Erlent

Sprengjuárásir í Afganistan halda áfram

Sprengjuárásir í Afganistan halda áfram af fullum krafti. Sjálfsmorðssprengjumaður drap níu manns og særði tíu þegar hann sprengdi upp bíl sinn í morgun við Jalalabad flugvöllinn í austurhluta Afganistan.

Árásin er sögð hefnd fyrir það að bandarískir hermenn brenndu nýlega Kórarinn við herstöð sína. Mikill órói hefur verið í landinu síðan og fjöldi manna hefur látist í árásum heittrúaðra.

Þetta hefur leitt til þess að Bandaríkjamenn, Frakkar og Þjóðverjar hafa kallað heim allt starfslið sitt sem vann við opinberar stofnanir í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×