Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann með heimagerða sprengju og skotvopn Lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra fóru inn á heimili í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna grunsemda um að maður væri þar með ólögleg skotvopn og jafnvel með heimagerða sprengju. 27.2.2012 09:58 Ræningi í gæsluvarðhald Ungur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um rán í Fjölumboðinu við Skipagötu á Akureyri í hádeginu á fimmtudag. 27.2.2012 09:11 1.200 íslenskar kvikmyndir á sama stað Gagnagrunnur um íslenska kvikmyndagerð með rúmlega 1.200 titlum og tæplega átta þúsund einstaklingum hefur verið opnaður á síðunni Kvikmyndavefurinn.is. 27.2.2012 09:00 Maður handtekinn grunaður um ránið á Akureyri Um helgina handtók lögreglan á Akureyri mann grunaðan um ránið í Fjölumboðið við Skipagötu s.l. fimmtudag. Maðurinn var á númerslausum bíl í annarlegu ástandi. 27.2.2012 08:49 Starfsmaður kærður til lögreglu og sendur í leyfi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur ákveðið að kæra starfsmann Símans til lögreglu fyrir að skoða símtalaskrá fyrrverandi konu sinnar. Þá verður Síminn jafnframt kærður til lögreglu fyrir brot á fjarskiptalögum við meðferð málsins. Þetta kemur fram í ákvörðun PFS sem birt verður opinberlega í vikunni og Fréttablaðið hefur undir höndum. 27.2.2012 08:00 Réttarhöldum vegna olíulekans á Mexíkóflóa frestað Réttarhöldum vegna olíulekans á Mexíkóflóa árið 2010 hefur verið frestað um viku en þau áttu að hefjast í dag í borginni New Orleans. 27.2.2012 07:46 Leyniþjónusta Rússa stöðvar morðtilræði gegn Putin Leyniþjónusta Rússlands hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa skipulagt morðtilræði gegn Vladímír Pútín forsætisráðherra landsins. 27.2.2012 07:45 Kristjaníubúar þurfa að fá bankalán Kristjaníubúar verða að leita á náðir banka eða fjármálafyrirtækja ef þeim á að takast að halda eign sinni á Kristjaníu. 27.2.2012 07:43 Sprengjuárásir í Afganistan halda áfram Sprengjuárásir í Afganistan halda áfram af fullum krafti. Sjálfsmorðssprengjumaður drap níu manns og særði tíu þegar hann sprengdi upp bíl sinn í morgun við Jalalabad flugvöllinn í austurhluta Afganistan. 27.2.2012 07:41 Fimm unglingar í hassvímu við golfvöll Fimm unglingar, 16 til 17 ára voru handteknir við golfskálann í Hafnarfirði upp úr miðnætti eftir að megna kannabislykt lagði út úr bílnum þegar lögreglu bar að. 27.2.2012 07:38 Rúmlega 30 féllu á kjördegi í Sýrlandi Stjórnvöld í Sýrlandi héldi kosningar í landinu um nýja stjórnarskrá í gærdag en talið er að rúmlega 30 manns hafi fallið í átökum sem tengdust kosningunni. 27.2.2012 07:29 Tveir þjófar teknir með gervihnattadisk í fórum sínum Lögreglan handtók tvo karlmenn, af erlendu bergi brotna, þar sem þeir voru að burðast með stóran gervihnattardisk í Kópavogi í nótt. Hann höfðu þeir tekið ófrjálsri hendi. 27.2.2012 07:28 Setur stefnuna á að ná 100 blóðgjöfum "Ég byrjaði að gefa blóð um leið og ég hafði aldur til, sennilega á átjánda afmælisdeginum mínum,“ segir Hafdís Karlsdóttir sem náði þeim merka áfanga á dögunum að verða yngsta konan frá upphafi til að gefa blóð oftar en 35 sinnum, tæplega 29 ára gömul. 27.2.2012 07:00 Steingrímur sló á áhyggjur bænda Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, færði Búnaðarþingsfulltrúum þær fréttir í gær að hafi hann einhvern tímann efast um aðild Íslands að Evrópusambandinu þá hafi hann frekar styrkst í þeirri skoðun en hitt. 27.2.2012 07:00 Sendiherra býður ESB aðstoð Íslendinga við fiskveiðistjórnun Þórir Ibsen sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu hefur boðið sambandinu aðstoð Íslendinga við að endurskoða og breyta fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins. 27.2.2012 06:52 Ráða ekki við meðferð kynferðisbrotamanna Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins. 27.2.2012 06:00 Meryl Streep fékk loksins Óskar eftir 30 ára bið Franska kvikmyndin Listamaðurinn hlaut þrjú af helstu verðlaununum á Óskarsverðlaunahátíðini í Los Angeles í nótt. Leikkonan Meryl Streep fékk loksins Óskarsverðlaun eftir 30 ára bið en hún hefur verið tilnefnd 13 sinnum til þeirra síðan hún vann síðast. 