íslensku forsetahjónunum til athafnarinnar ásamt þjóðhöfðingjum annarra Norðurlanda. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gat ekki sótt viðburðinn vegna anna.

Mistur yfir höfuðborgarsvæðinu

Mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í gær og dag, 20. og 21. maí. Um er að ræða svifryk sem berst frá öskufallssvæðinu fyrir austan fjall. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má búast við að svipaðar aðstæður ríki fram eftir degi. Búist er við úrkomu um mestallt sunnan- og austanvert landið í kvöld og í kjölfarið má reikna með að loftgæði batni í Reykjavík.

Vill þyngri refsingu yfir konu sem varð barni sínu að bana

Vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Agné Krataviciuté sem var dæmd í tveggja ára fangelsi í mars síðastliðnum, fyrir að hafa orðið nýfæddu sveinbarni sínu að bana í júlí á síðasta ári. Þá veitti hún barninu skurðáverka í andliti og koma líkama þess fyrir í ruslageymslu Hótel Frón, þar sem Agné starfaði við þrif.

Jóhanna hugsanlega fjarverandi við atkvæðagreiðslu stærstu mála

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók tveggja vikna leyfi frá þingstörfum á föstudag. Baldur Þórhallsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, tók hennar sæti á meðan. Ástæðan er sú að Jóhanna þarf, sem forsætisráðherra, að sinna fjölmörgum erindum erlendis. Þar á meðal er fundur Atlantshafsbandalagsins í Chicago sem stendur núna yfir. Þá mun Jóhanna sitja fleiri fundi erlendis undir lok mánaðarins.

Haglabyssa fannst við húsleit hjá Vítisengli

Fíkniefni, þýfi og haglabyssa fundust þegar lögregla gerði húsleit í Árbæ á föstudagskvöld, en húsráðandi tengist Hells Angels. Lögreglan naut aðstoðar fíkniefnahunds við þessa aðgerð. Í íbúð fjölbýlishúss í miðborginni, þar sem einnig var gerð húsleit á föstudag, fann lögreglan kókaín, amfetamín og stera.

Stal loki af setlaug en tæmdi laugina af ótta við frostskemmdir

Þeir eru misstillitsamir þjófarnir, en sumarhúsaeigandi í Þingvallasveit fékk að kynnast einum slíkum. Þannig var loki af rafmagnssetlaug stolið frá sumarbústað í landi Kárastaða í maí. Þjófurinn lét sig þó hafa það að tæma setlaugina, líklega af ótta við að laugin skemmdist vegna næturfrostsins. Þjófurinn stal einnig tröppum og útiljósi. Lögreglan á Selfossi telur að þjófnaðurinn gæti hafa átt sér stað á tímabilinu 1. til 18. maí.

Vill að samfélagið taki þátt umræðunni um breytingar á kerfinu

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að það taki líklegast þrjú til fjögur ár að innleiða svo viðamiklar breytingar á húsnæðisbótakerfinu eins og þær sem vinnuhópur undir stjórn Lúðvíks Geirssonar hefur lagt fram. Í tillögunum er leitast við að jafna stöðu eigenda húsnæðis og leigjenda á markaði.

Björgvin minnist Robin Gibb - frábærir lagahöfundar

"Hljómsveitin Bee Gees hafði mikil áhrif á tónlistina um heim allan, mér fannst þeir æðislega góðir," segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson um andlát Robin Gibb, sem lést í gær, 62 ára að aldri. Björgvin segir að andlát Robin hafi ekki komið sér á óvart, hann var orðinn mjög veikur, enda háð harðvítuga baráttu við krabbamein í lifrinni síðustu mánuði.

Allir fái húsnæðisbætur, óháð búsetuformi

Nú stendur yfir kynningarfundur á tillögum vinnuhóps sem velferðarráðherra skipaði um breytingar á húsnæðisbótakerfinu. Lúðvík Geirsson þingmaður Samfylkingarinnar er formaður hópsins en tillögur hans miða að því að gjörbreyta kerfinu frá því sem nú er. "Með nýju kerfi yrði öllum tryggður sami réttur til fjárhagsstuðnings hins opinbera vegna húsnæðiskostnaðar, óháð búsetuformi, hvort sem fólk kýs að búa í eigin húsnæði, leiguhúsnæði eða búseturéttaríbúðum,“ segir í tilkynningu en í gildandi kerfi eru almennar húsaleigubætur mun lægri en vaxtabætur og uppbygging kerfanna ólík.

Öskumistur í veðurblíðunni

Rykmystur hefur verið víða á sunnanverðu landinu síðustu daga og urðu margir höfuðborgarbúar varir við það í morgunsárið. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að hluti væri aska úr Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Búast má við að mystur verði áfram meðan veður er þurrt. Svifryk mælist rétt undir heilsuverndarmörkum.

