Fleiri fréttir

Enginn með fyrsta vinning

Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld en fyrsti vinningur var tæplega ellefu milljónir króna. Þrír voru þó með annan vinning og fá þeir rúmlega 80 þúsund krónur í sinn hlut. Þá voru einnig þrír með fjórar jókertölur í réttri röð og fær hver hundrað þúsund krónur.

Vegagerð liggur að mestu niðri á Íslandi

Tvö verk í vegagerð hafa stöðvast vegna gjaldþrots KNH-verktaka á Ísafirði. Vegagerð í landinu liggur nú að mestu niðri og eru aðeins þrjú smáverk í gangi á öllu landinu.

Rukka þrátt fyrir óvissu

Bankar og fjármálastofnanir ætla að halda áfram að innheimta gengislán þrátt fyrir óvissu vegna nýfallins dóms Hæstaréttar. Þegar hafa verið sendir út greiðsluseðlar fyrir mars.

Sprengdi sig í loft upp fyrir utan forsetahöllina

Að minnsta kosti tuttugu og sex fórust þegar að bílsprengja sprakk í suður-Jemen í dag. Maður ók pallbíl fullan af sprengiefnum upp að aðaldyrum forsetahallarinnar í borginni Mukalla og sprengdi bílinn í loft upp. Flestir hinna látnu eru sérsveitarmenn. Árásin var gerð á sama tíma og Abed Mansour Hadi sór embættiseið sem ný forseti landsins en hann tók í dag við völdum af Ali Abdullah Saleh sem réð landinu í þrjátíu og þrjú ár en samþykkti að víkja til að binda enda á kröftug mótmæli sem geisað hafa í landinu síðustu vikur og mánuði.

Starfsmenn NATÓ látnir yfirgefa öll ráðuneyti í Kabúl eftir skotárás

Tveir bandarískir foringjar úr sveitum Atlantshafsbandalagsins voru skotnir til bana í innanríkisráðuneytinu í Kabúl, höfuðborg Afganistan í morgun. Æðsti yfirmaður hersveita Nató í Afganistan hefur látið allt starfsfólk sitt yfirgefa öll ráðuneytinu í landinu í öryggisskyni eftir skotárásina. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins heyrðust átta skot innan úr ráðuneytinu en hermt er að foringjarnir tveir hafi verið skotnir eftir hávaða rifrildi. Fjöldi manns hefur mótmælt á götum úti í Kabúl síðustu daga eftir að bandarískir hermenn brenndu óvart nokkur eintök af Kóraninum með rusli.

Mandela fór í aðgerð - líklega útskrifaður á morgun

Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, undirgekkst aðgerð í morgun eftir að hann fann til kviðverkja í heimaborg sinni Jóhannesarborg. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins er ástand hans nú stöðugt og er hann farinn geta talað. Búist er við að hann verði útskrifaður af spítalanum á morgun. Heilsu Mandela, sem orðinn er nítíu og þriggja ára, hefur hrakað mjög síðustu ár. Mandela sást síðast opinberlega á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í heimalandi sínu árið 2010 en síðustu átta ár hefur lítið farið fyrir honum.

Fóru á skíði þrátt fyrir bílveltu

Þrír farþegar bíls sem valt á Þingvallarvegi rétt fyrir klukkan níu í morgun sluppu allir ómeiddir en fólkið var á leið í Skálafell á Skíði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði krap á veginum þau áhrif að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún endaði utan vegar. Öll þrjú voru í belti en bíllinn er mikið skemmdur og þurfti að fjarlægja hann af vettvangi með krana. Þrátt fyrir óhappið hélt fólkið för sinni áfram og skutluðu lögreglumenn þeim upp í Skálafell þar sem þau eru núna á skíðum.

Vilja landsdómsfrumvarp Bjarna Ben burt

Flokksráðsfundur Vinstri grænna, sem hófst í gær og lauk í morgun, lýsir yfir andstöðu við þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um að Alþingi grípi inn í starf landsdóms og hvetur fulltrúa sína á þingi að berjast gegn framgangi hennar. Þá felur fundurinn Steingrími J. Sigfússyni, ráðherra bankamála, að flytja frumvarp til laga um aðskilnað starfsemi frjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Í tilkynningu segir einnig að fundurinn álykti að hætt verði að úthluta byggðakvóta endurgjaldslaust. Sett verði á sanngjarnt arðgjald sem renni til þeirra sveitarfélaga sem byggðakvóta er úthlutað til.

