Erlent

Rúmlega 30 féllu á kjördegi í Sýrlandi

Stjórnvöld í Sýrlandi héldi kosningar í landinu um nýja stjórnarskrá í gærdag en talið er að rúmlega 30 manns hafi fallið í átökum sem tengdust kosningunni.

Stjórnarandstaðan og uppreisnarmenn hvöttu alla til að sniðganga þessa kosningu sem þeir sögðu vera leikrit fáránleikans. Jafnframt var krafan um brottför Bashar al-Assad úr embætti forseta landsins ítrekuð. Samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá á að efna til kosninga í landinu innan þriggja mánaða.

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að mikil hætta sé á að borgarstryjöld brjótist út í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×