Vítisenglar selja Viagra

Skipulögð glæpasamtök í Svíþjóð á borð við Vítisengla virðast hafa fundið sér nýja gróðaleið. Að því er fram kemur í sænska blaðinu Dagens Nyheter hafa glæpaklíkurnar tekið upp á því að selja stinningarlyf á borð við Viagra á Netinu. Gríðarleg aukning hefur orðið á ólöglegri sölu slíkra lyfja síðustu misserin í Svíþjóð og bendir ýmislegt til þess að glæpaklíkurnar standi að baki innflutningnum. Salan getur skilað miklum gróða auk þess sem viðurlög við slíkum brotum eru mun vægari en þegar um hörð fíkniefni er að ræða. Fyrir nokkrum mánuðum fannst mikið af stinningarlyfjum í klúbbhúsi Vítisengla í Svíþjóð þegar lögreglan gerði þar húsleit.

Seldi Ólympíukyndil á 30 milljónir

Ólympíukyndill sem notaður var í fyrsta hluta boðhlaupsins um Bretland í undanfara Ólympíuleikanna í London í sumar var seldur á uppboðssíðunni eBay á 30 milljónir króna. Hlaupararnir fá að kaupa kyndlana sem þeir hlaupa með og var það hugsað til þess að fólkið gæti átt þá til minningar um þáttöku sína í leikunum.

Milljónir fylgdust með hringmyrkva

Milljónir manna í löndunum við Kyrrahaf fylgdust með sólmyrkva, eða svokölluðum hringmyrkva í gær. Fyrirbærið verður til þegar máninn fer fyrir sólu en er í mestri fjarlægð frá jörðu þannig að hann nær ekki að skyggja algerlega á sólina. Þá myndast einskonar eldhringur þegar útjaðrar sólarinnar skína þótt miðjan sé hulin myrkri. Myrkvinn sást greinilega í Tókíó í Japan og í Kína og Tævan en einnig á vesturströnd Bandaríkjanna.

Talið að kviknað hafi í út frá Rafmagni

Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni, þegar veitingahúsið Frú Lára á Seyðisfirði stórskemmdist í bruna í gærkvöldi. Eldsins varð vart upp úr klukkan átta í gærkvöldi og barst hann um allt húsið, en karlmaður, sem var þar á efri hæð, komst út um glugga og sakaði ekki. Slökkvistarf gekk vel en húsið, sem er eitt elsta hús á staðnum og í hjarta bæjarins, er stór skemmt.

Unglingar brutust inn í bíla í Breiðholti

Þrír unglingspiltar voru handteknir í Breiðholti um tvö leytið í nótt, grunaðir um að hafa farið inn í bíla í leit að verðmætum. Ekki liggur fyrir hvort þeir höfðu eitthvað upp úr krafsinu, en lögregla hafði samband við foreldra þeirra, sem sóttu þá á lögreglustöðina.

Sigmaðurinn á gjörgæslu

Maðurinn, sem féll í fuglabjargi við Aðalvík, norðan Ísafjarðardjúps síðdegis í gær, gekkst undir aðgerð á Landsspítalanum í gærkvöldi og liggur nú á gjörgæsludeild.

Barist í Beirút

Að minnsta kosti tveir féllu og um tuttugu liggja sárir eftir bardaga í Beirút höfuðborg Líbanons í nótt. Bardaginn var á milli Súnní og Síta múslima í borginni en Súnníar styðja stjórnvöld í nágrannaríkinu Sýrlandi en Sítar eru andstæðingar þeirra. Átökin hófust í gær eftir að tveir háttsettir Sítar voru skotnir til bana en þeir höfðu verið háværir gagnrýnendur sýrlenskra stjórnvalda og framferðis þeirra gegn mótmælendum í landinu síðasta árið.

Cameron setur Grikkjum úrslitakosti

David Cameron forsætisráðherra Breta sendi Grikkjum tóninn frá leiðtogafundi Nato ríkja sem nú fer fram í Chicago í Bandaríkjunum. Cameron sagði í ræðu að Grikkir ættu aðeins tvo kosti í þingkosningunum sem fram fara að nýju þann sautjánda júní, að vera áfram aðilar að evrunni, eða hætta í samstarfinu.

Kínverskum sjómönnum sleppt

Tuttugu og níu kínverskum sjómönnum hefur verið sleppt úr gíslingu en þeir voru teknir til fanga þar sem þeir voru við veiðar á þremur bátum í Gulahafi, undan ströndum Norður Kóreu þann áttunda maí síðastliðinn.

Hitabylgja í spánni fyrir hvítasunnuna

"Þetta lítur mjög vel út hvað varðar hita á norðan- og austanverðu landinu,“ segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Malarnám leyft í Svarfaðardalsá

Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar heimilar að teknir verði þrjú þúsund rúmmetrar af möl úr Svarfaðardalsá í Eyjafirði. Malartakan verður vestan Búrfellsár. Þetta er gert með samþykki landeigenda Búrfells og Veiðifélags Svarfaðardalsár.

