Erlent

Cameron setur Grikkjum úrslitakosti

David Cameron forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron forsætisráðherra Bretlands. mynd/afp
David Cameron forsætisráðherra Breta sendi Grikkjum tóninn frá leiðtogafundi Nato ríkja sem nú fer fram í Chicago í Bandaríkjunum. Cameron sagði í ræðu að Grikkir ættu aðeins tvo kosti í þingkosningunum sem fram fara að nýju þann sautjánda júní, að vera áfram aðilar að evrunni, eða hætta í samstarfinu.

Fréttaskýrendur segja að með þessu sé Cameron að gefa til kynna að Evrópusambandið hafi þegar hafi undirbúning þess að reka Grikki úr samstarfinu og að betri björgunarpakki en nú sé á borðinu standi Grikkjum ekki til boða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×