Innlent

Bjarni: Landið er stjórnlaust

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson segir landið vera stjórnlaust.
Bjarni Benediktsson segir landið vera stjórnlaust.
„Landið er stjórnlaust," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fésbókarsíðu sinni. Þar ræðir Bjarni hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að láta fram fara þjóðaratkvæðagreiðslu í haust um tillögur stjórnlagaráðs, eins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur lagt til.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vekur athygli á því í grein hér á Vísi í dag að tillagan verði rædd á Alþingi í næstu viku. Um sé að ræða eitt af brýnustu stefnumálum ríkisstjórnarinnar.

„Er það virkilega eitt brýnasta mál ríkisstjórnarinnar að efna til 250 milljóna skoðanakönnunar um ófullgerð drögð að stjórnarskrá ?" spyr Bjarni jafnframt. Bjarni segir að hann vilji ræða málið af yfirvegun á Alþingi. Hann segir að samkvæmt umsögnum okkar færasta fólks séu tillögur stjórnlagaráðsins ófullburða hugmyndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×