Innlent

Fagna mögulegu verkfalli Sinfóníunnar

Ungir Sjálfstæðismenn eru ekki  mjög hrifnir af ríkisstyrktri list.
Ungir Sjálfstæðismenn eru ekki mjög hrifnir af ríkisstyrktri list.
Ungir sjálfstæðismenn fagna mögulegu verkfalli tónlistarmanna Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hvetja stjórnvöld til að nota tækifærið og hætta öllum fjárstuðningi við hljómsveitina, samkvæmt tilkynningu frá SUS.

Þar segir ennfremur að sinfónían ætti að geta staðið undir sér með miðasölu og styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum, eins og aðrar hljómsveitir.

Svo segir að samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir að opinberir aðilar styrki hljómsveitina um tæplega 800 milljónir króna.

Er þá ótalinn um einn milljarður króna sem rennur frá ríki og borg til Hörpu, sem nýtist Sinfóníunni einnig að hluta. Hægt væri að nota það fé sem sparast m.a. til að hætta við boðaðan niðurskurð á Landspítalanum að því er greinir frá í ályktun ungra Sjálfstæðismanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×