Erlent

Milljónir fylgdust með hringmyrkva

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Milljónir manna í löndunum við Kyrrahaf fylgdust með sólmyrkva, eða svokölluðum hringmyrkva í gær. Fyrirbærið verður til þegar máninn fer fyrir sólu en er í mestri fjarlægð frá jörðu þannig að hann nær ekki að skyggja algerlega á sólina. Þá myndast einskonar eldhringur þegar útjaðrar sólarinnar skína þótt miðjan sé hulin myrkri. Myrkvinn sást greinilega í Tókíó í Japan og í Kína og Tævan en einnig á vesturströnd Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×