27.2.2012 05:45 Það verður að fara í almennar aðgerðir Helgi Hjörvar kvartar yfir umræðu um skuldamál. Ýmist telji menn að hægt sé að gera allt fyrir alla án kostnaðar eða að ekkert sé hægt að gera. Hann vill innleysa skatttekjur á frjálsan viðbótarlífeyrissparnað, nýta 20 milljarða króna afslátt sem lífeyrissjóðir fengu á húsnæðislánum og að bankarnir komi til móts við lántakendur. Þannig sé hægt að koma til móts við stóran hóp lántakenda. 27.2.2012 05:00 Meintur dólgur ekki skoðaður Rannsóknardeild lögreglunnar hefur ekki og mun ekki hafa samband við vefmiðilinn Pressuna til að fá upplýsingar um mann sem segist flytja inn vændiskonur hingað til lands. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður ekkert aðhafst í málinu sökum þess að fjölmiðlar gefi ekki að jafnaði upp heimildarmenn sína. 27.2.2012 05:00 Ninja fremst meðal hunda Ninja, sem er af tegundinni Siberian Husky, var valin besti hundur alþjóðlegrar hundasýningar Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var um helgina á nýju sýningarsvæði að Klettagörðum. 27.2.2012 05:00 Mandela er talinn á batavegi Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, var útskrifaður af spítala í heimaborg sinni Jóhannesarborg í gærmorgun. Hann undirgekkst aðgerð síðdegis í gær eftir að hafa fundið til kviðverkja. 27.2.2012 04:00 Loðnan mokveiðist uppi í harða landi Loðnuflotinn var í gær í mokveiði utan við Grindavík. Stór köst fengust um morguninn úr stærstu torfunni við Reykjanesið. Yfir 400 þúsund tonn eru þegar komin á land og hrognataka og frysting hefst í vikunni. 27.2.2012 03:15 Nepali minnstur í heimi - er einungis 55 sentimetrar Chandra Bahadur Dangi, sjötíu og tveggja ára, Nepali hefur verið útnefndur minnsti maður í heimi en hann er einungis 55 sentimetrar að hæð. Dangi segist himinlifandi með nýja titilinn en hann segist ætla að nýta hann til þess að kynna land sitt og þjóð. 26.2.2012 20:27 Bíða oft lengi eftir greiningu Ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu segir langan tíma oft líða frá krabbameinssjúklingar byrja að leita til lækna þar til þeir greinast. Mikilvægt sé að læknar séu vakandi fyrir því að leita að krabbameini en þriðji hver Íslendingur greinist með það einhverntímann á lífsleiðinni. 26.2.2012 19:45 Sextán ára stúlku nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi Sextán ára stúlka leitaði undir morgun á neyðarmóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa greint lögreglu frá því að henni hafi verið nauðgað af nokkrum mönnum í miðbæ Reykjavíkur. Barnaverndarnefnd hefur verið tilkynnt um málið. 26.2.2012 18:33 Kosningar í skugga blóðugra átaka Sýrlendingar ganga til atkvæða um nýja stjórnarskrá í dag en hún er tilraun stjórnvalda til að reyna að stöðva átökin í landinu. Það sem af er degi hafa á fjórða tug látið lífið í borginni Homs. 26.2.2012 17:54 Á 140 kílómetra hraða á Skeiðarvegi Ökumaður sem var að keyra á Skeiðarvegi, sem liggur frá þjóðveginum og að Flúðum, var tekinn á 140 kílómetra hraða skömmu eftir hádegið í dag. Hann á von á níutíu þúsund króna sekt og þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að allir vegir í umdæminu séu auðir en í gær fór nokkrir bílar út af vegna mikils krap sem var á vegunum. 26.2.2012 16:54 Illa tognuð á Esjunni Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og Mosfellsbæ voru kallaðar út eftir hádegi í dag vegna göngukonu sem slasaðist í Esjunni. Konan féll við á gömlu gönguleiðinni á Kerhólakambi, beint fyrir ofan Esjuberg og er talið að hún sé illa tognuð á fæti. Um 15-20 björgunarsveitamenn taka þátt í að aðstoða hana niður af fjallinu. 