Innlent

Ögmundur: Aldrei vitlausara að ganga í ESB en nú

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson er innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson er innanríkisráðherra. mynd/ anton.
Það hefur aldrei verið vitlausara en nú að ganga í Evrópusambandið, sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði hann á Alþingi í dag hvernig hann taldi að aðildaviðræðurnar við Evrópusambandið ættu að þróast.

Ögmundur sagði að efnislegar niðurstöður í viðræðum við Evrópusambandið væri að verða skýrari og sýnilegri. Ekkert væri því til fyrirstöðu að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu hið fyrsta.

„Ég hef alla tíð verið andvígur því að við gengum inn í Evrópusambandið og fyrir mitt leyti til hefur ekki þurft neinar viðræður til að leiða það í ljós," sagði Ögmundur.

Ögmundur er ekki eini ráðherrann sem kveðst vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið sem fyrst, því Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hélt uppi svipuðum sjónarmiðum fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×