Innlent

Sælkerar gætið ykkar: Lúxus súkkulaðiíspinnar innkallaðir

Íspinnar. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Íspinnar. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Kjörís hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ákveðið að innkalla tímabundið Lúxus-súkkulaðiíspinna þar sem ofnæmis- og óþolsvaldar eru ekki nægjanlega vel merktir á umbúðum vörunnar.

Í innihaldslýsingu á umbúðunum kemur fram að að súkkulaðið innihaldi lesitín, en uppruni lesitíns er úr soja. Soja er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvanda og því ber að tilgreina það í innihaldslýsingu. Varan er þó fyllilega skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir sojaafurðum.

Dreifing á vörunni hefur verið stöðvuð uns endurmerkingu á umbúðunum er lokið. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir sojaafurðum eru beðnir um að farga henni eða skila til framleiðanda gegn endurgreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×