26.2.2012 15:35 Nelson Mandela útskrifaður af spítala Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, var útskrifaður af spítala í heimaborg sinni Jóhannesarborg morgun. Forsetinn fyrrverandi undirgekkst aðgerð síðdegis í gær eftir að hann fann til kviðverkja. Yfirvöld segja að honum líði nú vel en ekki er vitað nákvæmlega hvað það var sem hrjáði hann. Heilsu Mandela, sem er níutíu og þriggja ára, hefur hrakað mjög síðustu ár en lítið hefur farið fyrir honum undanfarið. 26.2.2012 15:02 Pilturinn kominn í leitirnar Pilturinn sem leitað var að í grennd við Sundlaugina í Kópavogi, á Borgarholtsbraut, í morgun er fundinn. Ekkert amaði að piltinum, að sögn föður hans, en hann hafði farið heim til vinar síns. 26.2.2012 14:24 Geir Jón: Búsáhaldarbyltingunni var stjórnað af alþingismönnum Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að búsáhaldarbyltingin í janúar árið 2009 hafi verið stýrt af þingmönnum sem sátu inni á Alþingi. Í viðtali við þáttinn Sprengisand á Bylgjunni í morgun sagði Geir Jón að ljóst væri að í mótmælunum hefðu verið gerendur á sviðinu sem voru framarlega í stjórnmálum og eru enn í dag. Hann hafi reynt að tala við fólk sem stóð þeim næst og beðið um að þarna yrði tekið á málum. Hann segir að níu lögreglumenn hafi slasast í átökunum árið 2009 og það hafi ekki munað miklu að allt færi á versta veg. 26.2.2012 13:51 Ívar spenntur fyrir Óskarnum - Allt í beinni á Stöð 2 í kvöld "Maður er búinn að gera þetta í nokkur ár, þetta verður bara skemmtileg upplifun,“ segir Ívar Guðmundsson útvarpsmaður á Bylgjunni. Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram í kvöld og mun Ívar lýsa beint frá hátíðinni á Stöð 2 ásamt Skarphéðni Guðmundssyni. 26.2.2012 13:30 Vill að aðildarviðræðunum ljúki fyrir næstu alþingiskosningar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að þjóðin fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu fyrir næstu alþingiskosningar sem fram fara á næsta ári. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 26.2.2012 13:15 Mikil spenna fyrir Óskarnum Afhending Óskarsverðlaunanna fer fram í kvöld, en það eru ævintýramyndin Hugo og þögla myndin The Artist sem tilnefndar eru í flestum flokkum. 26.2.2012 12:45 Þyrlan sækir mann með bráðaofnæmi Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti nú fyrir stundu í Landmannalaugum en þangað fór hún að sækja mann sem er með bráðaofnæmi. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni er læknir á staðnum en maðurinn er ekki talinn vera í bráðri hættu. Hann verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. 26.2.2012 12:09 Förum ekki aftur í kosningabaráttu með kjörorðið "Stöndum utan ESB" Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, segir að öllum flokksmönnum VG sé ljóst að samningaviðræðunum við Evrópusambandið verði að ljúka fyrir næstu alþingiskosningar, sem fram fara á næsta ári. Hann segir að flokkurinn fari ekki aftur í kosningabaráttu undir kjörorðinu: "Sækjum aldrei um aðild að ESB" eins og gert var fyrir síðustu kosningar. Þetta segir Jón á heimasíðu sinni. Þá segir hann að flokkurinn geti ekki heldur farið í kosningabaráttu með slagorðið "Stöndum utan ESB" með umsókn um aðild og aðlögun að ESB á fullu. "Ég hef lagt til að kosið verði um ESB í sumar. Ögmundur Jónasson lýsti þeirri skoðun sinni að Alþingi ætti núfyrir vorið að ákveða dagsetningu fyrir lok viðræðnanna sem yrðu að ljúka vel fyrir næstu alþingiskosningar. Fleiri fundarmenn tóku undir þessar skoðanir okkar Ögmundar en enginn andmælti þeim,“ segir Jón og vísar þar til flokksráðsfundsins sem haldin var um helgina. 