Tæplega 500 brautskráðust frá Háskóla Íslands í dag

Í dag brautskráðust alls 484 nemendur frá Háskóla Íslands en frá því að fyrstu nemendurnir hófu nám í Háskóla Íslands fyrir 101 ári hafa á fimmta tug þúsunda nemenda tekið við prófskírteinum frá skólanum. Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans, vakti athygli á þeim árangri sem skólinn hefur náð á undanförnum fimm árum í ræðu sinni. Það hefði hann gert með því að halda fast við stefnumál og markmið í starfinu þrátt fyrir þrengingar í kjölfar efnahagshruns. Skólinn er á lista með 300 bestu háskólum í heimi.

Lögmenn komi sér saman um álitaefni í gengislánamálinu

Samtök fjármálafyrirtækja vilja að lögmenn allra hagsmunaaðila í gengislánamálinu, þar á meðal lánþega, komi sér saman um álitaefni sem reynt verður á fyrir dómstólum og hraðað þar í gegn svo hægt verði að eyða allri óvissu í málinu.

Tekist á flokksráðsfundi VG

Varaformaður Vinstri grænna segir flokksmenn sammála um að stilla saman strengi sína fyrir lokasprett kjörtímabilsins. Flokksráðsfundur fór fram í gær og í morgun, en meðal þess sem tekist var á um voru landsdómsmálið og staðgöngumæðrun.

Springur úr hlátri þegar blað er rifið

Micah McArthur er einungis átta mánaða gamall en er orðin heimsfræg á veraldarvefnum. Í meðfylgjandi myndskeiði sést faðir hans rífa í sundur blað og springur þá Micah gjörsamlega úr hlátri. Myndskeiðið hefur farið eins og eldur um sinu á vefnum og hafa yfir 38 milljónir manna horft á það. Hægt er að horfa á myndskeiðið með því að smella á hlekkinn hér að ofan.

Hélt að litla stelpan væri dáin

„Þegar ég var akkúrat komin að 25 metrunum þá sýndist mér ég sjá dúkku og hélt að einhver væri að gera grín að mér," segir Aníka Mjöll Júlíusdóttir, ellefu ára, sem með snarræði bjargaði stúlku á öðru ári frá drukknun í Keflavík í gær.

Bjór ekki kenndur við ölvunarástand

Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar.

Telja starfslok notuð til að hækka launin

„Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum,“ segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag.

Skálafell opið - frábært færi

Skálafell var opnað í morgun í fyrsta skiptið í mörg ár en mikið af snjó er í fjallinu og brautir hafa verið troðnar. Það er Skíðadeild KR sem sér um skíðasvæðið það sem eftir lifir vetrar en deildin náði samningum við stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins um reksturinn fyrir skemmstu. Frítt er í lyfturnar fyrir 12 ára og yngri. Þegar fréttamaður leit þar við í morgun voru margir farnir að renna sér enda er færið eins og best verður á kosið. Þess má geta að einnig er opið í Hlíðarfjalli á Akureyri og á skíðasvæðunum á Dalvík og Siglufirði.

Fíkniefnamál á Akureyri

Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur á Selfossi um fimm leytið í morgun og þrjú minniháttar fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Málin, sem komu öll upp í miðbænum, voru afgreidd á staðnum, að sögn varðstjóra. Annars var nóttin fremur róleg hjá lögregluembættum á landsbyggðinni.

Sögð hættuleg neytendum

Fyrirtækið Aðföng hefur innkallað eins lítra rjómasprautu af gerðinni Excellent Houseware. Á vef fyrirtækisins segir að í ljós hafi komið að rjómasprautan geti verið hættuleg neytendum.

ÁTVR hafnar "barnalegum“ páskabjór

„Við erum ósáttir við niðurstöðu ÁTVR. Hún kostar okkur fullt af peningum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni.

Mandela fluttur á spítala

Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, var í morgun fluttur á spítala í skyndi vegna kviðverkja í heimaborg sinni Jóhannesarborg. Heilsu Mandela, sem orðinn er nítíu og þriggja ára, hefur hrakað mjög síðustu ár. Mandela sást síðast opinberlega á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í heimalandi sínu árið 2010 en síðustu átta ár hefur lítið farið fyrir honum.

