Erlent

Ítrekar andstöðu sína við hjónaband samkynhneigðra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mitt Romney verður líklegast frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum.
Mitt Romney verður líklegast frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum. mynd/ afp.
Mitt Romney, sem verður að öllum líkindum forsetaefni Repúblikana í næstu forsetakosningum, ítrekaði í dag andstöðu sína við hjónabönd samkynhneigðra. Einungis örfáir dagar eru síðan að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir stuðningi opinberlega við hjónabönd samkynhneigðra.

„Hjónaband er samband milli karls og konu," sagði Romney við háskólaútskrift í Virginíu í dag. Þessum orðum tóku viðstaddir fagnandi með dynjandi lófaklappi. Stutt er síðan að almenningur í Norður Karólínu í Bandaríkjunum ákvað að banna hjónabönd samkynhneigðra í fylkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×