26.2.2012 11:35 The Sun kom út í morgun - í fyrsta skiptið á sunnudegi Breska síðdegisblaðið The Sun kom út í fyrsta skiptið á sunnudegi í morgun, sem í reynd tekur við sunnudagsblaðinu News of the World, sem var lagt niður síðasta sumar vegna harðar gagnrýni á vinnubrögð blaðamanna. Sunnudagsútgáfan var prentuð í þremur milljónum eintaka en útgáfufélagið News International hefur boðað breytt vinnubrögð að þessu sinni, það verði farið að lögum við öflun frétta. Á forsíðu blaðsins í dag er leikkonan Amanda Holden þar sem hún lýsir því hversu erfið fæðingin var þegar hún fæddi dóttur sína. Hún hafi verið við dauðans dyr. 26.2.2012 11:03 Leita byssumanns sem skaut tvo bandaríska hermenn Yfirvöld í Afganistan leita nú að tuttugu og fimm ára foringja úr leyniþjónustu landsins vegna skotárásar í innanríkisráðuneytinu í höfuborginni Kabúl í gærdag. Þar voru tveir bandarískir foringjar úr sveitum NATÓ skotnir til bana af stuttu færi. Maðurinn, Abdul Saboor, flúði ráðuneytið stuttu eftir árásina en hann er talinn hafa skotið bandaríkjamennina tvo. Ættingjar mannsins hafa verið handteknir og leit gerð á heimili hans en hann var ekki þar þegar lögreglumenn réðust til atlögu í gærkvöldi. Allir starfsmenn NATÓ í Afganistan hafa verið látnir yfirgefa ráðuneytinu í landinu í öryggisskyni. Blóðug mótmæli hafa verið í höfuðborginni síðustu daga eftir að bandarískir hermenn brenndu óvart Kóraninn með rusli. 26.2.2012 10:37 Lokað í Skálafelli og Bláfjöllum Lítið skíðafæri er á höfuðborgarsvæðinu í dag og lokað bæði í Skálafelli og Bláfjöllum. Skíðamenn á norður og austurlandi geta hins vegar farið að taka til búnaðinn og smyrja nesti því opið er í Hlíðarfjalli á Akureyri, skíðasvæðinu á Sigufirði og í Oddskarði frá tíu til fjögur í dag, einnig er opið í Böggvisstaðarfjalli við Dalvík frá ellefu til fjögurþ 26.2.2012 10:24 Kom sér sjálfur á slysadeild handleggs- og fótbrotinn Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í Skútuhrauni. Þar mun hafa verið ráðist á pilt, hann laminn illa, troðið ofaní skott á bifreið og hent út í Mjóddinni. Hann mun hafa komið sér sjálfur á slysadeild þrátt fyrir að vera bæði handleggs og fótbrotinn auk annarra áverka. Málið er í rannsókn. 26.2.2012 09:31 Stúlka kærði nauðgun til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsi í Kópavogi klukkan korter yfir fimm í nótt þar sem stúlka greindi frá því að sér hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í ótilteknu húsasundi. Stúlkan hafði verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglumenn fóru með stúlkuna á slysadeild þar sem hún gekkst undir skoðun. Unnið er að rannsókn málsins. 26.2.2012 09:25 Sakaður um að hafa lamið sambýliskonu sína Lögregla var kölluð að Hrafnhólum í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun vegna heimilsofbeldis. Þar var karlmaður handtekinn, færður útaf heimili sínu og vistaður í fangageymslu. Hann er sakaður um að hafa lamið sambýliskonu sína. Á heimilinu var 12 ára barn. 26.2.2012 09:45 Starfsfólk tók bíllyklana af viðskiptavini Starfsfólk á veitingastað í Hafnarfirði kom í veg fyrir að ölvaður einstaklingur settist undir stýri um klukkan hálf þrjú í nótt. Lögreglan var kölluð á staðinn en tilkynnt var um mjög ölvaðan mann sem hafði reynt að aka frá veitingastaðnum. Þegar lögreglan kom á staðinn var starfsfólkið búið að taka bíllyklana af manninum svo hann komst hvergi. Lögreglan tók svo við lyklunum. Ekki er ljóst hvað varð um manninn, hvort honum var skutlað heim eða þurfti að fara gangandi. 26.2.2012 09:42 Hefur þú séð 7 ára pilt í grennd við Sundlaugina í Kópavogi? Ungur piltur hvarf frá forráðamönnum sínum fyrir utan sundlaugina í Kópavogi, á Borgarholtsbraut, um klukkan ellefu í morgun. Pilturinn er sjö ára gamall og er klæddur í svartar buxur, bláan jakka, svört stígvéli og er með bláa húfu. Ef einhver veit um ferðir piltsins er viðkomandi beðinn um að hafa samband við föður hans, Ívar, í síma 615-4349 eða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. 26.2.2012 13:26 Einkunnir barna lækka þegar pabbinn missir vinnuna Þegar faðirinn missir vinnuna lækka einkunnir barnanna en ekki þegar móðirin missir vinnuna. 25.2.2012 22:00 Sjá næstu 50 fréttir
