Innlent

Lögreglan hafði afskipti af gæsaveislu í Sóltúni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er stundum ekkert grín að fást við gæsir.
Það er stundum ekkert grín að fást við gæsir.
Lögreglan var kölluð að fjölbýlishúsi í Sóltúni í bítið í morgun vegna gæsapartýs sem fór úr böndunum. Ekki var þar um að ræða gáskafullar, lífsglaðar ungmeyjar að horfa á eftir vinkonu úr hópnum í hjónaband eins og oft er þegar orðið gæsapartý ber á góma. Aftur á móti höfðu tvær gæsir, í orðsins fyllstu merkingu, villst inn í stigagang hússins og gekk erfiðlega að ná þeim út aftur. Því var ákveðið að kalla eftir aðstoð lögreglunnar. Ekkert hefur spurst út um það hvernig laganna vörðum tókst til við að ná gæsunum úr húsinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×