Ísinn á Reynisvatni gaf sig

Þrjú börn sluppu ómeidd þegar að þau fóru út á ótraustan ís á Reynisvatni um klukkan sjö í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fóru fjögur börn út á ísinn og þrjú þeirra duttu í vatnið þegar ísinn gaf sig. Börnin náðust þó fljótt upp úr vatninu og voru komin heim í hlýjuna þegar lögreglan kom á staðinn.

Helga Arnar tilnefnd til blaðamannaverðlauna

Helga Arnardóttir, fréttamaður á Stöð 2, er tilnefnd til blaðamannaverðlauna 2011 fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði ítarlega um Geirfinnsmálið í Íslandi í dag á Stöð 2, meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar.

Tvær líkamsárásir í miðborginni

Nóg var að gera hjá lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt en mörg útköll voru vegna hávaða og ölvunar. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um líkamsárás við veitingastað við Laugaveg á milli tveggja einstaklinga og dyravarðar. Þá var tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Bankastræti um klukkan fjögur. Þar var maður sleginn í andlitið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hann í mjög annarlegu ástandi og vildi ekki aðstoð sjúkrabifreiðar. Þegar lögreglumenn kynntu honum þá að ekkert yrði gert frekar í málinu fór hann að atast í lögreglumönnum og hóta þeim. Hann var handtekinn og var látinn sofa úr sér í nótt.

Segja blóðprufu ekki henta til greiningar

Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi.

Opna á lyftur Skálafells í dag

Stefnt er að því að allar lyftur í Skálafelli verði opnar í dag. Skíðadeild KR hefur náð samningum við stjórn skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu um rekstur Skálafells það sem eftir lifir vetrar.

Leikskólagjöld aftur lækkuð

Byggðaráð Vesturbyggðar hefur ákveðið „áherslubreytingar“ í rekstri sveitarfélagsins fyrir árið 2012. Eru þær sagðar gerðar „í ljósi bættrar niðurstöðu í fjárhagsáætlun 2012 vegna niðurfellingar á láni í Landsbanka Íslands vegna stofnfjárbréfakaupa og endurfjármögnunar á lánum sveitarfélagsins“.

Áfengir koffíndrykkir sendir til EFTA-dóms

Bann íslenskra stjórnvalda við sölu á áfengum drykkjum með koffíni í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-dómstólinn til að fá úr því skorið hvort það standist ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES).

Fjölgar í skipaflota á milli ára

Fiskiskipum á skrá Siglingastofnunar fjölgaði um þrjátíu milli áranna 2010 og 2011. Alls voru 1.655 skip á skrá í lok síðasta árs. Fjöldi vélskipa var 764, togarar voru 58 og opnir fiskibátar 833.

Jarðhræringar á yfirborði tunglsins

Nýjar myndir úr könnunarfari Bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) sýna skýr merki um nýlegar jarðhræringar á yfirborði tunglsins.

Konur og börn flutt frá Homs

Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðinn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slasaðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings.

Svavar og Helga tilnefnd

Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er tilnefndur til verðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2011. Tilnefninguna hlýtur Svavar fyrir viðamikla umfjöllun sína um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum í Skutulsfirði, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri.

Óeirðir eftir að Nike kynnti nýja skó

Rúmlega eitt hundrað lögreglumenn voru kallaðir til þegar óeirðir brutust út í Orlando í Flórída. Fólkið gat ómögulega beðið eftir miðnæturopnun skóbúðar sem seldi nýjust körfuboltaskóna frá Nike.

Maður beit bíl í Flórída

Karlmaður í Flórída í Bandaríkjunum beit lögreglubíl eftir að hafa verið handtekinn fyrir óspektir á almannafæri. Talið er að maðurinn hafi verið undir áhrifum baðsalts.

Veiddi einn stærsta humar veraldar

Veiðimaður í Maine í Bandaríkjunum klófesti einn stærsta humar sem vitað er um. Blessunarlega fer þessi humar ekki í pottinn.

Fálkinn var pirraður í baði

Fálki sem fannst útataður í grút í Grundarfirði var loks baðaður í dag. Hann hefur síðustu tvo daga dvalið við góðan kost í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Fálkinn var svangur og hrakinn, og því mikilvægt að hann fengi að nærast og jafna sig fyrir baðið, sem reynir mikið á.

Ódýrast að leigja á Norðurlandi

Leiga á hundrað fermetra íbúð í Reykjavík getur verið ríflega tvöfalt dýrari en leiga á sambærilegri íbúð á Norðurlandi.

Sjá næstu 50 fréttir