Erlent

Stendur við niðurskurðinn

David Cameron Forsætisráðherra Bretlands á flokksþingi Íhaldsflokksins.
Fréttablaðið/AP
David Cameron Forsætisráðherra Bretlands á flokksþingi Íhaldsflokksins. Fréttablaðið/AP
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að skuldavandi evruríkjanna ógni nú efnahagslífi heimsins ekki síður en lánsfjárkreppan árið 2008.

Í ræðu sinni á lokadegi flokksþings Íhaldsflokksins í gær hét hann því að fylgja eftir út í ystu æsar ströngum aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar.

„Við erum hægt en örugglega að leggja grunn að betri framtíð. En aðalatriðið er að þetta virkar ekki nema við höldum það út,“ sagði Cameron.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×