Tuttugu þúsund fyrir eitt kíló af laxi

Snarhækkandi verð á villtum laxi á heimsmarkaði leiðir til þess að erfiðara er að kaupa upp netalagnir í íslenskum ám. Þetta kemur fram í grein Haraldar Eiríkssonar á vef Stangaveiðfélags Reykjavíkur.

Meinað að sleppa silungi í fólkvangi

Ekki fæst leyfi fyrir því að sleppa regnbogasilungi í Stórhólstjörn í Dalvíkurbyggð og selja íbúum í sveitarfélaginu veiðileyfi þar.

Öxull brotnaði af sömu þotu

Þotan sem missti eitt hjóla sinna við flugtak frá Keflavík á föstudag hefur áður orðið fyrir skakkaföllum. Þann 28. júní 2001 brotnaði öxull undan hægra hjólastellinu að aftan þar sem þotan stóð við flugstöðina í Kastrup.

Rannsókn fyrirhuguð á bóluefni gegn krabbameini

Umhverfisstofnun hefur til meðferðar leyfisumsókn fyrir rannsókn með erfðabreytt bóluefni þar sem prófuð verður ný aðferð við meðhöndlun blöðruhálskrabbameins. Nýja bóluefnið, PROSTVAC-V/F, er tvíþætt og inniheldur kúabóluveiru annars vegar og fuglabólusóttarveiru hins vegar, sem hefur verið breytt með erfðatæknilegum aðferðum til að tjá ónæmisvaka í þeim tilgangi að hjálpa ónæmisfrumum líkamans að þekkja og drepa krabbameinsfrumur. Í rannsókninni á að meta hversu öruggt bóluefnið er og hversu góða verkun það hefur á krabbamein.

Ein sending fyrir 1,8 milljarða

Actavis og dótturfyrirtæki þess Medis sendu um mánaðamótin lyf til Evrópu fyrir tæpa tvo milljarða króna, en um er að ræða eina stærstu markaðssetningu fyrirtækjanna frá upphafi. Lyfið er blóðfitulækkandi og ber nafnið Atorvastatín, og keppir við mest selda lyf í heimi sem lyfjarisinn Pfizer framleiðir og selur.

Áhætta bæjarsjóðs sögð í lægsta þrepi

„Þetta er náttúrulega alveg þrælmagnað,“ segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, um uppganginn á Siglufirði frá því Héðinsfjarðargöng voru opnuð og eftir tilkomu ferðaþjónustu- og veitingafyrirtækisins Rauðku.

40 prósent fá ekki sumarstarf

Akureyrarbær hafnaði rúmlega 40 prósentum umsækjenda um sumarstörf hjá bænum í fyrra og er útlit fyrir að hlutfallið verði svipað í ár. Í fyrrasumar voru ráðnir 430 einstaklingar í sumarafleysingar en alls sóttu 719 aðilar um auglýst störf. Flest eru störfin í þjónustu við fatlaða og aldraða. Sérstök átaksverkefni fyrir atvinnulausa eru ekki meðtalin í tölunum.

Robin Gibb látinn

Robin Gibb, söngvari Bee Gees, lést í dag. Hann var 62 ára gamall. Gibb hafði háð langa baráttu við krabbamein.Tónlistarferill Gibbs hófst þegar hann stofnaði Bee Gees með bræðrum sínum, Barry og Maurice árið 1958.

Heimkvaðning hermanna hluti af áætlun NATO

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að sú ákvörðun Hollandes, forseta Frakklands, að kveða hermenn heim frá Afganistan sé hluti af áætlunum Atlantshafsbandalagsins.

Kominn á gjörgæslu

Maðurinn sem féll þegar hann var við eggjatínslu á Hornströndum síðdegis er kominn á gjörgæsludeild. Hann mun vera með mikla áverka. Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og var kominn þangað á áttunda tímanum.

Stúlkan hefði getað hlotið alvarlegan augnskaða

Mennirnir sem slógu gólfkúlu vísvitandi í andlit lítillar stúlku eru heppnir að hún slasaðist ekki meira. Þetta segir Svanur Sigurbjörnsson, læknir, en hann telur að barnið hefði getað hlotið alvarlegan augnskaða eða jafnvel höfuðkúpubrot.

Komst af eigin rammleik úr brennandi húsi

Karlmaður komst af eigin rammleik út úr brennandi húsi þegar eldur kveiknaði í veitingastaðnum Kaffi Láru á Seyðisfirði um áttaleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var mikill eldur í húsinu um stund og er það hugsanlega ónýtt. Slökkvistarf hefur gengið vel, enda hægviðri. Slökkviliðið naut aðstoðar björgunarsveitamanna á vettvangi.

Sjá næstu 50 fréttir