Innlent

Ferðamenn þegar jafn margir og í fyrra

Tölur Ferðamálastofu sýna mikla fjölgun erlendra ferðamanna milli ára.fréttablaðið/gva
Tölur Ferðamálastofu sýna mikla fjölgun erlendra ferðamanna milli ára.fréttablaðið/gva
Ferðamálastofa hefur staðfest að 51.576 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum, tæplega ellefu þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra. Um er að ræða langfjölmennasta septembermánuð frá upphafi mælinga. Um 62 þúsund fleiri ferðamenn hafa komið til landsins frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra, þegar brottfarir voru 385 þúsund talsins.

Gestum frá Norður-Ameríku fjölgar verulega milli ára, um 42,8 prósent. Mið- og Suður-Evrópubúum fjölgar um 27,4 prósent og Norðurlandabúum um 22,5 prósent. Bretum fjölgar talsvert minna, um 11,8 prósent. Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í september frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og Noregi.

Það sem af er ári hafa 458 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu, jafnmargir og allt árið 2010. Aukningin nemur 18,9 prósentum á milli ára.

Frá áramótum hafa 260.201 þúsund Íslendingar farið utan, nítján prósentum fleiri en á sama tímabili í fyrra, þegar brottfarir mældust tæplega 219 þúsund.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×