Sérsveitin handtók mann með heimagerða sprengju og skotvopn Lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra fóru inn á heimili í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna grunsemda um að maður væri þar með ólögleg skotvopn og jafnvel með heimagerða sprengju. 27.2.2012 09:58
Ræningi í gæsluvarðhald Ungur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um rán í Fjölumboðinu við Skipagötu á Akureyri í hádeginu á fimmtudag. 27.2.2012 09:11
1.200 íslenskar kvikmyndir á sama stað Gagnagrunnur um íslenska kvikmyndagerð með rúmlega 1.200 titlum og tæplega átta þúsund einstaklingum hefur verið opnaður á síðunni Kvikmyndavefurinn.is. 27.2.2012 09:00
Maður handtekinn grunaður um ránið á Akureyri Um helgina handtók lögreglan á Akureyri mann grunaðan um ránið í Fjölumboðið við Skipagötu s.l. fimmtudag. Maðurinn var á númerslausum bíl í annarlegu ástandi. 27.2.2012 08:49
Starfsmaður kærður til lögreglu og sendur í leyfi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur ákveðið að kæra starfsmann Símans til lögreglu fyrir að skoða símtalaskrá fyrrverandi konu sinnar. Þá verður Síminn jafnframt kærður til lögreglu fyrir brot á fjarskiptalögum við meðferð málsins. Þetta kemur fram í ákvörðun PFS sem birt verður opinberlega í vikunni og Fréttablaðið hefur undir höndum. 27.2.2012 08:00
Réttarhöldum vegna olíulekans á Mexíkóflóa frestað Réttarhöldum vegna olíulekans á Mexíkóflóa árið 2010 hefur verið frestað um viku en þau áttu að hefjast í dag í borginni New Orleans. 27.2.2012 07:46
Leyniþjónusta Rússa stöðvar morðtilræði gegn Putin Leyniþjónusta Rússlands hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa skipulagt morðtilræði gegn Vladímír Pútín forsætisráðherra landsins. 27.2.2012 07:45
Kristjaníubúar þurfa að fá bankalán Kristjaníubúar verða að leita á náðir banka eða fjármálafyrirtækja ef þeim á að takast að halda eign sinni á Kristjaníu. 27.2.2012 07:43
Sprengjuárásir í Afganistan halda áfram Sprengjuárásir í Afganistan halda áfram af fullum krafti. Sjálfsmorðssprengjumaður drap níu manns og særði tíu þegar hann sprengdi upp bíl sinn í morgun við Jalalabad flugvöllinn í austurhluta Afganistan. 27.2.2012 07:41
Fimm unglingar í hassvímu við golfvöll Fimm unglingar, 16 til 17 ára voru handteknir við golfskálann í Hafnarfirði upp úr miðnætti eftir að megna kannabislykt lagði út úr bílnum þegar lögreglu bar að. 27.2.2012 07:38
Rúmlega 30 féllu á kjördegi í Sýrlandi Stjórnvöld í Sýrlandi héldi kosningar í landinu um nýja stjórnarskrá í gærdag en talið er að rúmlega 30 manns hafi fallið í átökum sem tengdust kosningunni. 27.2.2012 07:29
Tveir þjófar teknir með gervihnattadisk í fórum sínum Lögreglan handtók tvo karlmenn, af erlendu bergi brotna, þar sem þeir voru að burðast með stóran gervihnattardisk í Kópavogi í nótt. Hann höfðu þeir tekið ófrjálsri hendi. 27.2.2012 07:28
Setur stefnuna á að ná 100 blóðgjöfum "Ég byrjaði að gefa blóð um leið og ég hafði aldur til, sennilega á átjánda afmælisdeginum mínum,“ segir Hafdís Karlsdóttir sem náði þeim merka áfanga á dögunum að verða yngsta konan frá upphafi til að gefa blóð oftar en 35 sinnum, tæplega 29 ára gömul. 27.2.2012 07:00
Steingrímur sló á áhyggjur bænda Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, færði Búnaðarþingsfulltrúum þær fréttir í gær að hafi hann einhvern tímann efast um aðild Íslands að Evrópusambandinu þá hafi hann frekar styrkst í þeirri skoðun en hitt. 27.2.2012 07:00
Sendiherra býður ESB aðstoð Íslendinga við fiskveiðistjórnun Þórir Ibsen sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu hefur boðið sambandinu aðstoð Íslendinga við að endurskoða og breyta fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins. 27.2.2012 06:52
Ráða ekki við meðferð kynferðisbrotamanna Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins. 27.2.2012 06:00
