Minni skattafrádráttur mun draga úr lífeyrissparnaði 6. október 2011 06:00 Þeim sem greiða í viðbótarlífeyrissparnað fækkaði um sex þúsund á milli áranna 2010 og 2011.fréttablaðið/anton Lífeyrissjóðir munu ráðleggja sjóðsfélögum að lækka viðbótarlífeyrissparnað sinn í tvö prósent af launum, nái breytingar sem lagðar eru til í fjárlagafrumvarpinu fram að ganga. Að öðrum kosti verði þeir fyrir tvísköttun, þar sem útgreiðslur úr sjóðunum eru einnig skattlagðar. Skattafrádráttur vegna viðbótarlífeyrissparnaðar mun miða við tveggja prósenta framlag á árinu 2012 í stað fjögurra prósenta nú, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Þetta mun afla 1,4 milljarða króna í viðbótartekjur. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir að þessi aðgerð sendi röng skilaboð. Sjóðurinn muni bregðast við með því að ráðleggja sjóðsfélögum að lækka fjögurra prósenta framlag í tvö prósent til að koma í veg fyrir tvísköttun. Trauðla muni sambærileg upphæð skila sér í þær sparnaðarleiðir og sparnaður almennings til lengri tíma því minnka. „Við eigum ekki að minnka sparnað, það er einmitt það sem hefur vantað hjá okkur,“ segir Gunnar. Hann bendir á að lífeyrisárin séu að meðaltali fjórðungur af fullorðinsárum einstaklinga og mikill sparnaður hafi minnkað eftir hrun. „Getan til að greiða lífeyri hefur minnkað og það er á svona tímum sem á að hvetja til sparnaðar.“ Rúm fjörutíu prósent sjóðsfélaga greiða fjögur prósent í viðbótarlífeyrissparnað hjá Almenna. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við HR, segir að fólk eigi tvímælalaust að lækka hlutfallið niður í tvö prósent og komast undan skattheimtu, nái lagabreytingin fram að ganga. Þetta muni því draga úr inngreiðslum í lífeyrissjóði en auka ráðstöfunartekjur fólks að sama skapi. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, segir að ekki sé ráðlegt að ívilna of mikið í skattkerfinu vegna viðbótarsparnaðar á óvissu- og samdráttartímum. „Þetta er tími þar sem stór hluti heimila þarf á tekjum sínum að halda og hagkerfið í heild á neyslu og fjárfestingu til að örva atvinnusköpun og efnahagsstarfsemina. Það eru slík sjónarmið sem mæla með því að draga úr skattaívilnunum vegna séreignarsparnaðar, en skattaívilnanir verða eftir sem áður nokkrar.“- kóp Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Lífeyrissjóðir munu ráðleggja sjóðsfélögum að lækka viðbótarlífeyrissparnað sinn í tvö prósent af launum, nái breytingar sem lagðar eru til í fjárlagafrumvarpinu fram að ganga. Að öðrum kosti verði þeir fyrir tvísköttun, þar sem útgreiðslur úr sjóðunum eru einnig skattlagðar. Skattafrádráttur vegna viðbótarlífeyrissparnaðar mun miða við tveggja prósenta framlag á árinu 2012 í stað fjögurra prósenta nú, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Þetta mun afla 1,4 milljarða króna í viðbótartekjur. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir að þessi aðgerð sendi röng skilaboð. Sjóðurinn muni bregðast við með því að ráðleggja sjóðsfélögum að lækka fjögurra prósenta framlag í tvö prósent til að koma í veg fyrir tvísköttun. Trauðla muni sambærileg upphæð skila sér í þær sparnaðarleiðir og sparnaður almennings til lengri tíma því minnka. „Við eigum ekki að minnka sparnað, það er einmitt það sem hefur vantað hjá okkur,“ segir Gunnar. Hann bendir á að lífeyrisárin séu að meðaltali fjórðungur af fullorðinsárum einstaklinga og mikill sparnaður hafi minnkað eftir hrun. „Getan til að greiða lífeyri hefur minnkað og það er á svona tímum sem á að hvetja til sparnaðar.“ Rúm fjörutíu prósent sjóðsfélaga greiða fjögur prósent í viðbótarlífeyrissparnað hjá Almenna. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við HR, segir að fólk eigi tvímælalaust að lækka hlutfallið niður í tvö prósent og komast undan skattheimtu, nái lagabreytingin fram að ganga. Þetta muni því draga úr inngreiðslum í lífeyrissjóði en auka ráðstöfunartekjur fólks að sama skapi. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, segir að ekki sé ráðlegt að ívilna of mikið í skattkerfinu vegna viðbótarsparnaðar á óvissu- og samdráttartímum. „Þetta er tími þar sem stór hluti heimila þarf á tekjum sínum að halda og hagkerfið í heild á neyslu og fjárfestingu til að örva atvinnusköpun og efnahagsstarfsemina. Það eru slík sjónarmið sem mæla með því að draga úr skattaívilnunum vegna séreignarsparnaðar, en skattaívilnanir verða eftir sem áður nokkrar.“- kóp
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent