Erlent

Mandela er talinn á batavegi

nelson mandela
nelson mandela
Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, var útskrifaður af spítala í heimaborg sinni Jóhannesarborg í gærmorgun. Hann undirgekkst aðgerð síðdegis í gær eftir að hafa fundið til kviðverkja.

Yfirvöld sögðu Mandela við góða heilsu en ekki er vitað nákvæmlega hvað amaði að forsetanum fyrrverandi. Heilsu Mandela, sem er níutíu og þriggja ára, hefur hrakað mjög frá árinu 2004. Þá dró hann sig að mestu úr sviðsljósinu.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×