Meryl Streep fékk loksins Óskar eftir 30 ára bið Franska kvikmyndin Listamaðurinn hlaut þrjú af helstu verðlaununum á Óskarsverðlaunahátíðini í Los Angeles í nótt. Leikkonan Meryl Streep fékk loksins Óskarsverðlaun eftir 30 ára bið en hún hefur verið tilnefnd 13 sinnum til þeirra síðan hún vann síðast. 27.2.2012 05:45
Það verður að fara í almennar aðgerðir Helgi Hjörvar kvartar yfir umræðu um skuldamál. Ýmist telji menn að hægt sé að gera allt fyrir alla án kostnaðar eða að ekkert sé hægt að gera. Hann vill innleysa skatttekjur á frjálsan viðbótarlífeyrissparnað, nýta 20 milljarða króna afslátt sem lífeyrissjóðir fengu á húsnæðislánum og að bankarnir komi til móts við lántakendur. Þannig sé hægt að koma til móts við stóran hóp lántakenda. 27.2.2012 05:00
Meintur dólgur ekki skoðaður Rannsóknardeild lögreglunnar hefur ekki og mun ekki hafa samband við vefmiðilinn Pressuna til að fá upplýsingar um mann sem segist flytja inn vændiskonur hingað til lands. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður ekkert aðhafst í málinu sökum þess að fjölmiðlar gefi ekki að jafnaði upp heimildarmenn sína. 27.2.2012 05:00
Ninja fremst meðal hunda Ninja, sem er af tegundinni Siberian Husky, var valin besti hundur alþjóðlegrar hundasýningar Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var um helgina á nýju sýningarsvæði að Klettagörðum. 27.2.2012 05:00
Mandela er talinn á batavegi Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, var útskrifaður af spítala í heimaborg sinni Jóhannesarborg í gærmorgun. Hann undirgekkst aðgerð síðdegis í gær eftir að hafa fundið til kviðverkja. 27.2.2012 04:00
Loðnan mokveiðist uppi í harða landi Loðnuflotinn var í gær í mokveiði utan við Grindavík. Stór köst fengust um morguninn úr stærstu torfunni við Reykjanesið. Yfir 400 þúsund tonn eru þegar komin á land og hrognataka og frysting hefst í vikunni. 27.2.2012 03:15
Nepali minnstur í heimi - er einungis 55 sentimetrar Chandra Bahadur Dangi, sjötíu og tveggja ára, Nepali hefur verið útnefndur minnsti maður í heimi en hann er einungis 55 sentimetrar að hæð. Dangi segist himinlifandi með nýja titilinn en hann segist ætla að nýta hann til þess að kynna land sitt og þjóð. 26.2.2012 20:27
Bíða oft lengi eftir greiningu Ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu segir langan tíma oft líða frá krabbameinssjúklingar byrja að leita til lækna þar til þeir greinast. Mikilvægt sé að læknar séu vakandi fyrir því að leita að krabbameini en þriðji hver Íslendingur greinist með það einhverntímann á lífsleiðinni. 26.2.2012 19:45
Sextán ára stúlku nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi Sextán ára stúlka leitaði undir morgun á neyðarmóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa greint lögreglu frá því að henni hafi verið nauðgað af nokkrum mönnum í miðbæ Reykjavíkur. Barnaverndarnefnd hefur verið tilkynnt um málið. 26.2.2012 18:33
Kosningar í skugga blóðugra átaka Sýrlendingar ganga til atkvæða um nýja stjórnarskrá í dag en hún er tilraun stjórnvalda til að reyna að stöðva átökin í landinu. Það sem af er degi hafa á fjórða tug látið lífið í borginni Homs. 26.2.2012 17:54
Á 140 kílómetra hraða á Skeiðarvegi Ökumaður sem var að keyra á Skeiðarvegi, sem liggur frá þjóðveginum og að Flúðum, var tekinn á 140 kílómetra hraða skömmu eftir hádegið í dag. Hann á von á níutíu þúsund króna sekt og þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að allir vegir í umdæminu séu auðir en í gær fór nokkrir bílar út af vegna mikils krap sem var á vegunum. 26.2.2012 16:54
Illa tognuð á Esjunni Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og Mosfellsbæ voru kallaðar út eftir hádegi í dag vegna göngukonu sem slasaðist í Esjunni. Konan féll við á gömlu gönguleiðinni á Kerhólakambi, beint fyrir ofan Esjuberg og er talið að hún sé illa tognuð á fæti. Um 15-20 björgunarsveitamenn taka þátt í að aðstoða hana niður af fjallinu. 26.2.2012 15:35
