Erlent

Barist í Beirút

Mynd/AP
Að minnsta kosti tveir féllu og um tuttugu liggja sárir eftir bardaga í Beirút höfuðborg Líbanons í nótt. Bardaginn var á milli Súnní og Síta múslima í borginni en Súnníar styðja stjórnvöld í nágrannaríkinu Sýrlandi en Sítar eru andstæðingar þeirra. Átökin hófust í gær eftir að tveir háttsettir Sítar voru skotnir til bana en þeir höfðu verið háværir gagnrýnendur sýrlenskra stjórnvalda og framferðis þeirra gegn mótmælendum í landinu síðasta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×