Innlent

Vill jafna stöðu manna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lúðvík Geirsson er formaður vinnuhópsins.
Lúðvík Geirsson er formaður vinnuhópsins.
Réttarstaða þeirra sem hafa verið á leigumarkaði hefur verið mjög veik, segir Lúðvík Geirsson, formaður hóps sem endurskoðaði húsnæðisbætur. Tillögurnar voru kynntar í velferðarráðuneytinu í morgun en tilgangur vinnunar er að finna leiðir til þess að jafna rétt þeirra sem þiggja húsaleigubætur og þeirra sem þiggja vaxtabætur.

„Þrátt fyrir að hér hafi verið húsaleigubótakerfi og sérstakar húsaleigubætur þá hefur verið hér tekjuhópur sem hefur verið með miðlungstekjur sem hefur ekki fengið neinar bætur til þessa að létta undir með húsnæðiskostnaði," sagði Lúðvík í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að tillögurnar sem voru kynntar í morgun gangi út á það að þeir sem eru á leigumarkaði séu gerðir jafnréttir þeim sem eru í fjárfestingum á húsnæðismarkaði.

Kostnaðurinn við húsnæðisbótakerfið er um 25 milljarðar á ári núna og Lúðvík býst við því að hann verði það áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×