Nelson Mandela útskrifaður af spítala Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, var útskrifaður af spítala í heimaborg sinni Jóhannesarborg morgun. Forsetinn fyrrverandi undirgekkst aðgerð síðdegis í gær eftir að hann fann til kviðverkja. Yfirvöld segja að honum líði nú vel en ekki er vitað nákvæmlega hvað það var sem hrjáði hann. Heilsu Mandela, sem er níutíu og þriggja ára, hefur hrakað mjög síðustu ár en lítið hefur farið fyrir honum undanfarið. 26.2.2012 15:02
Pilturinn kominn í leitirnar Pilturinn sem leitað var að í grennd við Sundlaugina í Kópavogi, á Borgarholtsbraut, í morgun er fundinn. Ekkert amaði að piltinum, að sögn föður hans, en hann hafði farið heim til vinar síns. 26.2.2012 14:24
Geir Jón: Búsáhaldarbyltingunni var stjórnað af alþingismönnum Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að búsáhaldarbyltingin í janúar árið 2009 hafi verið stýrt af þingmönnum sem sátu inni á Alþingi. Í viðtali við þáttinn Sprengisand á Bylgjunni í morgun sagði Geir Jón að ljóst væri að í mótmælunum hefðu verið gerendur á sviðinu sem voru framarlega í stjórnmálum og eru enn í dag. Hann hafi reynt að tala við fólk sem stóð þeim næst og beðið um að þarna yrði tekið á málum. Hann segir að níu lögreglumenn hafi slasast í átökunum árið 2009 og það hafi ekki munað miklu að allt færi á versta veg. 26.2.2012 13:51
Ívar spenntur fyrir Óskarnum - Allt í beinni á Stöð 2 í kvöld "Maður er búinn að gera þetta í nokkur ár, þetta verður bara skemmtileg upplifun,“ segir Ívar Guðmundsson útvarpsmaður á Bylgjunni. Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram í kvöld og mun Ívar lýsa beint frá hátíðinni á Stöð 2 ásamt Skarphéðni Guðmundssyni. 26.2.2012 13:30
Vill að aðildarviðræðunum ljúki fyrir næstu alþingiskosningar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að þjóðin fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu fyrir næstu alþingiskosningar sem fram fara á næsta ári. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 26.2.2012 13:15
Mikil spenna fyrir Óskarnum Afhending Óskarsverðlaunanna fer fram í kvöld, en það eru ævintýramyndin Hugo og þögla myndin The Artist sem tilnefndar eru í flestum flokkum. 26.2.2012 12:45
Þyrlan sækir mann með bráðaofnæmi Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti nú fyrir stundu í Landmannalaugum en þangað fór hún að sækja mann sem er með bráðaofnæmi. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni er læknir á staðnum en maðurinn er ekki talinn vera í bráðri hættu. Hann verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. 26.2.2012 12:09
Förum ekki aftur í kosningabaráttu með kjörorðið "Stöndum utan ESB" Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, segir að öllum flokksmönnum VG sé ljóst að samningaviðræðunum við Evrópusambandið verði að ljúka fyrir næstu alþingiskosningar, sem fram fara á næsta ári. Hann segir að flokkurinn fari ekki aftur í kosningabaráttu undir kjörorðinu: "Sækjum aldrei um aðild að ESB" eins og gert var fyrir síðustu kosningar. Þetta segir Jón á heimasíðu sinni. Þá segir hann að flokkurinn geti ekki heldur farið í kosningabaráttu með slagorðið "Stöndum utan ESB" með umsókn um aðild og aðlögun að ESB á fullu. "Ég hef lagt til að kosið verði um ESB í sumar. Ögmundur Jónasson lýsti þeirri skoðun sinni að Alþingi ætti núfyrir vorið að ákveða dagsetningu fyrir lok viðræðnanna sem yrðu að ljúka vel fyrir næstu alþingiskosningar. Fleiri fundarmenn tóku undir þessar skoðanir okkar Ögmundar en enginn andmælti þeim,“ segir Jón og vísar þar til flokksráðsfundsins sem haldin var um helgina. 26.2.2012 11:35
The Sun kom út í morgun - í fyrsta skiptið á sunnudegi Breska síðdegisblaðið The Sun kom út í fyrsta skiptið á sunnudegi í morgun, sem í reynd tekur við sunnudagsblaðinu News of the World, sem var lagt niður síðasta sumar vegna harðar gagnrýni á vinnubrögð blaðamanna. Sunnudagsútgáfan var prentuð í þremur milljónum eintaka en útgáfufélagið News International hefur boðað breytt vinnubrögð að þessu sinni, það verði farið að lögum við öflun frétta. Á forsíðu blaðsins í dag er leikkonan Amanda Holden þar sem hún lýsir því hversu erfið fæðingin var þegar hún fæddi dóttur sína. Hún hafi verið við dauðans dyr. 26.2.2012 11:03
Leita byssumanns sem skaut tvo bandaríska hermenn Yfirvöld í Afganistan leita nú að tuttugu og fimm ára foringja úr leyniþjónustu landsins vegna skotárásar í innanríkisráðuneytinu í höfuborginni Kabúl í gærdag. Þar voru tveir bandarískir foringjar úr sveitum NATÓ skotnir til bana af stuttu færi. Maðurinn, Abdul Saboor, flúði ráðuneytið stuttu eftir árásina en hann er talinn hafa skotið bandaríkjamennina tvo. Ættingjar mannsins hafa verið handteknir og leit gerð á heimili hans en hann var ekki þar þegar lögreglumenn réðust til atlögu í gærkvöldi. Allir starfsmenn NATÓ í Afganistan hafa verið látnir yfirgefa ráðuneytinu í landinu í öryggisskyni. Blóðug mótmæli hafa verið í höfuðborginni síðustu daga eftir að bandarískir hermenn brenndu óvart Kóraninn með rusli. 26.2.2012 10:37
Lokað í Skálafelli og Bláfjöllum Lítið skíðafæri er á höfuðborgarsvæðinu í dag og lokað bæði í Skálafelli og Bláfjöllum. Skíðamenn á norður og austurlandi geta hins vegar farið að taka til búnaðinn og smyrja nesti því opið er í Hlíðarfjalli á Akureyri, skíðasvæðinu á Sigufirði og í Oddskarði frá tíu til fjögur í dag, einnig er opið í Böggvisstaðarfjalli við Dalvík frá ellefu til fjögurþ 26.2.2012 10:24
Kom sér sjálfur á slysadeild handleggs- og fótbrotinn Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í Skútuhrauni. Þar mun hafa verið ráðist á pilt, hann laminn illa, troðið ofaní skott á bifreið og hent út í Mjóddinni. Hann mun hafa komið sér sjálfur á slysadeild þrátt fyrir að vera bæði handleggs og fótbrotinn auk annarra áverka. Málið er í rannsókn. 26.2.2012 09:31
Stúlka kærði nauðgun til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsi í Kópavogi klukkan korter yfir fimm í nótt þar sem stúlka greindi frá því að sér hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í ótilteknu húsasundi. Stúlkan hafði verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglumenn fóru með stúlkuna á slysadeild þar sem hún gekkst undir skoðun. Unnið er að rannsókn málsins. 26.2.2012 09:25
Sakaður um að hafa lamið sambýliskonu sína Lögregla var kölluð að Hrafnhólum í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun vegna heimilsofbeldis. Þar var karlmaður handtekinn, færður útaf heimili sínu og vistaður í fangageymslu. Hann er sakaður um að hafa lamið sambýliskonu sína. Á heimilinu var 12 ára barn. 26.2.2012 09:45
Starfsfólk tók bíllyklana af viðskiptavini Starfsfólk á veitingastað í Hafnarfirði kom í veg fyrir að ölvaður einstaklingur settist undir stýri um klukkan hálf þrjú í nótt. Lögreglan var kölluð á staðinn en tilkynnt var um mjög ölvaðan mann sem hafði reynt að aka frá veitingastaðnum. Þegar lögreglan kom á staðinn var starfsfólkið búið að taka bíllyklana af manninum svo hann komst hvergi. Lögreglan tók svo við lyklunum. Ekki er ljóst hvað varð um manninn, hvort honum var skutlað heim eða þurfti að fara gangandi. 26.2.2012 09:42
Hefur þú séð 7 ára pilt í grennd við Sundlaugina í Kópavogi? Ungur piltur hvarf frá forráðamönnum sínum fyrir utan sundlaugina í Kópavogi, á Borgarholtsbraut, um klukkan ellefu í morgun. Pilturinn er sjö ára gamall og er klæddur í svartar buxur, bláan jakka, svört stígvéli og er með bláa húfu. Ef einhver veit um ferðir piltsins er viðkomandi beðinn um að hafa samband við föður hans, Ívar, í síma 615-4349 eða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. 26.2.2012 13:26
Einkunnir barna lækka þegar pabbinn missir vinnuna Þegar faðirinn missir vinnuna lækka einkunnir barnanna en ekki þegar móðirin missir vinnuna. 25.2.2012 22:00